Fiat erfingi laug til um eigið mannrán Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 15:37 Lapo Elkann lifir hátt, en ef til vill of hátt. Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo. Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent
Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo.
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent