Á að ná hraðametinu í Bonneville Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 15:39 Verður hraðametið í Bonneville slegið af þessu ökutæki? Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð. Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent
Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð.
Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent