Lífið

Blindur hundur með blindrahund

Birta Svavarsdóttir skrifar
Krúttlegur leiðir blindan.
Krúttlegur leiðir blindan. The Fluffy Duo
Vinátta ameríska sleðahundsins Hoshi og pomeranian hundsins Zen er svo sannarlega gjöful.

Þegar Hoshi var ellefu ára gamall var hann svo illa haldinn af gláku að fjarlægja þurfti bæði augu hans, en hann er því blindur. Skömmu fyrir aðgerðina fengu eigendur Hoshi sér þó annan hund og urðu þeir strax hinir mestu mátar.

Nú hjálpar Zen hinum blinda Hoshi að komast leiðar sinnar og er því sannkallaður blindrahundur fyrir blindan hund.

Deila þeir oft ól þegar þeir ganga saman, en jafnvel þó að svo sé ekki gætir Zen þess alltaf að fylgjast náið með blinda vini sínum.

Hægt er að fylgjast með þessum krúttlegu hvuttum á Instagram síðu þeirra, The Fluffy Duo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×