Lífið

Franski hrekkjalómurinn slær í gegn sem ólympískur fimleikakappi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gaillard í hringjunum í strætó.
Gaillard í hringjunum í strætó.
Franski hrekkjalómurinn Rémi Gaillard hefur hneykslað marga með framkomu sinni undanfarin ár en á sama tíma fengið marga til að skella upp úr. Nýjasta myndband hans sem tengja má við Ólympíuleikana í Ríó hefur vakið athygli.

Í myndbandinu bregður Gaillard sér í hlutverk keppanda í fimleikum á Ólympíuleikum. Hann fer reyndar ekki til Ríó heldur lætur nægja að sýna listir sínar á franskri grundu.

Afraksturinn má sjá hér að neðan en ekki er annað að sjá en að vegfarendur hafi gaman af uppátækjum hans. 

 

 

Tveir kylfingar höfðu ekki jafn gaman af Gaillard um árið þegar hann truflaði leik þeirra og lét eins og hann væri geimfari lentur á tunglinu.

Að neðan má svo sjá samantekt frá hrekkjum Gaillard í gegnum árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×