Bíó og sjónvarp

Leikararnir úr Batman v Superman búa til sínar eigin ofurhetjur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ben Afflec var mjög stoltur af sinni ofurhetju.
Ben Afflec var mjög stoltur af sinni ofurhetju. Mynd/Skjáskot
Leikarar bregða gjarnan á leik til þess að kynna nýjustu myndirnar sýnar og þar er leikarahópurinn úr Batman v Superman engin undantekning. Blaðamenn aandaríska vefmiðilsins Buzzfeed settist niður með leikurum myndarinnar og fékk þá til þess að skapa sína eigin ofurhetju.

Ben Affleck, sem leikur Batman, reið á vaðið og skapaði ofurhetjuna: Mr. Understanding eða Hr. Skilningur

„Draumaofurhetjan mín er mjög tilfinninganæm, góður gaur sem helsti hæfileiki er að taka þátt í líkamsræktarkeppnum og einnig að hjálpa fólki um allan heim til þess að skilja hvert annað,“ sagði Affleck um sína ofurhetju en helsti veikleiki ofurhetju Affleck er sá að hann einum of góður og tilfinninganæmur.

Amy McAdams sem leikur Lois Lane var næst og hún skapaði Husbandman sem líklega mætti þýða á íslensku sem Eiginmannsmaður?

„Ég vil elska mína ofurhetju og þess vegna er hann karlkyns. Styrkleikar hans eru að halda á börnum vegna þess að hann er pabbi og hann þrífur einnig heimilið,“ sagði McAdams um sína ofurhetju.

Henry Cavill sem leikur Superman, Zack Snyder leikstjóri myndarinnar og Gal Gadot sem leikur Wonder Women fengu einnig að spreyta sig líkt og sjá má í myndbandiniu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×