Nýtt bílaumboð fyrir Fiat og Chrysler bíla Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2016 09:47 Fiat 500. Íslensk-Bandaríska ehf (Ísband) er orðinn dreifingaraðili á Íslandi fyrir Fiat Chrysler í Evrópu og Bandaríkjunum. Ísland er eitt örfárra landa í heiminum sem fær bíla Fiat Chrysler bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en þessi markaðssvæði eru að hluta til með með sitthvorar bílategundirnar. Bílarnir eru keyptir beint af verksmiðjum á Ítalíu og Bandaríkjunum. Fyrstu bílarnir fara að koma til landsins en sala þeirra mun hefjast í þessum mánuði. Formleg opnun verður ekki fyrr en í haust þegar heildstætt vöruval verður í boði. Til að byrja með verða fluttir inn Fiat fólksbílar, Fiat Professional atvinnubílar, Jeep jeppar, Ram pallbílar og Dodge Durango 7 manna jeppar. Á næsta ári er áætlað að hefja innflutning á Alfa Romeo og Chrysler bílum. Umboðið verður í Mosfellsbæ Nýtt Fiat Chrysler umboð mun opna í húsnæði Ísband í Þverholti 6 í miðbæ Mosfellsbæjar, en þar hefur á síðustu árum einnig verið staðsett bílasalan 100 Bílar. Til að rýma fyrir nýjum bílum munu 100 Bílar flytja á næstunni í Stekkjarbakka 4, við hliðina á Garðheimum. Þjónustuverkstæði og varahlutaverslun verða svo í rúmgóðu húsnæði á Smiðshöfða 5 en þar er hátt til lofts of mikið rými svo gott verður að þjónusta stóra bíla eins og Fiat húsbíla, Ram pallbíla og vinnubíla. Stór hluti húsbílaflota landsins er frá Fiat. Mikið úrval Fiat bíla Októ Þorgrímsson eigandi Ísband hefur starfað við bílainnflutning í um tvo áratugi og hefur mikla reynslu af innflutningi á bandarískum bílum og þá sérstaklega frá Jeep, Dodge og Ram. Jeep Grand Cherokee og Ram pallbílar hafa verið afar vinsælir hér á landi þrátt fyrir að hér hafi ekki verið umboð fyrir þá í fjölda ára. Nokkuð er síðan Fiat umboð starfaði á Íslandi en það var áður gert í gegnum Danmörku. Ísband kaupir nú milliliðalaust af verksmiðjunum á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Fyrstur bíla frá Fiat sem í boði verður er Fiat 500 og í kjölfar hans kemur lengri gerð hans, Fiat 500L. Einnig verður Fiat Panda í sölu í 3 útfærslum, sem fólksbíll, fjórhjóladrifsbíll og jeppaútgáfa. Þetta er eini bíllinn í sínum stærðarflokki sem fæst fjórhjóladrifinn og hefur verið kallaður á ensku „The Pocket Size SUV“.Í haust kemur nýr og spennandi bíll sem heitir Fiat Tipo en hann var valinn „Bestu bílakaupin 2016“ af samtökunum Autobest. Þessi bíll kemur sem sedan, stallbakur og langbakur. Þessir bílar verða á mjög hagstæðu verði miðað við stærð og búnað. Jeep, Dodge og Ram Frá Jeep verður í boði flaggskipið Jeep Grand Cherokee, Jeep Cherokee, Jeep Renegade og Jeep Wrangler en sá síðastnefndi er goðsögn í bílaheiminum og byggður á gamla Willys. Frá Dodge verður sjö manna jeppinn Dodge Durango í boði en fleiri bílar frá Dodge gætu bæst við á næsta ári. Ram pallbílar verða til sölu, bæði í 1500 og 3500 útgáfunum. Upp úr miðjum júní opnar rúmgott þjónustuverkstæði og varahlutaverslun í Smiðshöfða 5. Þar er hátt til lofts sem gerir Ísband kleift að þjónusta þann mikla fjölda Fiat húsbíla sem er á landinu, en 75% húsbíla í Evrópu eru frá Fiat. Þetta verkstæði mun jafnframt verða almennt bifreiðaverkstæði sem þjónustar allar bíltegundir enda hafa starfsmenn Ísband unnið hjá stærstu bifreiðaumboðum landsins og hafa mikla reynslu. Jóhannes Jóhanesson fer fyrir rekstri þjónustusviðs, hann hefur mikla reynslu af þjónustu við bíleigendur og hefur starfað lengi fyrir Toyota. Þéttriðið net þjónustuaðila á landsbyggðinni er síðan í uppbyggingu. Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent
Íslensk-Bandaríska ehf (Ísband) er orðinn dreifingaraðili á Íslandi fyrir Fiat Chrysler í Evrópu og Bandaríkjunum. Ísland er eitt örfárra landa í heiminum sem fær bíla Fiat Chrysler bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en þessi markaðssvæði eru að hluta til með með sitthvorar bílategundirnar. Bílarnir eru keyptir beint af verksmiðjum á Ítalíu og Bandaríkjunum. Fyrstu bílarnir fara að koma til landsins en sala þeirra mun hefjast í þessum mánuði. Formleg opnun verður ekki fyrr en í haust þegar heildstætt vöruval verður í boði. Til að byrja með verða fluttir inn Fiat fólksbílar, Fiat Professional atvinnubílar, Jeep jeppar, Ram pallbílar og Dodge Durango 7 manna jeppar. Á næsta ári er áætlað að hefja innflutning á Alfa Romeo og Chrysler bílum. Umboðið verður í Mosfellsbæ Nýtt Fiat Chrysler umboð mun opna í húsnæði Ísband í Þverholti 6 í miðbæ Mosfellsbæjar, en þar hefur á síðustu árum einnig verið staðsett bílasalan 100 Bílar. Til að rýma fyrir nýjum bílum munu 100 Bílar flytja á næstunni í Stekkjarbakka 4, við hliðina á Garðheimum. Þjónustuverkstæði og varahlutaverslun verða svo í rúmgóðu húsnæði á Smiðshöfða 5 en þar er hátt til lofts of mikið rými svo gott verður að þjónusta stóra bíla eins og Fiat húsbíla, Ram pallbíla og vinnubíla. Stór hluti húsbílaflota landsins er frá Fiat. Mikið úrval Fiat bíla Októ Þorgrímsson eigandi Ísband hefur starfað við bílainnflutning í um tvo áratugi og hefur mikla reynslu af innflutningi á bandarískum bílum og þá sérstaklega frá Jeep, Dodge og Ram. Jeep Grand Cherokee og Ram pallbílar hafa verið afar vinsælir hér á landi þrátt fyrir að hér hafi ekki verið umboð fyrir þá í fjölda ára. Nokkuð er síðan Fiat umboð starfaði á Íslandi en það var áður gert í gegnum Danmörku. Ísband kaupir nú milliliðalaust af verksmiðjunum á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Fyrstur bíla frá Fiat sem í boði verður er Fiat 500 og í kjölfar hans kemur lengri gerð hans, Fiat 500L. Einnig verður Fiat Panda í sölu í 3 útfærslum, sem fólksbíll, fjórhjóladrifsbíll og jeppaútgáfa. Þetta er eini bíllinn í sínum stærðarflokki sem fæst fjórhjóladrifinn og hefur verið kallaður á ensku „The Pocket Size SUV“.Í haust kemur nýr og spennandi bíll sem heitir Fiat Tipo en hann var valinn „Bestu bílakaupin 2016“ af samtökunum Autobest. Þessi bíll kemur sem sedan, stallbakur og langbakur. Þessir bílar verða á mjög hagstæðu verði miðað við stærð og búnað. Jeep, Dodge og Ram Frá Jeep verður í boði flaggskipið Jeep Grand Cherokee, Jeep Cherokee, Jeep Renegade og Jeep Wrangler en sá síðastnefndi er goðsögn í bílaheiminum og byggður á gamla Willys. Frá Dodge verður sjö manna jeppinn Dodge Durango í boði en fleiri bílar frá Dodge gætu bæst við á næsta ári. Ram pallbílar verða til sölu, bæði í 1500 og 3500 útgáfunum. Upp úr miðjum júní opnar rúmgott þjónustuverkstæði og varahlutaverslun í Smiðshöfða 5. Þar er hátt til lofts sem gerir Ísband kleift að þjónusta þann mikla fjölda Fiat húsbíla sem er á landinu, en 75% húsbíla í Evrópu eru frá Fiat. Þetta verkstæði mun jafnframt verða almennt bifreiðaverkstæði sem þjónustar allar bíltegundir enda hafa starfsmenn Ísband unnið hjá stærstu bifreiðaumboðum landsins og hafa mikla reynslu. Jóhannes Jóhanesson fer fyrir rekstri þjónustusviðs, hann hefur mikla reynslu af þjónustu við bíleigendur og hefur starfað lengi fyrir Toyota. Þéttriðið net þjónustuaðila á landsbyggðinni er síðan í uppbyggingu.
Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent