Tveir leikir á sex dögum og tugir milljóna króna í boði Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2016 06:00 Ágúst Gylfason er með Fjölnisliðið í fínni stöðu og á mikilvæga leiki fyrir höndum á næstu sex dögum í Evrópubaráttunni. vísir/Hanna FH er orðið Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla í fótbolta. Því verður ekki breytt en Hafnarfjarðarliðið fagnaði áttunda Íslandsmeistaratitli sínum á mánudagskvöldið án þess að spila. Baráttan er samt enn þá hörð um Evrópusæti og á botninum. Stórleikur fer fram í Evrópubaráttunni á sunnudaginn þegar 21. umferðin verður leikin í heild sinni en þar mæta Fjölnismenn liði Stjörnunnar á heimavelli. Fjögur lið eru enn þá í baráttunni um sætin tvö sem gefa þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári og milljónatugina sem því fylgja. Valur er eina örugga liðið í Evrópu þökk sé öðrum bikarmeistaratitli liðsins í röð en þó það sé í efri hlutanum getur það ekki haft nein áhrif á baráttuna um Evrópusætin þar sem það mætir liðum utan hennar í síðustu tveimur umferðunum.26 milljónir klárar í kassann Sala á leikmönnum og Evrópupeningar eru það sem íslensku liðin þrífast á og þar skilur oftast á milli liða sem berjast um feitustu bitana á félagaskiptamarkaðnum þegar hausta tekur. Ekki er nóg með að lið sem er á leið í Evrópukeppni hafi vanalega meira á milli handanna heldur líta leikmenn á það sem bæði spennandi verkefni fyrir sjálfa sig og auglýsingaglugga. Peningarnir eru miklir og skipta liðin máli. Fyrir það eitt að spila leik í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fá liðin 200.000 evrur eða 26 milljónir króna. Vissulega fer eitthvað af því í ferðalagið sjálft og uppihald en þetta er upphæð sem getur tekið félögin marga mánuði að safna. Komist svo eitthvert lið áfram í aðra umferð fást 210.000 evrur eða 27 milljónir króna. Ef félögin eru svo heppinn að mæta liðum sem eru það spennandi að erlendir sjónvarpsréttarhafar vilja sýna leikina bætist við í kassann en það er vissulega mjög sjaldgæft í fyrstu umferðum Evrópudeildarinnar.Blikar í bílstjórasætinu Breiðablik, Fjölnir, Stjarnan og KR eru liðin fjögur sem berjast um Evrópusætin í síðustu tveimur umferðunum sem fram fara á sunnudag og annan laugardag. Á 180 mínútum af fótbolta spiluðum með sex daga millibili ræðst hvaða lið fá Evrópusætin mikilvægu og hverjir sitja eftir með sárt ennið um miðja deild. Blikar eru í bílstjórasætinu en þeir eru með 35 stig í öðru sæti deildarinnar og mæta Skaganum sem hefur að engu að keppa á sunnudaginn. Þeir fá svo heimaleik gegn Fjölni í lokaumferðinni þar sem þeir geta gulltryggt Evrópusætið – ef þeir verða þá ekki búnir að því. Miðað við heimavallarárangur þeirra er reyndar ekkert klárt í þeim efnum. KR getur komið sér bakdyramegin inn í Evrópu en liðið er í sjötta sæti með 32 stig, tveimur stigum á eftir Fjölni. KR-ingar, sem hafa undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, verið á miklum skriði að undanförnu, eiga eftir mjög fýsilega leiki gegn Ólsurum og Fylki. Vissulega lið í lífsbaráttu í deildinni en KR-liðið er miklu betra og á að vinna þessa leiki.Tveir risastórir hjá Fjölni Fjölnir úr Grafarvogi er í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig. Liðið er nú þegar búið að bæta sinn besta árangur í efstu deild (33 stig 2015) og á góðan möguleika á að komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Næstu tveir leikir geta breytt ímynd og framtíð Fjölnis. Þetta unga félag getur orðið það 17. sem kemst í Evrópukeppni og orðið fyrsti nýliðinn síðan Stjarnan komst í Evrópu fyrir tveimur árum síðan. Fjölnir hefur ekki verið lið sem sparkáhugamenn tengja við toppbaráttu og Evrópukeppni en Ágúst Gylfason er búinn að gera ótrúlega hluti með Grafarvogsliðið og fær nú tvo stærstu leiki í sögu félagsins með sex daga millibili til að taka risastórt skref með Fjölnismenn. Alvöru tugmilljóna króna leikur fer fram í Grafarvoginum á sunnudaginn þar sem Fjölnir tekur á móti Stjörnunni. Garðbæingar eru, með tveimur sigrum í röð, aftur komnir í Evrópuséns og komast upp fyrir Fjölnismenn með sigri. Þá yrðu Evrópudraumar Grafarvogsliðsins ekki lengur í þess höndum. Það er því óhætt að fullyrða að leikur Fjölnis og Stjörnunnar er mikilvægasti leikur í stuttri sögu Fjölnis. Liðið fékk tvö tækifæri 2007 og 2008 til að komast í Evrópukeppni sem bikarmeistari en tapaði tveimur úrslitaleikjum í röð. Nú hefur Fjölnir unnið fyrir sínu allt tímabilið og yrði sárt fyrir þá gulu að horfa á eftir flugvélinni til meginlandsins í síðustu tveimur umferðunum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
FH er orðið Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla í fótbolta. Því verður ekki breytt en Hafnarfjarðarliðið fagnaði áttunda Íslandsmeistaratitli sínum á mánudagskvöldið án þess að spila. Baráttan er samt enn þá hörð um Evrópusæti og á botninum. Stórleikur fer fram í Evrópubaráttunni á sunnudaginn þegar 21. umferðin verður leikin í heild sinni en þar mæta Fjölnismenn liði Stjörnunnar á heimavelli. Fjögur lið eru enn þá í baráttunni um sætin tvö sem gefa þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári og milljónatugina sem því fylgja. Valur er eina örugga liðið í Evrópu þökk sé öðrum bikarmeistaratitli liðsins í röð en þó það sé í efri hlutanum getur það ekki haft nein áhrif á baráttuna um Evrópusætin þar sem það mætir liðum utan hennar í síðustu tveimur umferðunum.26 milljónir klárar í kassann Sala á leikmönnum og Evrópupeningar eru það sem íslensku liðin þrífast á og þar skilur oftast á milli liða sem berjast um feitustu bitana á félagaskiptamarkaðnum þegar hausta tekur. Ekki er nóg með að lið sem er á leið í Evrópukeppni hafi vanalega meira á milli handanna heldur líta leikmenn á það sem bæði spennandi verkefni fyrir sjálfa sig og auglýsingaglugga. Peningarnir eru miklir og skipta liðin máli. Fyrir það eitt að spila leik í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fá liðin 200.000 evrur eða 26 milljónir króna. Vissulega fer eitthvað af því í ferðalagið sjálft og uppihald en þetta er upphæð sem getur tekið félögin marga mánuði að safna. Komist svo eitthvert lið áfram í aðra umferð fást 210.000 evrur eða 27 milljónir króna. Ef félögin eru svo heppinn að mæta liðum sem eru það spennandi að erlendir sjónvarpsréttarhafar vilja sýna leikina bætist við í kassann en það er vissulega mjög sjaldgæft í fyrstu umferðum Evrópudeildarinnar.Blikar í bílstjórasætinu Breiðablik, Fjölnir, Stjarnan og KR eru liðin fjögur sem berjast um Evrópusætin í síðustu tveimur umferðunum sem fram fara á sunnudag og annan laugardag. Á 180 mínútum af fótbolta spiluðum með sex daga millibili ræðst hvaða lið fá Evrópusætin mikilvægu og hverjir sitja eftir með sárt ennið um miðja deild. Blikar eru í bílstjórasætinu en þeir eru með 35 stig í öðru sæti deildarinnar og mæta Skaganum sem hefur að engu að keppa á sunnudaginn. Þeir fá svo heimaleik gegn Fjölni í lokaumferðinni þar sem þeir geta gulltryggt Evrópusætið – ef þeir verða þá ekki búnir að því. Miðað við heimavallarárangur þeirra er reyndar ekkert klárt í þeim efnum. KR getur komið sér bakdyramegin inn í Evrópu en liðið er í sjötta sæti með 32 stig, tveimur stigum á eftir Fjölni. KR-ingar, sem hafa undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, verið á miklum skriði að undanförnu, eiga eftir mjög fýsilega leiki gegn Ólsurum og Fylki. Vissulega lið í lífsbaráttu í deildinni en KR-liðið er miklu betra og á að vinna þessa leiki.Tveir risastórir hjá Fjölni Fjölnir úr Grafarvogi er í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig. Liðið er nú þegar búið að bæta sinn besta árangur í efstu deild (33 stig 2015) og á góðan möguleika á að komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Næstu tveir leikir geta breytt ímynd og framtíð Fjölnis. Þetta unga félag getur orðið það 17. sem kemst í Evrópukeppni og orðið fyrsti nýliðinn síðan Stjarnan komst í Evrópu fyrir tveimur árum síðan. Fjölnir hefur ekki verið lið sem sparkáhugamenn tengja við toppbaráttu og Evrópukeppni en Ágúst Gylfason er búinn að gera ótrúlega hluti með Grafarvogsliðið og fær nú tvo stærstu leiki í sögu félagsins með sex daga millibili til að taka risastórt skref með Fjölnismenn. Alvöru tugmilljóna króna leikur fer fram í Grafarvoginum á sunnudaginn þar sem Fjölnir tekur á móti Stjörnunni. Garðbæingar eru, með tveimur sigrum í röð, aftur komnir í Evrópuséns og komast upp fyrir Fjölnismenn með sigri. Þá yrðu Evrópudraumar Grafarvogsliðsins ekki lengur í þess höndum. Það er því óhætt að fullyrða að leikur Fjölnis og Stjörnunnar er mikilvægasti leikur í stuttri sögu Fjölnis. Liðið fékk tvö tækifæri 2007 og 2008 til að komast í Evrópukeppni sem bikarmeistari en tapaði tveimur úrslitaleikjum í röð. Nú hefur Fjölnir unnið fyrir sínu allt tímabilið og yrði sárt fyrir þá gulu að horfa á eftir flugvélinni til meginlandsins í síðustu tveimur umferðunum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira