Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hvað gerir KR í vetur?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fyrsti þáttur Domino's Körfuboltakvölds var sendur út frá Kex Hostel á föstudaginn var.

Þar hituðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Fannar Ólafsson, Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson, upp fyrir tímabilið sem framundan er í Domino's deild karla.

Meðal þess sem strákarnir skeggræddu var lið KR og möguleikar þeirra í vetur. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Íslandsmeistaranna en Michael Craion, Helgi Már Magnússon og Björn Kristjánsson eru horfnir á braut. Í staðinn hefur KR fengið Jón Arnór Stefánsson en óvíst er hvenær hann byrjar að spila með liðinu. Þá nær KR sér væntanlega í bandarískan leikmann.

„Jón Arnór má hvíla sig fram í mars og mæta þá. Þetta er ekkert mál,“ sagði Fannar. Kristinn var ekki sammála þessari fullyrðingu miðherjans gamla.

„Þannig að Craion dettur út úr liðinu og það er ekkert mál. Á hvaða plánetu búum við?“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má svo sjá upphitunarþáttinn í heild sinni.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×