Innlent

Grunur um íkveikju á Ásbrú

Gissur Sigurðsson skrifar
Þegar slökkvilið Suðurnesja kom á vettvang, logaði eldur út um tvo glugga á fyrstu hæð og teygðu eldtungurnar sig upp eftir veggnum og sprengdu rúðu á annarri hæð, en húsið er þriggja hæða.
Þegar slökkvilið Suðurnesja kom á vettvang, logaði eldur út um tvo glugga á fyrstu hæð og teygðu eldtungurnar sig upp eftir veggnum og sprengdu rúðu á annarri hæð, en húsið er þriggja hæða. Vísir/Heiða
Grunur leikur á að kveikt hafi verið í íbúð í fjölbýlishúsi að Ásbrú við Keflavíkurflugvöll í nótt, þar sem verulegt tjón varð, bæði af eldi og einkum reyk, sem barst um allt húsið.

Tilkynning barst um eldinn upp úr klukkan hálf þrjú og þegar slökkvilið Suðurnesja kom á vettvang, logaði eldur út um tvo glugga á fyrstu hæð og teygðu eldtungurnar sig upp eftir veggnum og sprengdu rúðu á annarri hæð, en húsið er þriggja hæða.

Talið er að eldurinn hafi verið búinn að krauma lengi.  Reykkafarar voru þegar sendir inn til að ganga úr skugga um að engin væri í húsinu, en það átti að vera mannlaust, og fannst enginn. Þá voru íbúar í nálægum húsum vaktir upp og sagt að loka öllum gluggum.

Slökkvistarfið gekk vel, en þykkur svartur reykur hafði borist um allt húsið, sem verið er að undirbúa til sölu. Þar sem ekkert rafmagn er á húsinu á meðan verið er að endurnýja raflagnir, kviknaði grunur um íkveikju, en engin sást á vettvangi og er rannsókn málsins á frumstigi, að sögn lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×