„Morðingi“ í Ófærð: „Nú bíð ég eftir símtölum frá mínu fólki sem ég hef þurft að blekkja í marga mánuði“ Atli Ísleifsson skrifar 21. febrúar 2016 23:27 Síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. „Síðustu mánuðir hafa verið mjög dularfullir, forvitnilegir. Fólk náttúrulega spyr mikið og ég hef fengið að æfa „lygavöðvann“ mjög mikið. Ég hef aldrei verið neitt dugleg að þegja yfir leyndarmáli í lífinu. Það tókst hins vegar núna,“ segir leikkonan sem fór með hlutverk „morðingja“ í þáttunum Ófærð. Síðustu þættir þáttaraðarinnar voru sýndir í kvöld. Leikkonan segir engan af hennar nánustu hafa raunverulega vitað af því hvernig hún tengdist morðunum í þáttaröðinni. „Nú bíð ég eftir símtölum frá mínu fólki sem ég hef þurft að blekkja í marga mánuði.“ Leikkonan segist hafa horft á þáttinn með manninum sínum í kvöld. „Hann var reyndar sá eini í kringum mig sem vissi þetta. Hann var viðstaddur þegar ég fékk þær fréttir að ég væri morðinginn. Ég var að keyra í heim í bíl þegar Sigurjón [Kjartansson handritshöfundur] hringir tilkynnir mér það að ég sé morðinginn. Ég sprakk þá úr hlátri og maðurinn minn lagði saman tvo og tvo.“ Leikkonan segist hafa frétt af því að hún færi með hlutverk „morðingja“ rétt fyrir tökur á síðustu atriðum þáttaraðarinnar í febrúar, mars í fyrra. „Ég hef því þurft að þaga yfir þessu í heilt ár. Þeir voru hins vegar svo sniðugir að maður gat alltaf skýlt sér á bakvið það að maður gat alltaf sagt að bara „morðinginn“ vissi og enginn annar. Ég gat því alltaf sagt að ég vissi ekkert þegar ég fékk spurningarnar. Það var því „go-to“ setningin hjá manni.“ Hún segir það hafa verið æðislega og mikla lífsreynslu að hafa fengið að taka þátt í verkefninu og sjá vinnuna birtast á skjánum. „Og með þetta góðum árangri. Ég fékk einmitt skilaboð frá leikstjóranum við upphaf þáttarins. „Nú verður áhugavert að vera þú næstu daga,“ sagði hann,“ segir leikkonan að lokum. Tengdar fréttir Ófærð á Twitter: „Var þetta þá allt hruninu að kenna?“ Íslendingar voru sem límdir við skjáinn þegar síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. 21. febrúar 2016 22:42 Ófærð: Biður Íslendinga um að gaspra ekki um morðingjann Sigurjón Kjartansson biðlar til Íslendinga að fara varlega í samfélagsmiðlaumræðunni um lokaþátt Ófærðar sem sýndur verður í kvöld og skemma fyrir útlendingunum. 21. febrúar 2016 15:45 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Síðustu mánuðir hafa verið mjög dularfullir, forvitnilegir. Fólk náttúrulega spyr mikið og ég hef fengið að æfa „lygavöðvann“ mjög mikið. Ég hef aldrei verið neitt dugleg að þegja yfir leyndarmáli í lífinu. Það tókst hins vegar núna,“ segir leikkonan sem fór með hlutverk „morðingja“ í þáttunum Ófærð. Síðustu þættir þáttaraðarinnar voru sýndir í kvöld. Leikkonan segir engan af hennar nánustu hafa raunverulega vitað af því hvernig hún tengdist morðunum í þáttaröðinni. „Nú bíð ég eftir símtölum frá mínu fólki sem ég hef þurft að blekkja í marga mánuði.“ Leikkonan segist hafa horft á þáttinn með manninum sínum í kvöld. „Hann var reyndar sá eini í kringum mig sem vissi þetta. Hann var viðstaddur þegar ég fékk þær fréttir að ég væri morðinginn. Ég var að keyra í heim í bíl þegar Sigurjón [Kjartansson handritshöfundur] hringir tilkynnir mér það að ég sé morðinginn. Ég sprakk þá úr hlátri og maðurinn minn lagði saman tvo og tvo.“ Leikkonan segist hafa frétt af því að hún færi með hlutverk „morðingja“ rétt fyrir tökur á síðustu atriðum þáttaraðarinnar í febrúar, mars í fyrra. „Ég hef því þurft að þaga yfir þessu í heilt ár. Þeir voru hins vegar svo sniðugir að maður gat alltaf skýlt sér á bakvið það að maður gat alltaf sagt að bara „morðinginn“ vissi og enginn annar. Ég gat því alltaf sagt að ég vissi ekkert þegar ég fékk spurningarnar. Það var því „go-to“ setningin hjá manni.“ Hún segir það hafa verið æðislega og mikla lífsreynslu að hafa fengið að taka þátt í verkefninu og sjá vinnuna birtast á skjánum. „Og með þetta góðum árangri. Ég fékk einmitt skilaboð frá leikstjóranum við upphaf þáttarins. „Nú verður áhugavert að vera þú næstu daga,“ sagði hann,“ segir leikkonan að lokum.
Tengdar fréttir Ófærð á Twitter: „Var þetta þá allt hruninu að kenna?“ Íslendingar voru sem límdir við skjáinn þegar síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. 21. febrúar 2016 22:42 Ófærð: Biður Íslendinga um að gaspra ekki um morðingjann Sigurjón Kjartansson biðlar til Íslendinga að fara varlega í samfélagsmiðlaumræðunni um lokaþátt Ófærðar sem sýndur verður í kvöld og skemma fyrir útlendingunum. 21. febrúar 2016 15:45 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Ófærð á Twitter: „Var þetta þá allt hruninu að kenna?“ Íslendingar voru sem límdir við skjáinn þegar síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. 21. febrúar 2016 22:42
Ófærð: Biður Íslendinga um að gaspra ekki um morðingjann Sigurjón Kjartansson biðlar til Íslendinga að fara varlega í samfélagsmiðlaumræðunni um lokaþátt Ófærðar sem sýndur verður í kvöld og skemma fyrir útlendingunum. 21. febrúar 2016 15:45