Hæfi og virðing Hafliði Helgason skrifar 7. desember 2016 00:00 Við þingsetningu beindi forseti Íslands skynsamlegum orðum sínum til þingmanna og hvatti þá til að endurheimta traust og virðingu. Undanfarin misseri hafa stoðir ríkisvaldsins mátt búa við minnkandi traust og virðingu. Hið þrískipta ríkisvald hefur sjaldan notið jafn lítillar virðingar. Það er auðvitað slæmt og hlýtur að vera keppikefli stoða samfélagsins að endurheimta virðingu sína á ný. Formaður Dómarafélagsins setti á dögunum ofan í við þingmenn fyrir að veitast að dómstólum úr þingsal og taldi það réttilega draga úr trausti og virðingu sem ekki væri of mikið af fyrir. Dómarar þurfa stundum að sitja þegjandi undir ávirðingum sem sprottnar eru af heitum réttlætistilfinningum og eru órökréttar í ljósi þeirra laga sem þeir eru bundnir af og þurfa að dæma eftir. Því verður erfitt að breyta. Á þessum vettvangi hefur það verið gagnrýnt að í nýjum lögum var dómurum ekki gert skylt að opinbera hagsmuni sína vegna eigna, eins og gert var með þau aukastörf sem þeir taka að sér. Rétt er að halda því til haga að málsaðilar í dómsmálum geta farið fram á að slíkir hagsmunir séu gefnir upp. Fram hefur komið að forseti Hæstaréttar átti verulegan hlut í Íslandsbanka á árunum 2003 til 2007. Á sama tíma dæmdi hann í málum sem voru gegn bankanum. Einnig hefur komið fram að hann setti milljónatugi í eignastýringu þar sem skilgreint var að fjórðungur fjárfestingarinnar færi í innlend hlutabréf. Á þeim tíma voru íslenskir bankar tveir þriðju af heildarverðmæti hlutabréfamarkaðar. Hér skal ekkert fullyrt um hæfi í tilteknum dómsmálum af þessum sökum. Um það munu lögspekingar væntanlega deila og þeir sem hagsmuni hafa af dómum þar sem slíkt gæti verið álitamál. Hæfishugtakið er lögfræðilegt og snýr að lágmarkskröfum. Virðing er af öðrum toga. Virðing getur vissulega fylgt embætti, en hún fölnar fljótt ef sá sem þar situr stendur ekki undir henni. Virðingu öðlast menn heldur ekki af því að uppfylla lágmarksskilyrði, heldur með því að vera prýddir dyggðum umfram það sem almennt eru gerðar kröfur um. Launakjör dómara eru rökstudd með þeim hætti að þeir þurfi í störfum sínum að vera fjárhagslega sjálfstæðir og lausir við freistnivanda. Þeim eru búin ágæt starfskjör og eftirlaun. Þeir eru auðvitað fólk og í tengslum við fjölskyldu og vini og geta af þeim sökum haft hagsmuni sem þeir eiga þá að gera grein fyrir. Ekki er hægt að sjá að það að eiga lungann af sparifé sínu í einstöku almenningshlutafélagi sé sprottið af neinni nauð. Auðvelt er að selja slík bréf. Opin skráning eignahagsmuna er til þess fallin að dómarar vandi sig. Það væri skref í átt að því að auka virðingu æðsta dómstóls landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þingsetningu beindi forseti Íslands skynsamlegum orðum sínum til þingmanna og hvatti þá til að endurheimta traust og virðingu. Undanfarin misseri hafa stoðir ríkisvaldsins mátt búa við minnkandi traust og virðingu. Hið þrískipta ríkisvald hefur sjaldan notið jafn lítillar virðingar. Það er auðvitað slæmt og hlýtur að vera keppikefli stoða samfélagsins að endurheimta virðingu sína á ný. Formaður Dómarafélagsins setti á dögunum ofan í við þingmenn fyrir að veitast að dómstólum úr þingsal og taldi það réttilega draga úr trausti og virðingu sem ekki væri of mikið af fyrir. Dómarar þurfa stundum að sitja þegjandi undir ávirðingum sem sprottnar eru af heitum réttlætistilfinningum og eru órökréttar í ljósi þeirra laga sem þeir eru bundnir af og þurfa að dæma eftir. Því verður erfitt að breyta. Á þessum vettvangi hefur það verið gagnrýnt að í nýjum lögum var dómurum ekki gert skylt að opinbera hagsmuni sína vegna eigna, eins og gert var með þau aukastörf sem þeir taka að sér. Rétt er að halda því til haga að málsaðilar í dómsmálum geta farið fram á að slíkir hagsmunir séu gefnir upp. Fram hefur komið að forseti Hæstaréttar átti verulegan hlut í Íslandsbanka á árunum 2003 til 2007. Á sama tíma dæmdi hann í málum sem voru gegn bankanum. Einnig hefur komið fram að hann setti milljónatugi í eignastýringu þar sem skilgreint var að fjórðungur fjárfestingarinnar færi í innlend hlutabréf. Á þeim tíma voru íslenskir bankar tveir þriðju af heildarverðmæti hlutabréfamarkaðar. Hér skal ekkert fullyrt um hæfi í tilteknum dómsmálum af þessum sökum. Um það munu lögspekingar væntanlega deila og þeir sem hagsmuni hafa af dómum þar sem slíkt gæti verið álitamál. Hæfishugtakið er lögfræðilegt og snýr að lágmarkskröfum. Virðing er af öðrum toga. Virðing getur vissulega fylgt embætti, en hún fölnar fljótt ef sá sem þar situr stendur ekki undir henni. Virðingu öðlast menn heldur ekki af því að uppfylla lágmarksskilyrði, heldur með því að vera prýddir dyggðum umfram það sem almennt eru gerðar kröfur um. Launakjör dómara eru rökstudd með þeim hætti að þeir þurfi í störfum sínum að vera fjárhagslega sjálfstæðir og lausir við freistnivanda. Þeim eru búin ágæt starfskjör og eftirlaun. Þeir eru auðvitað fólk og í tengslum við fjölskyldu og vini og geta af þeim sökum haft hagsmuni sem þeir eiga þá að gera grein fyrir. Ekki er hægt að sjá að það að eiga lungann af sparifé sínu í einstöku almenningshlutafélagi sé sprottið af neinni nauð. Auðvelt er að selja slík bréf. Opin skráning eignahagsmuna er til þess fallin að dómarar vandi sig. Það væri skref í átt að því að auka virðingu æðsta dómstóls landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun