Baksviðs með FM95BLÖ: Þegar allt trylltist á Þjóðhátíð Stefán Árni Pálsson skrifar 2. ágúst 2016 12:15 Strákarnir gerðu allt vitlaust á laugardagskvöldinu. vísir „Við getum orðað það þannig að ef það væri þak á dalnum, þá myndi það rifna af,“ sagði Egill Einarsson rétt áður en hann steig út á svið með strákunum í FM95BLÖ í Herjólfsdal á laugardalskvöld í Vestmannaeyjum. Það má með sanni segja að strákarnir hafi slegið í gegn í ár og voru tónleikar þeirra magnaðir. Það magnaðir að stemningin mældist á jarðskjálftamælum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fór fram um helgina og þótti hátíðin heppnast nokkuð vel. Sólin skein á gesti Þjóðhátíðar alla helgina og mikið stuð í dalnum um öll kvöld. Vísir og Stöð 2 var á svæðinu og fylgdist vel með. Eyjamenn tala alltaf um það að ekki sé hægt að fylla dansgólfið við stóra sviðið fyrir miðnætti. „Það voru einhverjir Eyjamenn að hlægja að okkur í dag og það hefur aldrei tekist að fylla dansgólfið fyrir miðnætti. Vanalega horfir fólk á flugeldasýninguna og síðan fer liðið á dansgólfið. Ég hló bara til baka og skoraði á þá að fylgjast með.“ Strákarnir komu fyrst saman á Þjóðhátíð í fyrra. „Þetta var bara skemmtilegasta gigg ævi minnar. Enda er ég stressaður núna, ég viðurkenni það,“ sagði Auðunn Blöndal rétt áður en hann steig á sviðið. „Ég vona bara að það verði jafn gaman. Þetta er bara eins og það séu tíu Sauðárkrókar þarna út og það er því ekki hægt að líkja þessu við önnur gigg.“ „Við erum bara íþróttamenn og að sjálfsögðu ætlum við að toppa atriðið frá því í fyrra,“ sagði Egill að lokum. Drengirnir toppuðu atriðið frá því í fyrra og fengu aðstoð frá mönnum eins og Birni Braga, Jóni Jónssyni, Aron Can, Bent og fleirum. Vísir hefur heimildir fyrir því að Þjóðhátíðarnefnd hafi um leið bókað strákana aftur að ári eftir laugardagskvöldið. Hér að neðan má sjá viðtal við strákana rétt áður en þeir fóru upp á svið og svo er þeim fylgt inn á svið. Þarna má sjá glefsur úr nokkrum lögum sem þeir tóku. Einnig hvernig brekkan trylltist þegar Auddi kynnir leynigestinn Aron Can.Á þessu myndbandi má glöggt sjá stemninguna sem skapaðist þegar atriði FM95BLÖ náði hápunkti, rétt áður en flugeldasýningin var keyrð í gang.Egill Einarsson tók sama augnablik upp á myndband uppi á sviði og er hægt að sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.Ég fer á Þjóðhátíð í dalnum Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Við getum orðað það þannig að ef það væri þak á dalnum, þá myndi það rifna af,“ sagði Egill Einarsson rétt áður en hann steig út á svið með strákunum í FM95BLÖ í Herjólfsdal á laugardalskvöld í Vestmannaeyjum. Það má með sanni segja að strákarnir hafi slegið í gegn í ár og voru tónleikar þeirra magnaðir. Það magnaðir að stemningin mældist á jarðskjálftamælum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fór fram um helgina og þótti hátíðin heppnast nokkuð vel. Sólin skein á gesti Þjóðhátíðar alla helgina og mikið stuð í dalnum um öll kvöld. Vísir og Stöð 2 var á svæðinu og fylgdist vel með. Eyjamenn tala alltaf um það að ekki sé hægt að fylla dansgólfið við stóra sviðið fyrir miðnætti. „Það voru einhverjir Eyjamenn að hlægja að okkur í dag og það hefur aldrei tekist að fylla dansgólfið fyrir miðnætti. Vanalega horfir fólk á flugeldasýninguna og síðan fer liðið á dansgólfið. Ég hló bara til baka og skoraði á þá að fylgjast með.“ Strákarnir komu fyrst saman á Þjóðhátíð í fyrra. „Þetta var bara skemmtilegasta gigg ævi minnar. Enda er ég stressaður núna, ég viðurkenni það,“ sagði Auðunn Blöndal rétt áður en hann steig á sviðið. „Ég vona bara að það verði jafn gaman. Þetta er bara eins og það séu tíu Sauðárkrókar þarna út og það er því ekki hægt að líkja þessu við önnur gigg.“ „Við erum bara íþróttamenn og að sjálfsögðu ætlum við að toppa atriðið frá því í fyrra,“ sagði Egill að lokum. Drengirnir toppuðu atriðið frá því í fyrra og fengu aðstoð frá mönnum eins og Birni Braga, Jóni Jónssyni, Aron Can, Bent og fleirum. Vísir hefur heimildir fyrir því að Þjóðhátíðarnefnd hafi um leið bókað strákana aftur að ári eftir laugardagskvöldið. Hér að neðan má sjá viðtal við strákana rétt áður en þeir fóru upp á svið og svo er þeim fylgt inn á svið. Þarna má sjá glefsur úr nokkrum lögum sem þeir tóku. Einnig hvernig brekkan trylltist þegar Auddi kynnir leynigestinn Aron Can.Á þessu myndbandi má glöggt sjá stemninguna sem skapaðist þegar atriði FM95BLÖ náði hápunkti, rétt áður en flugeldasýningin var keyrð í gang.Egill Einarsson tók sama augnablik upp á myndband uppi á sviði og er hægt að sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.Ég fer á Þjóðhátíð í dalnum
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira