Sagan Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Hinsegin dagar, menningar- og mannréttindahátíð hinsegin fólks á Íslandi, hófust í gær. Forsíðu Fréttablaðsins prýðir, annað árið í röð, mynd af borgarstjóra, ásamt stjórn hátíðarinnar, að regnbogamála götu fyrir utan eitt helsta kennileiti borgarinnar, Menntaskólann í Reykjavík. Hátíðin, sem nær hápunkti sínum með Gleðigöngunni á laugardag, hefur stækkað ört og er nú orðin ein stærsta útihátíð landsins. Auk þess að safna saman tugþúsundum í samstöðu- og gleðigöngu er öll vikan undirlögð viðburðum af öllu tagi, fjölbreyttum og skemmtilegum og til þess föllnum að höfða til eins margra og mögulegt er. Fyrir þá sem ekki lifa og hrærast í réttindabaráttu samkynhneigðra kann að virðast sem lítið sé eftir til að berjast fyrir. Hér njóta samkynhneigðir að flestu leyti sömu réttinda og aðrir og sá árangur sem náðst hefur í baráttunni hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Það er hins vegar þannig að með breyttum tímum ávinnst ýmislegt en í staðinn taka ný vandamál og áskoranir við, vandamál og áskoranir sem líklegast voru ávallt til staðar en hafa ekki komist að fyrr en nú. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum sitja nefnilega önnur eftir. Réttindi til dæmis trans- og intersexfólks, auk annarra sem tilheyra jaðarhópum hinsegin fólks, eru oft fótum troðin sem byggist ekki síst á vanþekkingu og fordómum. Meira að segja frjálslyndasta fólk sem vill öllum vel þarf að vera í sífelldri endurskoðun á eigin afstöðu, hugmyndafræði og hugsunarhætti. Og árásin í Orlando í Flórída, þar sem 49 einstaklingar voru myrtir á skemmtistað fyrir LBGT fólk fyrir skömmu, minnir okkur á að víðsvegar þarf hinsegin fólk að lifa við ofbeldi, kerfisbundið misrétti, fordóma, einelti, skert atvinnuöryggi og lífshættu. Það er því miður ekki svo langt síðan Íslendingar voru meðal þeirra þjóða sem komu fram við samkynhneigða með þessum hætti. Leiðin þangað sem við erum þó komin er vörðuð þöggun, einelti, ofbeldi og skömm. Þema hátíðarinnar í ár er sagan okkar – saga hinsegin fólks. Í tímariti Hinsegin daga segir í opnunarbréfi stjórnar að þrátt fyrir að saga hinsegin fólks hafi ekki verið skráð nema að litlu leyti, búi hún innra með okkur, sér í lagi þeim sem eldri eru. „Sagan okkar verður til þegar þessi orð eru skrifuð og lesin og það er á okkar ábyrgð að feta hinn vandrataða milliveg milli fortíðar og framtíðar; læra af því sem gerst hefur og reyna um leið að sjá fyrir hvað mun hafa farsælust áhrif á framtíðina og þjóna hinsegin fólki samtímans sem best.“ Það verður ekki annað séð en að sagan af baráttu hinsegin fólks, af öllum stærðum og gerðum, sé rétt að byrja. Það er vel. Það verður barist fyrir virðingu, sýnileika og mannréttindum. Það er sjálfsögð krafa allra að njóta þeirra. Vonandi mun sagan sú hljóta góðan endi. Gleðilega hátíð!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Hinsegin dagar, menningar- og mannréttindahátíð hinsegin fólks á Íslandi, hófust í gær. Forsíðu Fréttablaðsins prýðir, annað árið í röð, mynd af borgarstjóra, ásamt stjórn hátíðarinnar, að regnbogamála götu fyrir utan eitt helsta kennileiti borgarinnar, Menntaskólann í Reykjavík. Hátíðin, sem nær hápunkti sínum með Gleðigöngunni á laugardag, hefur stækkað ört og er nú orðin ein stærsta útihátíð landsins. Auk þess að safna saman tugþúsundum í samstöðu- og gleðigöngu er öll vikan undirlögð viðburðum af öllu tagi, fjölbreyttum og skemmtilegum og til þess föllnum að höfða til eins margra og mögulegt er. Fyrir þá sem ekki lifa og hrærast í réttindabaráttu samkynhneigðra kann að virðast sem lítið sé eftir til að berjast fyrir. Hér njóta samkynhneigðir að flestu leyti sömu réttinda og aðrir og sá árangur sem náðst hefur í baráttunni hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Það er hins vegar þannig að með breyttum tímum ávinnst ýmislegt en í staðinn taka ný vandamál og áskoranir við, vandamál og áskoranir sem líklegast voru ávallt til staðar en hafa ekki komist að fyrr en nú. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum sitja nefnilega önnur eftir. Réttindi til dæmis trans- og intersexfólks, auk annarra sem tilheyra jaðarhópum hinsegin fólks, eru oft fótum troðin sem byggist ekki síst á vanþekkingu og fordómum. Meira að segja frjálslyndasta fólk sem vill öllum vel þarf að vera í sífelldri endurskoðun á eigin afstöðu, hugmyndafræði og hugsunarhætti. Og árásin í Orlando í Flórída, þar sem 49 einstaklingar voru myrtir á skemmtistað fyrir LBGT fólk fyrir skömmu, minnir okkur á að víðsvegar þarf hinsegin fólk að lifa við ofbeldi, kerfisbundið misrétti, fordóma, einelti, skert atvinnuöryggi og lífshættu. Það er því miður ekki svo langt síðan Íslendingar voru meðal þeirra þjóða sem komu fram við samkynhneigða með þessum hætti. Leiðin þangað sem við erum þó komin er vörðuð þöggun, einelti, ofbeldi og skömm. Þema hátíðarinnar í ár er sagan okkar – saga hinsegin fólks. Í tímariti Hinsegin daga segir í opnunarbréfi stjórnar að þrátt fyrir að saga hinsegin fólks hafi ekki verið skráð nema að litlu leyti, búi hún innra með okkur, sér í lagi þeim sem eldri eru. „Sagan okkar verður til þegar þessi orð eru skrifuð og lesin og það er á okkar ábyrgð að feta hinn vandrataða milliveg milli fortíðar og framtíðar; læra af því sem gerst hefur og reyna um leið að sjá fyrir hvað mun hafa farsælust áhrif á framtíðina og þjóna hinsegin fólki samtímans sem best.“ Það verður ekki annað séð en að sagan af baráttu hinsegin fólks, af öllum stærðum og gerðum, sé rétt að byrja. Það er vel. Það verður barist fyrir virðingu, sýnileika og mannréttindum. Það er sjálfsögð krafa allra að njóta þeirra. Vonandi mun sagan sú hljóta góðan endi. Gleðilega hátíð!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun