VW e-Golf úr 133 í 200 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 09:21 Volkswagen e-Golf rafmagnsbíllinn. Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent