Óttarr og Tálknafjarðar- heilkennið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. nóvember 2016 07:00 Þegar við Logi voru litlir drengir á Bíldudal stóð okkur stuggur mikill af Tálknfirðingum. Aðallega vegna þess að þeir voru flestir rauðhærðir og freknóttir mjög. Óttuðumst við að draga dám af þeim með of miklu návígi. Við vorum ekki frá því að hafa einmitt fengið allnokkrar freknur eftir síðustu viðureign á Héraðsmótinu. Okkur til varnar má benda á að á þessum tíma var strumpabók ein æði vinsæl en hún fjallaði um svartan strump sem beit hina bláu í dindilinn með þeim afleiðingum að þeir urðu svartir og ljótir. Eins þótti okkur Tálknfirðingar ójafnaðarmenn miklir en þar sáum við ekki plankann í eigin augum því Bílddælingar voru engu blíðari. Um það getur blý eitt vitnað sem er enn undir holdi Loga eftir að bekkjarfélagi hans stakk hann á hol með skriffæri. Hefur hann æ síðan verið góður penni. Svo var það eitt héraðsmótið að við kynntumst Tálknfirðingunum og sáum að þeir voru gæðaskinn. Það voru okkur mikil vonbrigði. Héldum við að Tálknafjarðarheilkennið hefði þá sungið sitt síðasta en brá því illa þegar hálf þjóðin fór á hliðina vegna þess að Óttarr Proppé fór að leika við þá Engeyjarfrændur. Virtust menn óttast að sjá Óttar aldrei framar í grænu og gulu jakkafötunum, þar sem Bjarni hefði bitið hann í dindilinn með þeim afleiðingum að gamli pönkarinn færi eftir það stuttklipptur og smjörgreiddur um bæinn með peninginn í Panama og Hannes Hólmstein í hjarta stað. Engin ástæða reyndist til að óttast enda fær Óttarr hvorki né vill vera með í útvegsspilinu. En af þessu tilefni má geta þess að gott mótefni við Tálknafjarðarheilkenninu er að anda rólega og minnast þess að sagan af svarta strumpinum er uppspuni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Þegar við Logi voru litlir drengir á Bíldudal stóð okkur stuggur mikill af Tálknfirðingum. Aðallega vegna þess að þeir voru flestir rauðhærðir og freknóttir mjög. Óttuðumst við að draga dám af þeim með of miklu návígi. Við vorum ekki frá því að hafa einmitt fengið allnokkrar freknur eftir síðustu viðureign á Héraðsmótinu. Okkur til varnar má benda á að á þessum tíma var strumpabók ein æði vinsæl en hún fjallaði um svartan strump sem beit hina bláu í dindilinn með þeim afleiðingum að þeir urðu svartir og ljótir. Eins þótti okkur Tálknfirðingar ójafnaðarmenn miklir en þar sáum við ekki plankann í eigin augum því Bílddælingar voru engu blíðari. Um það getur blý eitt vitnað sem er enn undir holdi Loga eftir að bekkjarfélagi hans stakk hann á hol með skriffæri. Hefur hann æ síðan verið góður penni. Svo var það eitt héraðsmótið að við kynntumst Tálknfirðingunum og sáum að þeir voru gæðaskinn. Það voru okkur mikil vonbrigði. Héldum við að Tálknafjarðarheilkennið hefði þá sungið sitt síðasta en brá því illa þegar hálf þjóðin fór á hliðina vegna þess að Óttarr Proppé fór að leika við þá Engeyjarfrændur. Virtust menn óttast að sjá Óttar aldrei framar í grænu og gulu jakkafötunum, þar sem Bjarni hefði bitið hann í dindilinn með þeim afleiðingum að gamli pönkarinn færi eftir það stuttklipptur og smjörgreiddur um bæinn með peninginn í Panama og Hannes Hólmstein í hjarta stað. Engin ástæða reyndist til að óttast enda fær Óttarr hvorki né vill vera með í útvegsspilinu. En af þessu tilefni má geta þess að gott mótefni við Tálknafjarðarheilkenninu er að anda rólega og minnast þess að sagan af svarta strumpinum er uppspuni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun