Koss dauðans að vinna Íslandsmeistara KR í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 06:30 Maciej Baginski hefur aðeins hitt úr 7 af 31 þriggja stiga skoti sínu (23 prósent) frá leiknum á móti KR. Hversu gott er fyrir liðin í Domino’s deild karla að vinna KR? Stjarnan ætlar að reyna að bætast í hópinn í kvöld en örlög liðanna sem hafa unnið KR í vetur hafa verið grimm. KR-ingar eru á toppi Domino’s deildar karla, með reyndar jafnmörg stig og Stjarnan og Tindastóll en ofar í innbyrðisviðureignum. KR-liðið hefur unnið alla leiki á móti efstu liðunum en töpin tvö komu á móti liðum sem eru núna í 8. (Þór Þorl.) og 11. sæti (Njarðvík) deildarinnar. Báðum leikjunum töpuðu KR-ingar illa (með samtals 24 stigum) þar sem liðið skoraði aðeins 68 stig að meðaltali. Frábær frammistaða hjá Þorlákshafnar-Þórsurum og Njarðvíkingum í þessum leikjum sínum í DHL-höll þeirra KR-inga keyrði allar væntingar í báðum félögum líklega upp úr öll valdi. Í stað þess að byggja ofan á tvo af óvæntustu sigrum tímabilsins hefur það komið í ljós að það er koss dauðans að vinna KR í vetur. Þór eða Njarðvík hafa ekki unnið deildarleik síðan þau unnu KR. Allir sjö leikirnir liðanna hafa tapast og nú eru þau bæði komin í hóp neðstu liðanna í deildinni. Þórsarar unnu KR 4. nóvember en hafa síðan spilað fimm deildarleiki og tapað þeim öllum. Síðustu þremur leikjum hefur Þórsliðið þó bara tapað með samtals 7 stigum. Njarðvíkingar unnu KR 24. nóvember og voru þá að vinna í Vesturbænum í fyrsta sinn síðan 2006. Þeir ákváðu að semja ekki við Stefan Bonneau í framhaldinu en Bonneau var grenilega ekki vandamálið. Njarðvíkingar hafa síðan mætt liðum sem voru neðar en þeir í töflunni fyrir viðkomandi leiki en tapað þeim báðum með sannfærandi hætti. KR heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn í kvöld í toppslag Domino’s-deildar karla. Stjörnumenn stefna að sjálfsögðu á sigur þrátt fyrir örlög fyrrnefndra liða en sigur í kvöld þýðir að Stjörnuliðið verður búið að fagna sigri í þremur deildarleikjum í röð á móti KR. Stjarnan hefur unnið tvo leiki i röð á móti KR undir stjórn Hrafns Kristjánssonar, fyrrverandi þjálfara KR. Hvort Stjarnan bætist í hóp KR-bana kemur í ljós í Ásgarði í kvöld en það er í það minnsta ljóst að annaðhvort Þór eða Njarðvík fagna langþráðum sigri. Það er öruggt af því að liðin mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Hversu gott er fyrir liðin í Domino’s deild karla að vinna KR? Stjarnan ætlar að reyna að bætast í hópinn í kvöld en örlög liðanna sem hafa unnið KR í vetur hafa verið grimm. KR-ingar eru á toppi Domino’s deildar karla, með reyndar jafnmörg stig og Stjarnan og Tindastóll en ofar í innbyrðisviðureignum. KR-liðið hefur unnið alla leiki á móti efstu liðunum en töpin tvö komu á móti liðum sem eru núna í 8. (Þór Þorl.) og 11. sæti (Njarðvík) deildarinnar. Báðum leikjunum töpuðu KR-ingar illa (með samtals 24 stigum) þar sem liðið skoraði aðeins 68 stig að meðaltali. Frábær frammistaða hjá Þorlákshafnar-Þórsurum og Njarðvíkingum í þessum leikjum sínum í DHL-höll þeirra KR-inga keyrði allar væntingar í báðum félögum líklega upp úr öll valdi. Í stað þess að byggja ofan á tvo af óvæntustu sigrum tímabilsins hefur það komið í ljós að það er koss dauðans að vinna KR í vetur. Þór eða Njarðvík hafa ekki unnið deildarleik síðan þau unnu KR. Allir sjö leikirnir liðanna hafa tapast og nú eru þau bæði komin í hóp neðstu liðanna í deildinni. Þórsarar unnu KR 4. nóvember en hafa síðan spilað fimm deildarleiki og tapað þeim öllum. Síðustu þremur leikjum hefur Þórsliðið þó bara tapað með samtals 7 stigum. Njarðvíkingar unnu KR 24. nóvember og voru þá að vinna í Vesturbænum í fyrsta sinn síðan 2006. Þeir ákváðu að semja ekki við Stefan Bonneau í framhaldinu en Bonneau var grenilega ekki vandamálið. Njarðvíkingar hafa síðan mætt liðum sem voru neðar en þeir í töflunni fyrir viðkomandi leiki en tapað þeim báðum með sannfærandi hætti. KR heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn í kvöld í toppslag Domino’s-deildar karla. Stjörnumenn stefna að sjálfsögðu á sigur þrátt fyrir örlög fyrrnefndra liða en sigur í kvöld þýðir að Stjörnuliðið verður búið að fagna sigri í þremur deildarleikjum í röð á móti KR. Stjarnan hefur unnið tvo leiki i röð á móti KR undir stjórn Hrafns Kristjánssonar, fyrrverandi þjálfara KR. Hvort Stjarnan bætist í hóp KR-bana kemur í ljós í Ásgarði í kvöld en það er í það minnsta ljóst að annaðhvort Þór eða Njarðvík fagna langþráðum sigri. Það er öruggt af því að liðin mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira