Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur Ó. 3-1 | Þriðja tap Ólsara í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson á Valsvellinum skrifar 3. ágúst 2016 22:45 Kristinn Freyr fagnar öðru marka sinna í kvöld. Mynd/Eyþór Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði tvö marka Vals sem vann góðan 3-1 sigur á Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deild karla í kvöld. Sigurður Egill Lárusson kom Val yfir snemma leiks og Kristinn Freyr jók forystuna með marki úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Ólafsvíkingar náðu að bæta leik sinn í síðari hálfleik og Pontus Nordenberg minnkaði muninn á 65. mínútu. Kristinn Freyr innsiglaði svo sigur Vals stuttu síðar. Þetta var þriðja tap Ólsara í röð en Valur skaust upp í sjötta sætið með sigrinum í kvöld. Bæði lið eru með átján stig, eins og Víkingur Reykjavík sem leikur gegn Stjörnunni á morgun.Af hverju vann Valur? Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Vals. Liðið skoraði tvö mörk og hefði hæglega getað verið búið að skora fleiri þegar flautað var til hálfleiks. Eftir tvo tapleiki í röð virtist lítið sjálfstraust í liði Víkings og heimamenn nýttu sér það með beinskeyttum og hröðum sóknarleik þar sem fremstu menn léku við hvern sinn fingur. Víkingur reyndi lítið sem ekkert á varnarlínu Vals í fyrri hálfleik að auki, slíkir voru yfirburðir Vals. Ekki var sama ákefð í leik Vals í upphafi seinni hálfleiks og gerðist afar fátt þarf til Víkingur minnkaði muninn á 65. mínútu. Í stað þess að fara á taugum blésu Valsmenn til sóknar og náðu aftur tveggja marka forystu aðeins fjórum mínútum síðar og gerðu út um leikinn.Þessir stóðu upp úr Sóknarlína Vals var frábær í fyrri hálfleik. Kristinn Ingi Halldórsson virðist njóta sín vel sem fremsti maður en Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr stálu þó senunni en þeir voru einnig í aðalhlutverki þegar Valur skoraði þriðja mark sitt í seinni hálfleik. Þá lagði Sigurður upp mark Kristins. Miðjan hjá Val réð einnig ferðinni í leiknum og átti Víkingur fá svör við Hauki Pál Sigurðssyni og Kristian Gaarde. Nýr hægri bakvörður Vals, Andreas Albech var einnig öflugur og studdi vel við sóknarleik Vals og hefði hann hreinlega átt að skora í leiknum.Hvað gekk illa? Víkingur hóf leikinn með fimm manna varnarlínu sem réð ekki við neitt. Í hálfleik breytti Ejub Purisevic þjálfari Víkings í fjögurra manna vörn og réð hún mun betur við sóknarmenn Vals. Þessi tilraun Ejub til að slá Val út af laginu fær falleinkunn.Hvað gerist næst? Valur sækir Fylki heim í næstu umferð. Þó fátt bendi til þess að Valur geti blandað sér í titilbaráttu er liðið aðeins fimm stigum frá Evrópusæti. Valur fær því kjörið tækifæri til að færast enn nær henni gegn liðinu í næst neðsta sæti deildarinnar. Víkingur fær ÍBV í heimsókn til Ólafsvíkur sama dag og Valur sækir Fylkir heim, sunnudaginn 7. ágúst. Víkinur hefur tapað þremur leikjum í röð en liðinu hefur gengið mun betur á heimavelli en úti þar sem það hefur náð í 12 af 18 stigum sínum í sumar. Ólafur: Kláruðum þetta vel„Mér fannst við vera með yfirhöndina lungan úr leiknum og kláruðum þetta vel,“ sagði glaðbeittur Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir sigurinn í kvöld. „Í þessum leikjum er það oft þannig að þriðja markið drepur oft leiki eða hleypir þeim í uppnám. Í þessu tilfelli skoruðu þeir þriðja marki.