Lífið

Ásmundur Einar sér ekki eftir að hafa lánað Góa grænu jakkafötin

Atli Ísleifsson skrifar
Grænu jakkafötin eru saumuð úr gömlu gardínuefni.
Grænu jakkafötin eru saumuð úr gömlu gardínuefni. Mynd/Karl Garðarsson/Ásmundur Einar
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, segist á Facebook-síðu sinni ekki sjá eftir að hafa lánað Guðjóni Davíð Karlssyni leikara grænu jakkafötin sín við upptökur á Áramótaskaupi Sjónvarpsins. „Gói var flottur,“ segir Ásmundur Einar.

Guðjón Davíð, sem er betur þekktur sem Gói, fór með hlutverk þingmannsins þar sem gys var gert að flugferð Ásmundar Einars þar sem hann kastaði upp. Atvikið vakti mikið umtal og var mikið fjallað um það á samfélagsmiðlunum undir kassamerkinu #ásiaðfásér.

Sjá einnig:Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju

Ásmundur Einar klæddist jakkafötunum á flokksþingshófi Framsóknarflokksins sem haldið var í apríl síðastliðinn. Voru þau saumuð úr grænu gardínuefni, að eigin sögn. „Þau eru saumuð erlendis úr fallegu gardínuefni,“ sagði hann þegar hann ræddi við Vísi um fötin á sínum tíma.

Ásmundur sagðist sjálfur hafa hannað fötin. „Þetta var nú bara til gamans gert.“

Hann sagði að fötin hafi hann notað í fyrsta sinn á þingflokkshófinu en þau hafi þó ekki verið saumuð sérstaklega fyrir viðburðinn. „Þetta er nú bara hluti af fötum í einkasafni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×