Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Nate Diaz sem margir bíða spenntir eftir.
Kynningarvél UFC er farin á fulla ferð að auglýsa bardagann sem fáir áhugamenn um íþróttina munu láta fram hjá sér fara.
Diaz kom mörgum á óvart með því að vinna Írann kjaftfora er þeir mættust síðast en nú hyggur Conor á hefndir.
Nýja auglýsingin nær ágætlega utan um stemninguna í kringum bardagann og auglýsinguna má sjá hér að ofan.
Þeir munu berjast þann 20. ágúst á UFC 202. Bardagakvöldið verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Frábær auglýsing fyrir bardaga Conor og Diaz
Tengdar fréttir

Conor glímir við þjálfarann sinn
Conor McGregor æfir sig nú af kappi fyrir bardagann gegn Nate Diaz síðar í mánuðinum.