“ Valsmenn brugðust mjög vel við marki Víkings og náðu fljótt aftur tveggja marka forystu og gerðu þá í raun út um leikinn. „Ég var mjög ánægður með hvernig við brugðumst við. Við höfum oft misst það niður þegar við höfum verið 2-1 yfir. „Við erum búnir að vinna aðeins í því að þora að gera hlutina áfram eins og við höfum gert þegar við erum í forystu. Við gerðum það í kvöld,“ sagði Ólafur. Valur náði Víkingi að stigum með sigrinum. Bæði lið með 18 stig, Valur í sætinu fyrir ofan, því sjötta. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur í hvaða sæti við erum. Við erum með 18 stig og nú er næsti leikur og það kemur í ljós hvað gerist þá.“ Ejub: Trúði varla vítadómnum„Við áttum ekki góðan leik, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir refsa okkur og þetta var erfitt eftir annað markið,“ sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir tapið í kvöld. „Við fengum mark á okkur snemma og í kjölfarið víti. Það var erfitt að halda haus eftir það en seinni hálfleikurinn var betri og við komumst inn í leikinn.“ Annað mark Vals kom úr vítaspyrnu og var Ejub ekki viss um að sá dómur hafi verið réttur og eins taldi hann Pape Mamadou Faye eiga að fá víti fyrir Ólsara. „Ég átti erfitt með skilja þetta. Ég þarf að sjá þetta aftur í sjónvarpi. Svona atvik gerast oft í leikjum og svo er það hinum megin þar sem við eigum að fá víti. „Það er best að skoða þetta aftur en það er stórt atriði að hann dæmi svona auðvelt víti fyrir Val og svo ekki hinum megin. Það er erfitt að leika gegn þessu en ég þarf að sjá þetta fyrst í sjónvarpinu. Ég trúði því varla að hann væri að dæma víti,“ sagði Ejub. Ejub sagði ekki á frammistöðu Víkings bætandi með svona ódýru víti og gerði þetta liðinu mjög erfitt fyrir gegn sterku liði Vals. „Frammistaða okkar var ekki góð í fyrri hálfleik og við lentum undir. Það var nógu erfitt svo þeir fái ekki svona víti. Það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir. „Við komumst inn í leikinn en fáum svo mark á okkur aftur. Það gerði þetta mjög erfitt.“ Víkingur hefur nú tapað þremur leikjum í röð og aðeins náði í einn sigur í sex síðustu leikjum sínum. „Við vitum okkar markmið. Þetta hefur ekki gengið vel undanfarið en við þurfum bara að halda haus. Endurskipuleggja okkur aftur og ná einhvers staðar í stig. Vonandi kemur þá sjálfstraust aftur í liðið. Haukur Páll: Sýndum styrk að klára leikinn„Það er vonandi. Við ætluðum bara að hugsa um þennan leik í kvöld og við svo sannarlega gerðum það. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson aðspurður hvort Valur væri nú kominn á skrið. Valsmenn eru komnir í úrslit Borgunarbikarsins og lyftu sér í kvöld í sjötta sæti deildarinnar þar sem liðið er nú fimm stigum frá Evrópusæti. „Mér fannst við hafa töluverða yfirburði, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur mörg færi og markmaðurinn þeirra varði oft mjög vel. Við hefðum getað verið meira yfir í hálfleik. „Þó við fáum svo á okkur mark þá sýnum við styrk og klárum leikinn með þriðja markinu okkar,“ sagði fyrirliði Vals. Valur svaraði marki Víkings mjög fljótt og jók forystuna í tvö mörk aðeins fjórum mínútum eftir að Víkingur opnaði leikinn með marki sínu. „Í leiknum gegn Fjölni féllum við allt of langt niður snemma í seinni hálfleik og það ætluðum við ekki að gera aftur. Við rukum upp í sókn og ætluðum að skora strax aftur og gerðum það.