Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Jóhann Óli Eiðsson á Flórídana-vellinum skrifar 30. maí 2016 22:45 Albert Ingason hefur skorað bæði mörk Fylkis í Pepsi-deildinni í ár. vísir/ernir Fylkir var grátlega nálægt því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í sumar þegar liðið tók á móti Fjölni á Floridana-vellinum. Liðið réð för nær allan leikinn en þurfti á endanum að sætta sig við skiptan hlut eftir jöfnunarmark Fjölnis á lokasekúndunum. Það blés að vísu ekki byrlega fyrir heimamenn í upphafi því eftir fimm mínútna leik hafði Martin Lund Pedersen komið gestunum yfir. Flestir bjuggust þá við því að það sem eftir var af leiknum yrði einstefna í átt að marki Fylkis en annað kom á daginn. Liðið réð algjörlega för það sem eftir var að fyrri hálfleiknum án þess þó að skora mark. Í upphafi þess síðari komu Albert Brynjar Ingason og Garðar Jóhannsson Fylki hins vegar yfir með mörkum sem höfðu legið í loftinu. Á næstu mínútum fengu heimamenn tækifæri til að bæta við marki og klára dæmið algerlega en misstókst það. Flestir höfðu bókað þrjú stig á Fylki undir lok leiksins en þegar örfáar sekúndur lifðu leiks kramdi varnarmaðurinn Tobias Sanquist þær vonir. Hann kom þá á fjærstöngina, eftir fyrirgjöf frá hægri, og hamraði boltann í netið.Af hverju skildu liðin jöfn? Leikurinn endaði jafntefli af því að maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið. Fylkismenn sköruðu fram úr allan leikinn hefðu með réttu átt að ganga af vellinum með þrjú stig. Þeir geta að hluta sjálfum sér um kennt því ekki skorti þá sénsana til að klára dæmið. Liðið átti sextán skot að marki í leiknum og fékk að auki fjórtán hornspyrnur sem leikmönnunum tókst ekki að nýta sér. Fjölnismenn voru nánast eins og skugginn af því liði sem lagið Víking Ólafsvík 5-1 í síðustu umferð en þeir geta þó prísað sig sæla að hafa nýtt þá fáu sénsa sem gáfust. Annars hefði farið illa.Hvað gekk vel? Samstarf Garðars Jóhannssonar og Alberts Brynjars Ingasonar í leiknum var til fyrirmyndar. Það tók Garðar nokkrar mínútur að tengja en eftir það var gífurleg yfirvegun í kringum hann og hans aðgerðir. Albert Brynjar tók svo oft klók hlaup og það skapaði usla. Þá er vert að minnast á Andrés Má Jóhannesson, sem hefði með réttu átt að fjúka út af með tvö gul spjöld eftir hálftíma leik, og Ásgeir Örn Arnþórsson sem skiptust á að vera hægri bakvörður og kanntmaður. Á tímabili í fyrri hálfleik voru þeir með áætlunarferðir upp hægri kanntinn og nær ótrúlegt að ekkert mark hafi komið upp úr því. Í síðari hálfleiknum var Tómas Joð Þorsteinsson afar duglegur að hlaupa upp vinstri kanntinn og aðstoða.Hvað gekk illa? Mario Tadejevic var ekki rétt stilltur í vinstri bakverðinum hjá Fjölni. Hann var of oft ekki í stöðu og lenti ítrekað í basli með áðurnefnda Andrés og Ásgeir. Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson komu aftur inn í lið Fjölnis og sáust nánast ekki á meðan þeir voru inn á. Báðum var skipt út af í síðari hálfleik án þess að þeir hafi náð að skila nokku markverðu í leikinn. Sprækastur Fjölnismanna var sennilega bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson sem hélt Ragnari Braga Sveinssyni niðri lengst af. Í síðari hálfleik sótti hann mikið fram sem þýddi hins vegar að hann var nokkuð út úr stöðu og gaf það Fylkismönnum færi á að nýta plássið. Það kom þó ekki að sök.Hvað gerist næst? Fylkismenn eiga framundan erfitt ferðalag til Ólafsvíkur í næstu umferð. Úrslitin í dag þýða að þeir eru enn á botni deildarinnar en með stigi meir en áður. Ef þeir halda áfram að spila líkt og þeir léku í dag getur vart annað verið en að liðið færist upp töfluna. Fjölnir er í fimmta sæti eftir leikinn með tíu stig, jafnmörg og Eyjamenn. Tvö stig eru í toppsætið. Það er hins vegar algjörlega ljóst að ef þeir bjóða upp á marga leiki í sumar á borð við þennan að þá verður basl að enda í efri hluta töflunnar.Hermann átti nánast engin orð að leik loknum, slíkt var svekkelsið.vísir/valliHermann: Miklu, miklu meira en einhver blaut tuska Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla í kvöld en Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum uppbótartíma. Þeir sem þekkja Eyjamanninn vita að það gerist ekki oft að hann skorti orð. „Þetta var miklu, miklu meira en einhver blaut tuska. Blaut tuska hefði verið fín miðað við þetta,“ sagði Hermann. Fylkismenn lentu undir í upphafi leiksins en voru eftir það sterkari aðilinn og hefðu í raun átt að gera út um hann. „Við höfum fundið góðan takt í síðustu þremur leikjum. Það hafa verið flottir leikir þar sem við höfum verið betri aðilinn, liðið vel, verið flottir út á velli og haft gaman af þessu. Það hélt áfram í dag. Við börðumst fyrir hvorn annan og spiluðum sem lið.“ Hefðu lærisveinar Hermanns haldið út nokkrum sekúndum lengur hefðu þeir landað fyrsta sigri sumarsins en það gekk ekki í dag. „Þetta er eitthvað á móti manni. Við fengum það mörg færi að við eigum að vera löngu búnir að ganga frá þessum leik. Ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að haga mér.“ Tæplega 1300 áhorfendur mættu á Floridana-völlinn í sólskinið sem boðið var upp á í kvöld. „Maður verður að hrósa stuðningsmönnunum. Við höfum ekki unnið fyrir því í fyrstu tveimur heimaleikjunum. Við sýndum og sönnuðum það í dag að það er hrikalegt hjarta í þessu liði, geta, liðsheild og barátta. Það voru helvítis læti í okkur allan tímann og þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Hermann afar svekktur að lokum.Ágúst Gylfason sagði að sitt lið hefði ekki átt neitt skilið úr leiknum.vísir/pjeturÁgúst: Við áttum ekkert skilið úr þessum leik „Mér fannst við byrja leikinn af krafti, skoruðum mark eftir fimm og ég var farinn að hlakka til næstu 85 mínútna. Svo gerðist eitthvað og við sáum aldrei til sólar eftir það,“ sagði Ágúst Gylfason í leikslok. Ágúst viðurkenndi fúslega að Grafarvogspiltar áttu ekkert skilið úr þessum leik. „Við vorum heppnir að ná að jafna í lokin. Fylkismenn voru einfaldlega betri á öllum sviðum og ég finn eiginlega til fyrir þeirra hönd að fá svona mark í andlitið. En við tökum auðvitað stigið.“ Að mati þjálfarans var erfitt að benda á eitthvað eitt sem gekk ekki upp hjá liðinu hans. Dagurinn í dag hafi einfaldlega verið þess eðlis að það var bara allt saman. „Þrátt fyrir þetta skorum við tvö mörk og sýnum karakter. En það er erfitt að segja hvað þarf að bæta. Ef við ætlum í slíka greiningu þá eyðileggur það líklega tímabilið. Við ætlum bara að eyða þessum leik úr minninu okkar.“ Daniel Ivanovski, miðvörðurinn sterki, var ekki með Fjölni í dag. Ástæðan fyrir því var að eiginkona hans er að eignast barn. „Þegar hann skrifaði undir vissum við af því að hann myndi missa af leik þar sem konan hans var barnshafandi. Það var þessi leikur. Hann kemur sterkur í þann næsta.“Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki í fyrra.vísir/antonAlbert Brynjar: Verð vonandi góður í næsta leikFyrirliði Fylkis, Albert Brynjar Ingason, var vonsvikinn líkt og þjálfarinn í leikslok. Líkt og áður hefur verið minnst fengu Fylkismenn urmul af færum til að klára leikinn en nýttu þau ekki. „Það hefur verið mikill stígandi í okkar leik síðustu þrjá leiki. Við létum boltann ganga vel í dag og börðumst sem lið og það er alveg ótrúlega sárt að ná ekki að klára þetta í dag.“ Albert Brynjar skoraði fyrsta mark Fylkis en nokkrum sekúndum áður hafði hann meitt sig í nára. Hann var í raun réttur maður á algerlega réttum stað þegar boltinn féll fyrir hann í markinu. „Ég var að spá í að fara að væla þegar boltinn datt fyrir mig. Það kom þarna flottur bolti fyrir og Garðar náttúrulega skallar allt sem kemur til hans og ég gat ekki annað en að skora,“ sagðir Albert. Fyrirliðanum var skipt út af skömmu síðar vegna meiðslanna. „Ég var að reyna að vera skynsamur. Það fór meira og minna allt síðasta tímabil í þetta og ég er að reyna að tryggja að þetta taki sig ekki upp aftur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Fylkir var grátlega nálægt því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í sumar þegar liðið tók á móti Fjölni á Floridana-vellinum. Liðið réð för nær allan leikinn en þurfti á endanum að sætta sig við skiptan hlut eftir jöfnunarmark Fjölnis á lokasekúndunum. Það blés að vísu ekki byrlega fyrir heimamenn í upphafi því eftir fimm mínútna leik hafði Martin Lund Pedersen komið gestunum yfir. Flestir bjuggust þá við því að það sem eftir var af leiknum yrði einstefna í átt að marki Fylkis en annað kom á daginn. Liðið réð algjörlega för það sem eftir var að fyrri hálfleiknum án þess þó að skora mark. Í upphafi þess síðari komu Albert Brynjar Ingason og Garðar Jóhannsson Fylki hins vegar yfir með mörkum sem höfðu legið í loftinu. Á næstu mínútum fengu heimamenn tækifæri til að bæta við marki og klára dæmið algerlega en misstókst það. Flestir höfðu bókað þrjú stig á Fylki undir lok leiksins en þegar örfáar sekúndur lifðu leiks kramdi varnarmaðurinn Tobias Sanquist þær vonir. Hann kom þá á fjærstöngina, eftir fyrirgjöf frá hægri, og hamraði boltann í netið.Af hverju skildu liðin jöfn? Leikurinn endaði jafntefli af því að maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið. Fylkismenn sköruðu fram úr allan leikinn hefðu með réttu átt að ganga af vellinum með þrjú stig. Þeir geta að hluta sjálfum sér um kennt því ekki skorti þá sénsana til að klára dæmið. Liðið átti sextán skot að marki í leiknum og fékk að auki fjórtán hornspyrnur sem leikmönnunum tókst ekki að nýta sér. Fjölnismenn voru nánast eins og skugginn af því liði sem lagið Víking Ólafsvík 5-1 í síðustu umferð en þeir geta þó prísað sig sæla að hafa nýtt þá fáu sénsa sem gáfust. Annars hefði farið illa.Hvað gekk vel? Samstarf Garðars Jóhannssonar og Alberts Brynjars Ingasonar í leiknum var til fyrirmyndar. Það tók Garðar nokkrar mínútur að tengja en eftir það var gífurleg yfirvegun í kringum hann og hans aðgerðir. Albert Brynjar tók svo oft klók hlaup og það skapaði usla. Þá er vert að minnast á Andrés Má Jóhannesson, sem hefði með réttu átt að fjúka út af með tvö gul spjöld eftir hálftíma leik, og Ásgeir Örn Arnþórsson sem skiptust á að vera hægri bakvörður og kanntmaður. Á tímabili í fyrri hálfleik voru þeir með áætlunarferðir upp hægri kanntinn og nær ótrúlegt að ekkert mark hafi komið upp úr því. Í síðari hálfleiknum var Tómas Joð Þorsteinsson afar duglegur að hlaupa upp vinstri kanntinn og aðstoða.Hvað gekk illa? Mario Tadejevic var ekki rétt stilltur í vinstri bakverðinum hjá Fjölni. Hann var of oft ekki í stöðu og lenti ítrekað í basli með áðurnefnda Andrés og Ásgeir. Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson komu aftur inn í lið Fjölnis og sáust nánast ekki á meðan þeir voru inn á. Báðum var skipt út af í síðari hálfleik án þess að þeir hafi náð að skila nokku markverðu í leikinn. Sprækastur Fjölnismanna var sennilega bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson sem hélt Ragnari Braga Sveinssyni niðri lengst af. Í síðari hálfleik sótti hann mikið fram sem þýddi hins vegar að hann var nokkuð út úr stöðu og gaf það Fylkismönnum færi á að nýta plássið. Það kom þó ekki að sök.Hvað gerist næst? Fylkismenn eiga framundan erfitt ferðalag til Ólafsvíkur í næstu umferð. Úrslitin í dag þýða að þeir eru enn á botni deildarinnar en með stigi meir en áður. Ef þeir halda áfram að spila líkt og þeir léku í dag getur vart annað verið en að liðið færist upp töfluna. Fjölnir er í fimmta sæti eftir leikinn með tíu stig, jafnmörg og Eyjamenn. Tvö stig eru í toppsætið. Það er hins vegar algjörlega ljóst að ef þeir bjóða upp á marga leiki í sumar á borð við þennan að þá verður basl að enda í efri hluta töflunnar.Hermann átti nánast engin orð að leik loknum, slíkt var svekkelsið.vísir/valliHermann: Miklu, miklu meira en einhver blaut tuska Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla í kvöld en Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum uppbótartíma. Þeir sem þekkja Eyjamanninn vita að það gerist ekki oft að hann skorti orð. „Þetta var miklu, miklu meira en einhver blaut tuska. Blaut tuska hefði verið fín miðað við þetta,“ sagði Hermann. Fylkismenn lentu undir í upphafi leiksins en voru eftir það sterkari aðilinn og hefðu í raun átt að gera út um hann. „Við höfum fundið góðan takt í síðustu þremur leikjum. Það hafa verið flottir leikir þar sem við höfum verið betri aðilinn, liðið vel, verið flottir út á velli og haft gaman af þessu. Það hélt áfram í dag. Við börðumst fyrir hvorn annan og spiluðum sem lið.“ Hefðu lærisveinar Hermanns haldið út nokkrum sekúndum lengur hefðu þeir landað fyrsta sigri sumarsins en það gekk ekki í dag. „Þetta er eitthvað á móti manni. Við fengum það mörg færi að við eigum að vera löngu búnir að ganga frá þessum leik. Ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að haga mér.“ Tæplega 1300 áhorfendur mættu á Floridana-völlinn í sólskinið sem boðið var upp á í kvöld. „Maður verður að hrósa stuðningsmönnunum. Við höfum ekki unnið fyrir því í fyrstu tveimur heimaleikjunum. Við sýndum og sönnuðum það í dag að það er hrikalegt hjarta í þessu liði, geta, liðsheild og barátta. Það voru helvítis læti í okkur allan tímann og þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Hermann afar svekktur að lokum.Ágúst Gylfason sagði að sitt lið hefði ekki átt neitt skilið úr leiknum.vísir/pjeturÁgúst: Við áttum ekkert skilið úr þessum leik „Mér fannst við byrja leikinn af krafti, skoruðum mark eftir fimm og ég var farinn að hlakka til næstu 85 mínútna. Svo gerðist eitthvað og við sáum aldrei til sólar eftir það,“ sagði Ágúst Gylfason í leikslok. Ágúst viðurkenndi fúslega að Grafarvogspiltar áttu ekkert skilið úr þessum leik. „Við vorum heppnir að ná að jafna í lokin. Fylkismenn voru einfaldlega betri á öllum sviðum og ég finn eiginlega til fyrir þeirra hönd að fá svona mark í andlitið. En við tökum auðvitað stigið.“ Að mati þjálfarans var erfitt að benda á eitthvað eitt sem gekk ekki upp hjá liðinu hans. Dagurinn í dag hafi einfaldlega verið þess eðlis að það var bara allt saman. „Þrátt fyrir þetta skorum við tvö mörk og sýnum karakter. En það er erfitt að segja hvað þarf að bæta. Ef við ætlum í slíka greiningu þá eyðileggur það líklega tímabilið. Við ætlum bara að eyða þessum leik úr minninu okkar.“ Daniel Ivanovski, miðvörðurinn sterki, var ekki með Fjölni í dag. Ástæðan fyrir því var að eiginkona hans er að eignast barn. „Þegar hann skrifaði undir vissum við af því að hann myndi missa af leik þar sem konan hans var barnshafandi. Það var þessi leikur. Hann kemur sterkur í þann næsta.“Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki í fyrra.vísir/antonAlbert Brynjar: Verð vonandi góður í næsta leikFyrirliði Fylkis, Albert Brynjar Ingason, var vonsvikinn líkt og þjálfarinn í leikslok. Líkt og áður hefur verið minnst fengu Fylkismenn urmul af færum til að klára leikinn en nýttu þau ekki. „Það hefur verið mikill stígandi í okkar leik síðustu þrjá leiki. Við létum boltann ganga vel í dag og börðumst sem lið og það er alveg ótrúlega sárt að ná ekki að klára þetta í dag.“ Albert Brynjar skoraði fyrsta mark Fylkis en nokkrum sekúndum áður hafði hann meitt sig í nára. Hann var í raun réttur maður á algerlega réttum stað þegar boltinn féll fyrir hann í markinu. „Ég var að spá í að fara að væla þegar boltinn datt fyrir mig. Það kom þarna flottur bolti fyrir og Garðar náttúrulega skallar allt sem kemur til hans og ég gat ekki annað en að skora,“ sagðir Albert. Fyrirliðanum var skipt út af skömmu síðar vegna meiðslanna. „Ég var að reyna að vera skynsamur. Það fór meira og minna allt síðasta tímabil í þetta og ég er að reyna að tryggja að þetta taki sig ekki upp aftur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira