Gefur ekki upp hvort að Magnús Pálmi hafi samið sig frá ákæru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2016 12:18 Magnús Pálmi Örnólfsson var forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar hjá Glitni. vísir Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, vill ekki gefa það upp hvort að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi samið sig frá ákæru í málinu. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um það hvort að Magnús Pálmi hafi einhvern tímann haft stöðu sakbornings í málinu. Segir Björn að staða Magnúsar muni koma í ljós undir rekstri málsins. Markaðsmisnotkunarmál Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. Er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá er Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, einnig ákærður fyrir markaðsmisnotkun auk þriggja starfsmanna eigin viðskipta bankans. Málinu svipar mjög til tveggja annarra markaðsmisnotkunarmála sem sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, höfðaði á hendur stjórnendum í hinum stóru bönkunum tveimur fyrir hrun, Kaupþingi og Landsbankanum. Í báðum tilfellum sættu yfirmenn eigin viðskipta ákæru og voru sakfelldir fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun í bönkunum fyrir hrun. Það vekur því óneitanlega athygli að Magnús Pálmi sé ekki ákærður í því máli sem snýr að Glitni en hann samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða. Magnús var lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og nýtur Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Ekki er sambærileg heimild í lögum um héraðssaksóknara en lögin um sérstakan saksóknara féllu úr gildi þegar héraðssaksóknari tók til starfa um áramót. Eftir því sem Vísir kemst heldur þó samningur um réttarvernd sem gerður var á grundvelli laga um embætti sérstaks saksóknara gildi sínu þó að lögin hafi fallið úr gildi. Tengdar fréttir Viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka sendur í leyfi vegna ákæru um markaðsmisnotkun Jónas Guðmundsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, er einn af þeim fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir markaðsmisnotkun. 9. mars 2016 15:38 Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun en um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. 9. mars 2016 10:39 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, vill ekki gefa það upp hvort að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi samið sig frá ákæru í málinu. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um það hvort að Magnús Pálmi hafi einhvern tímann haft stöðu sakbornings í málinu. Segir Björn að staða Magnúsar muni koma í ljós undir rekstri málsins. Markaðsmisnotkunarmál Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. Er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá er Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, einnig ákærður fyrir markaðsmisnotkun auk þriggja starfsmanna eigin viðskipta bankans. Málinu svipar mjög til tveggja annarra markaðsmisnotkunarmála sem sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, höfðaði á hendur stjórnendum í hinum stóru bönkunum tveimur fyrir hrun, Kaupþingi og Landsbankanum. Í báðum tilfellum sættu yfirmenn eigin viðskipta ákæru og voru sakfelldir fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun í bönkunum fyrir hrun. Það vekur því óneitanlega athygli að Magnús Pálmi sé ekki ákærður í því máli sem snýr að Glitni en hann samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða. Magnús var lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og nýtur Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Ekki er sambærileg heimild í lögum um héraðssaksóknara en lögin um sérstakan saksóknara féllu úr gildi þegar héraðssaksóknari tók til starfa um áramót. Eftir því sem Vísir kemst heldur þó samningur um réttarvernd sem gerður var á grundvelli laga um embætti sérstaks saksóknara gildi sínu þó að lögin hafi fallið úr gildi.
Tengdar fréttir Viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka sendur í leyfi vegna ákæru um markaðsmisnotkun Jónas Guðmundsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, er einn af þeim fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir markaðsmisnotkun. 9. mars 2016 15:38 Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun en um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. 9. mars 2016 10:39 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka sendur í leyfi vegna ákæru um markaðsmisnotkun Jónas Guðmundsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, er einn af þeim fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir markaðsmisnotkun. 9. mars 2016 15:38
Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25
Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun en um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. 9. mars 2016 10:39
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34