“ Valsmenn leyfa sér ekki að horfa upp töfluna og láta sig dreyma um að ná liðunum fyrir ofan. Í það minnsta viðurkennir Haukur Páll það ekki. „Við horfum bara á næsta leik, gegn Fylki. Ég veit að þetta er ömurlega leiðinlegt svar og allt svoleiðis en við vorum bara komnir í þá stöðu að við þurftum að gleyma töflunni og hversu mörgum stigum við þurfum að ná hér og þar. Bara einbeitta okkur að næsta leik og við gerðum það í kvöld og ætlum að halda áfram með það.vísir/eyþórvísir/eyþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði tvö marka Vals sem vann góðan 3-1 sigur á Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deild karla í kvöld. Sigurður Egill Lárusson kom Val yfir snemma leiks og Kristinn Freyr jók forystuna með marki úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Ólafsvíkingar náðu að bæta leik sinn í síðari hálfleik og Pontus Nordenberg minnkaði muninn á 65. mínútu. Kristinn Freyr innsiglaði svo sigur Vals stuttu síðar. Þetta var þriðja tap Ólsara í röð en Valur skaust upp í sjötta sætið með sigrinum í kvöld. Bæði lið eru með átján stig, eins og Víkingur Reykjavík sem leikur gegn Stjörnunni á morgun.Af hverju vann Valur? Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Vals. Liðið skoraði tvö mörk og hefði hæglega getað verið búið að skora fleiri þegar flautað var til hálfleiks. Eftir tvo tapleiki í röð virtist lítið sjálfstraust í liði Víkings og heimamenn nýttu sér það með beinskeyttum og hröðum sóknarleik þar sem fremstu menn léku við hvern sinn fingur. Víkingur reyndi lítið sem ekkert á varnarlínu Vals í fyrri hálfleik að auki, slíkir voru yfirburðir Vals. Ekki var sama ákefð í leik Vals í upphafi seinni hálfleiks og gerðist afar fátt þarf til Víkingur minnkaði muninn á 65. mínútu. Í stað þess að fara á taugum blésu Valsmenn til sóknar og náðu aftur tveggja marka forystu aðeins fjórum mínútum síðar og gerðu út um leikinn.Þessir stóðu upp úr Sóknarlína Vals var frábær í fyrri hálfleik. Kristinn Ingi Halldórsson virðist njóta sín vel sem fremsti maður en Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr stálu þó senunni en þeir voru einnig í aðalhlutverki þegar Valur skoraði þriðja mark sitt í seinni hálfleik. Þá lagði Sigurður upp mark Kristins. Miðjan hjá Val réð einnig ferðinni í leiknum og átti Víkingur fá svör við Hauki Pál Sigurðssyni og Kristian Gaarde. Nýr hægri bakvörður Vals, Andreas Albech var einnig öflugur og studdi vel við sóknarleik Vals og hefði hann hreinlega átt að skora í leiknum.Hvað gekk illa? Víkingur hóf leikinn með fimm manna varnarlínu sem réð ekki við neitt. Í hálfleik breytti Ejub Purisevic þjálfari Víkings í fjögurra manna vörn og réð hún mun betur við sóknarmenn Vals. Þessi tilraun Ejub til að slá Val út af laginu fær falleinkunn.Hvað gerist næst? Valur sækir Fylki heim í næstu umferð. Þó fátt bendi til þess að Valur geti blandað sér í titilbaráttu er liðið aðeins fimm stigum frá Evrópusæti. Valur fær því kjörið tækifæri til að færast enn nær henni gegn liðinu í næst neðsta sæti deildarinnar. Víkingur fær ÍBV í heimsókn til Ólafsvíkur sama dag og Valur sækir Fylkir heim, sunnudaginn 7. ágúst. Víkinur hefur tapað þremur leikjum í röð en liðinu hefur gengið mun betur á heimavelli en úti þar sem það hefur náð í 12 af 18 stigum sínum í sumar. Ólafur: Kláruðum þetta vel„Mér fannst við vera með yfirhöndina lungan úr leiknum og kláruðum þetta vel,“ sagði glaðbeittur Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir sigurinn í kvöld. „Í þessum leikjum er það oft þannig að þriðja markið drepur oft leiki eða hleypir þeim í uppnám. Í þessu tilfelli skoruðu þeir þriðja marki.“ Valsmenn brugðust mjög vel við marki Víkings og náðu fljótt aftur tveggja marka forystu og gerðu þá í raun út um leikinn. „Ég var mjög ánægður með hvernig við brugðumst við. Við höfum oft misst það niður þegar við höfum verið 2-1 yfir. „Við erum búnir að vinna aðeins í því að þora að gera hlutina áfram eins og við höfum gert þegar við erum í forystu. Við gerðum það í kvöld,“ sagði Ólafur. Valur náði Víkingi að stigum með sigrinum. Bæði lið með 18 stig, Valur í sætinu fyrir ofan, því sjötta. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur í hvaða sæti við erum. Við erum með 18 stig og nú er næsti leikur og það kemur í ljós hvað gerist þá.“ Ejub: Trúði varla vítadómnum„Við áttum ekki góðan leik, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir refsa okkur og þetta var erfitt eftir annað markið,“ sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir tapið í kvöld. „Við fengum mark á okkur snemma og í kjölfarið víti. Það var erfitt að halda haus eftir það en seinni hálfleikurinn var betri og við komumst inn í leikinn.“ Annað mark Vals kom úr vítaspyrnu og var Ejub ekki viss um að sá dómur hafi verið réttur og eins taldi hann Pape Mamadou Faye eiga að fá víti fyrir Ólsara. „Ég átti erfitt með skilja þetta. Ég þarf að sjá þetta aftur í sjónvarpi. Svona atvik gerast oft í leikjum og svo er það hinum megin þar sem við eigum að fá víti. „Það er best að skoða þetta aftur en það er stórt atriði að hann dæmi svona auðvelt víti fyrir Val og svo ekki hinum megin. Það er erfitt að leika gegn þessu en ég þarf að sjá þetta fyrst í sjónvarpinu. Ég trúði því varla að hann væri að dæma víti,“ sagði Ejub. Ejub sagði ekki á frammistöðu Víkings bætandi með svona ódýru víti og gerði þetta liðinu mjög erfitt fyrir gegn sterku liði Vals. „Frammistaða okkar var ekki góð í fyrri hálfleik og við lentum undir. Það var nógu erfitt svo þeir fái ekki svona víti. Það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir. „Við komumst inn í leikinn en fáum svo mark á okkur aftur. Það gerði þetta mjög erfitt.“ Víkingur hefur nú tapað þremur leikjum í röð og aðeins náði í einn sigur í sex síðustu leikjum sínum. „Við vitum okkar markmið. Þetta hefur ekki gengið vel undanfarið en við þurfum bara að halda haus. Endurskipuleggja okkur aftur og ná einhvers staðar í stig. Vonandi kemur þá sjálfstraust aftur í liðið. Haukur Páll: Sýndum styrk að klára leikinn„Það er vonandi. Við ætluðum bara að hugsa um þennan leik í kvöld og við svo sannarlega gerðum það. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson aðspurður hvort Valur væri nú kominn á skrið. Valsmenn eru komnir í úrslit Borgunarbikarsins og lyftu sér í kvöld í sjötta sæti deildarinnar þar sem liðið er nú fimm stigum frá Evrópusæti. „Mér fannst við hafa töluverða yfirburði, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur mörg færi og markmaðurinn þeirra varði oft mjög vel. Við hefðum getað verið meira yfir í hálfleik. „Þó við fáum svo á okkur mark þá sýnum við styrk og klárum leikinn með þriðja markinu okkar,“ sagði fyrirliði Vals. Valur svaraði marki Víkings mjög fljótt og jók forystuna í tvö mörk aðeins fjórum mínútum eftir að Víkingur opnaði leikinn með marki sínu. „Í leiknum gegn Fjölni féllum við allt of langt niður snemma í seinni hálfleik og það ætluðum við ekki að gera aftur. Við rukum upp í sókn og ætluðum að skora strax aftur og gerðum það.“ Valsmenn leyfa sér ekki að horfa upp töfluna og láta sig dreyma um að ná liðunum fyrir ofan. Í það minnsta viðurkennir Haukur Páll það ekki. „Við horfum bara á næsta leik, gegn Fylki. Ég veit að þetta er ömurlega leiðinlegt svar og allt svoleiðis en við vorum bara komnir í þá stöðu að við þurftum að gleyma töflunni og hversu mörgum stigum við þurfum að ná hér og þar. Bara einbeitta okkur að næsta leik og við gerðum það í kvöld og ætlum að halda áfram með það.vísir/eyþórvísir/eyþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira