Júlían J.K. Jóhannsson varð í dag Evrópumeistari unglinga í kraftlyftingum 23 ára og yngri í +120kg flokki á Evrópumótinu sem kláraðist á Málaga á Spáni í dag.
Júlían lyfti samtals 1.050 kg en hann tók mest 395 kg í hnébeygju sem er nýtt Íslandsmet unglinga, 290 kg í bekkpressu sem er Íslandsmet í opnum flokki og 365 kg í réttstöðulyftu sem er íslandsmet í opnum flokki.
Þetta kemur fram á heimasíðu Kraftlyftingasambands Íslands. Samanlagður árangur Júlíans er jöfnun á Íslandsmetinu í opnum flokki.
Júlían varð einnig stigahæsti unglingurinn á móti en hann fékk í heildina 577,1 Wilkstig fyrir frammistöðu sína.
Júlían Evrópumeistari
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


