Dekkjaþjófur varð undir bílnum og lést Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 10:41 Bíllinn sem þjófurinn ætlaði að stela dekkjunum undan var af gerðinni GMC Yukon. Það var ekki fögur aðkoman á bílasölu einni í Ohio í Bandaríkjunum um daginn en undir einum bílnum sem þar var til sölu lá maður sem greinilega hafði verið að stela dekkjum hans. Ekki vildi betur til en að tjakkur sá sem hann notaði við að nappa dekkjunum féll um koll og við það kramdist þjófurinn undir bílnum, en hann var jeppi af þyngri gerðinni. Þjófurinn hafði verið látinn í nokkurn tíma er hann loks fannst. Starfsmenn bílasölunnar sáu að þjófurinn, sem var 43 ára karlmaður, var búinn að fjarlægja eitt af dekkjum bílsins og hafði verið í óða önn að losa annað dekk þegar bíllinn hrundi á hann. Þetta óheppilega dauðsfall ætti að vera öðrum í sömu hugleiðingum lærdómur um rétt vinnubrögð. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Það var ekki fögur aðkoman á bílasölu einni í Ohio í Bandaríkjunum um daginn en undir einum bílnum sem þar var til sölu lá maður sem greinilega hafði verið að stela dekkjum hans. Ekki vildi betur til en að tjakkur sá sem hann notaði við að nappa dekkjunum féll um koll og við það kramdist þjófurinn undir bílnum, en hann var jeppi af þyngri gerðinni. Þjófurinn hafði verið látinn í nokkurn tíma er hann loks fannst. Starfsmenn bílasölunnar sáu að þjófurinn, sem var 43 ára karlmaður, var búinn að fjarlægja eitt af dekkjum bílsins og hafði verið í óða önn að losa annað dekk þegar bíllinn hrundi á hann. Þetta óheppilega dauðsfall ætti að vera öðrum í sömu hugleiðingum lærdómur um rétt vinnubrögð.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent