Fyrsta mark Finns Orra tekið af honum: „Smurði hnetusmjöri á epli og hélt áfram með lífið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 12:00 Finnur Orri Margeirsson fagnar markinu sem var svo tekið af honum. vísir/ernir Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00