Tara verður með reglulega förðunarmyndbönd inni á Lífinu á næstunni.
„Nú er ein skemmtilegasta og litríkasta hátíð ársins næstu helgi, GAYPRIDE. Þetta er einn skemmtilegasti tíminn til þess að farða sig með öllum regnbogans litum í framan. Ég ákvað að gera eyeliner og varir í regnbogalitum. Fyrir þessa förðun er hægt að notast við augnskugga, varaliti, varablýanta, eyelinera eða hvað það sem þið hafið við höndina. Ég notast við Törutrix í myndbandinu til þess að gera förðunina auðveldari fyrir ykkur. Hægt er að gera einungis eyelinerinn eða varirnar, þetta eru bara hugmyndir fyrir ykkur,“ segir Tara með myndbandinu.
Tara útskrifaðist úr tísku- og ljósmyndaförðun frá Snyrtiakademíunni árið 2009 og hefur tekið að sér að farða fyrir ýmsa viðburði, jafnt stóra sem smáa.
Snapchat: Tara_makeupart
Heimasíða: https://www.makemyday.is/
Facebook:https://www.facebook.com/forduntara/
Instagram: makeupart_tara