Samskipti þeirra hófust á Twitter þegar Manúela tísti eftirfarandi: „Hver er Snorri Björns, af hverju er ég með hann á Snap og ætli hann vilji byrja með mér? #crushin.“
Snorri var ekki lengi að svara og bauð henni strax á stefnumót og eru þau á leiðinni út að borða. Hann var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í morgun og staðfesti þar að hann væri á leiðinni á date með Manúelu.
Hann ræddi einnig um Snapchat og samfélagsmiðla og hvernig maður slær í gegn á þeim miðlum. Snorri er með Snapchat-reikninginn snorribjorns. Manúela er einnig gríðarlega vinsæl á Snapchat en hennar notendanafn er Manuelaosk.
Hér að neðan má hlusta á virkilega skemmtilegt spjall við Snorra frá því úr þættinum í morgun.
Hver er Snorri Björns, af hverju er ég með hann á Snap og ætli hann vilji byrja með mér? #crushin
— Manuela Ósk (@manuelaosk) February 8, 2016
.@manuelaosk ef þú ert officially að biðja mig um að byrja með þér þá vil ég officially bjóða þér út að borða
— Snorri Björns (@snorribjorns) February 9, 2016
@snorribjorns officially official. Borðum saman.
— Manuela Ósk (@manuelaosk) February 9, 2016