Gamalt kjarnorkuver að Tesla bílaverksmiðju? Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 14:48 Fessenheim kjarnorkuverið í Alsace í Frakklandi. Ségoléne Royal sem fer með orkumál fyrir frönsk yfirvöld hefur stungið uppá því við Elon Musk, forstjóra og eiganda Tesla rafbílaframleiðandans, að gamalt kjarnorkuver í Frakklandi gæti hentað ágætlega sem verksmiðja Tesla. Musk er að leita að hentugum stað í Evrópu til að smíða Tesla bíla fyrir Evrópumarkað og á ferð sinni í Frakklandi í janúar viðraði hann þessa ósk sína og að draumastaðsetningin væri í Alsace héraði í Frakklandi vegna landfræðilegrar legu. Kjarnorkuverið er einmitt staðsett í Alsace, svo til mitt á milli Strasbourg og Basel í Sviss. Alsace héraðið á landamæri að bæði Þýskalandi og Sviss og væri því heppilegur dreifingastaður fyrir Tesla bíla. Kjarnorkuverið sem um ræðir er í Fessenheim og til stendur að leggja það niður í ár, enda er það elsta nústarfandi kjarnorkuver í Frakklandi. Einhvern tíma tekur þó að ganga svo frá verinu að hægt verði að breyta því í bílaverksmiðju og það gæti fælt Elon Musk frá þessari tillögu Ségoléne Royal. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent
Ségoléne Royal sem fer með orkumál fyrir frönsk yfirvöld hefur stungið uppá því við Elon Musk, forstjóra og eiganda Tesla rafbílaframleiðandans, að gamalt kjarnorkuver í Frakklandi gæti hentað ágætlega sem verksmiðja Tesla. Musk er að leita að hentugum stað í Evrópu til að smíða Tesla bíla fyrir Evrópumarkað og á ferð sinni í Frakklandi í janúar viðraði hann þessa ósk sína og að draumastaðsetningin væri í Alsace héraði í Frakklandi vegna landfræðilegrar legu. Kjarnorkuverið er einmitt staðsett í Alsace, svo til mitt á milli Strasbourg og Basel í Sviss. Alsace héraðið á landamæri að bæði Þýskalandi og Sviss og væri því heppilegur dreifingastaður fyrir Tesla bíla. Kjarnorkuverið sem um ræðir er í Fessenheim og til stendur að leggja það niður í ár, enda er það elsta nústarfandi kjarnorkuver í Frakklandi. Einhvern tíma tekur þó að ganga svo frá verinu að hægt verði að breyta því í bílaverksmiðju og það gæti fælt Elon Musk frá þessari tillögu Ségoléne Royal.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent