Minnkandi sala dísilbíla í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2016 09:57 Spáð er að dísilbílar verði aðeins 35% seldra nýrra bíla árið 2027. Á síðustu árum hefur sala dísilbíla í Evrópu numið meira en 50% af öllum seldum nýjum bílum, en er nú komin niður fyrir 50%. Í síðasta mánuði, í fyrsta sinn í langan tíma, var sala bensínbíla meiri í Evrópu en dísilbíla. Sala dísilbíla nam þá 49,7% af öllum seldum nýjum bílum, en á fyrstu 4 mánuðum ársins er sala dísilbíla þó enn 50,1% og því meiri en bensínbíla. Frá árinu á undan hefur sala dísilbíla minnkað um 2,2%, en minnkunin nam 3,1% í apríl og mun vafalaust halda áfram að minnka. Dísilvélasvindl bílaframleiðenda og sú umræða sem skapast hefur um mengun dísilbíla virðist því vera að hafa áhrif á kaup Evrópubúa á nýjum bílum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins seldust alls 4,87 milljón bílar í Evrópu og jókst hún um 7,7%, en um 8,0% í apríl einum. Mesta minnkunin í sölu dísilbíla var á meðal minni gerða bíla en afar lítil söluminnkun var í stærri dísilbílum. Endurgreiðslur þýskra yfirvalda til þeirra bílkaupenda sem velja sér tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla mun vafalaust enn frekar ýta undir þessa þróun og búast má við að sala dísilbíla fari áfram minnkandi af þeim sökum. Sérfræðingar HIS Automotive hafa spáð því að árið 2027 verði dísilbílar aðeins 35% allra seldra nýrra bíla. Haft hefur verið eftir forstjóra BMW, Harald Kruger, að hann telji að það muni brátt ekki svara kostnaði að fjárfesta í nýrri tækni við þróun dísilvéla. Því verði þungamiðjan á þróun bíla sem ganga fyrir rafmagni að hluta eða eingöngu. BMW, Audi og Mercedes Benz hafa öll nú þegar lagt mikla áherslu á þróun slíkra bíla og það á kostnað frekari þróunar dísilvéla. Strangari lagasetning í mörgum löndum Evrópu varðandi dísilbíla og akstursbann á slíkum bílum víða í borgum álfunnar mun ennfremur flýta fyrir þessari þróun. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Á síðustu árum hefur sala dísilbíla í Evrópu numið meira en 50% af öllum seldum nýjum bílum, en er nú komin niður fyrir 50%. Í síðasta mánuði, í fyrsta sinn í langan tíma, var sala bensínbíla meiri í Evrópu en dísilbíla. Sala dísilbíla nam þá 49,7% af öllum seldum nýjum bílum, en á fyrstu 4 mánuðum ársins er sala dísilbíla þó enn 50,1% og því meiri en bensínbíla. Frá árinu á undan hefur sala dísilbíla minnkað um 2,2%, en minnkunin nam 3,1% í apríl og mun vafalaust halda áfram að minnka. Dísilvélasvindl bílaframleiðenda og sú umræða sem skapast hefur um mengun dísilbíla virðist því vera að hafa áhrif á kaup Evrópubúa á nýjum bílum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins seldust alls 4,87 milljón bílar í Evrópu og jókst hún um 7,7%, en um 8,0% í apríl einum. Mesta minnkunin í sölu dísilbíla var á meðal minni gerða bíla en afar lítil söluminnkun var í stærri dísilbílum. Endurgreiðslur þýskra yfirvalda til þeirra bílkaupenda sem velja sér tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla mun vafalaust enn frekar ýta undir þessa þróun og búast má við að sala dísilbíla fari áfram minnkandi af þeim sökum. Sérfræðingar HIS Automotive hafa spáð því að árið 2027 verði dísilbílar aðeins 35% allra seldra nýrra bíla. Haft hefur verið eftir forstjóra BMW, Harald Kruger, að hann telji að það muni brátt ekki svara kostnaði að fjárfesta í nýrri tækni við þróun dísilvéla. Því verði þungamiðjan á þróun bíla sem ganga fyrir rafmagni að hluta eða eingöngu. BMW, Audi og Mercedes Benz hafa öll nú þegar lagt mikla áherslu á þróun slíkra bíla og það á kostnað frekari þróunar dísilvéla. Strangari lagasetning í mörgum löndum Evrópu varðandi dísilbíla og akstursbann á slíkum bílum víða í borgum álfunnar mun ennfremur flýta fyrir þessari þróun.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent