Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar verður rætt við framkvæmdastjóra Mjólkurbúsins KÚ sem segir niðurstöðuna vera dauðadóm yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Í kvöldfréttum verður einnig rætt við Erlu Bolladóttur sem undrast að endurupptökunefnd hinna svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmála skuli enn fresta því að kveða upp úrskurð sinn en búist var við honum í þessum mánuði.

Þá verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur í beinni útsendingu um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Kristján Már Unnarsson leitar að skyldmennum Donalds Trumps á Akranesi og við kynnum okkur áætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að minnka notkun einnota plastpoka fyrir árið 2025 en ráðuneytið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir lítinn metnað í málinu.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×