Stjarnan vann Gróttu, 29-26, í Olís-deild kvenna í handknattleik í í TM-höllinni í Garðabæ.
Staðan í hálfleik var 17-13 fyrir Stjörnuna og lagði liðið grunninn að góðum sigri í fyrri hálfleiknum.
Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Þórey Anna Ásgeirsdóttir gerði átta mörk í liði Gróttu sem varð Íslandsmeistari í vor.
Framarar unnu góðan útisigur á Haukum í Hafnarfirðinum. Leikurinn fór 24-20 en Framarar voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13.
Þá vann Valur Selfoss, 27-25, á Selfossi en liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni eftir þrjár umferðir.

