Ssangyong til Bandaríkjanna árið 2019? Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 11:15 SsanYong XLV á bílasýningu. Forstjóri S-kóreska bílaframleiðandans Ssangyong hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið hafi í hyggju að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2019. Ssangyong er fjórði stærsti bílaframleiðandi S-Kóreu og bílar Ssangyong hafa verið til sölu hérlendis hjá Bílabúð Benna og er Musso jeppi Ssangyoung líklega þekktasti bíll þeirra hér á landi. Ssangyong leggur í bílaflóru sinni mikla áherslu á jeppa og jepplinga og rýmar það vel við mikla eftirspurn eftir slíkum bílum í heiminum, ekki síst vestanhafs. Forstjóri Ssangyong sagði að sala bíla í Bandaríkjunum gæti haft úrslitaáhrif á framtíð fyrirtækisins, góður árangur þar gæti fært því nýtt líf en fjarvera á þeim markaði gæti ráðið fyrirtækinu að fullu. Ssangyong er nú í eigu bílaframleiðandans Mahindra á Indlandi og bjargaði Mahindra Ssangyong frá gjaldþroti árið 2011 með kaupum á félaginu. Forstjóri Mahindra hefur ekki úttalað sig um áhugann á Bandaríkjamarkaði og fremur talað um Kína sem lykilmarkað, en þar hefur þó hægst mjög á bílasölu á meðan vöxturinn hefur verið mikill í Bandaríkjunum. Stærsti útflutningsmarkaður Ssangyong hefur verið í Rússlandi undanfarin ár en salan þar hefur minnkað mjög á síðustu árum og gert Ssangyong erfitt um vik að undanförnu. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent
Forstjóri S-kóreska bílaframleiðandans Ssangyong hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið hafi í hyggju að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2019. Ssangyong er fjórði stærsti bílaframleiðandi S-Kóreu og bílar Ssangyong hafa verið til sölu hérlendis hjá Bílabúð Benna og er Musso jeppi Ssangyoung líklega þekktasti bíll þeirra hér á landi. Ssangyong leggur í bílaflóru sinni mikla áherslu á jeppa og jepplinga og rýmar það vel við mikla eftirspurn eftir slíkum bílum í heiminum, ekki síst vestanhafs. Forstjóri Ssangyong sagði að sala bíla í Bandaríkjunum gæti haft úrslitaáhrif á framtíð fyrirtækisins, góður árangur þar gæti fært því nýtt líf en fjarvera á þeim markaði gæti ráðið fyrirtækinu að fullu. Ssangyong er nú í eigu bílaframleiðandans Mahindra á Indlandi og bjargaði Mahindra Ssangyong frá gjaldþroti árið 2011 með kaupum á félaginu. Forstjóri Mahindra hefur ekki úttalað sig um áhugann á Bandaríkjamarkaði og fremur talað um Kína sem lykilmarkað, en þar hefur þó hægst mjög á bílasölu á meðan vöxturinn hefur verið mikill í Bandaríkjunum. Stærsti útflutningsmarkaður Ssangyong hefur verið í Rússlandi undanfarin ár en salan þar hefur minnkað mjög á síðustu árum og gert Ssangyong erfitt um vik að undanförnu.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent