Knattspyrnumarkvörðurinn Abel Dhaira var jarðsettur í Úganda í dag.
Abel lést á Landspítalanum þann 27. mars síðastliðin eftir baráttu við krabbamein.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari ÍBV, var við útförina eins og sjá má á heimasíðu Knattspyrnusambands Úganda. Heimir fékk Abel til Íslands á sínum tíma.
Útförin var falleg og mættu mörg hundruð manns á hana. Þar á meðal Tonny Mawejje sem lék með Abel hjá ÍBV.
Heimir var við útför Abel í Úganda

Tengdar fréttir

Abel fær viðeigandi jarðarför í Úganda
Formaður knattspyrnudeildar ÍBV segir að undirbúningsvinna sé langt komin.

Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins
Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV.

Abel Dhaira látinn
Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag.

Minningarathöfn um Abel í Vestmannaeyjum
Markvarðarins minnst í Vestmannaeyjum á sunnudag.