Lífið

M*A*S*H leikari látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Rogers fékk stjörnu tileinkaða sér á Hollywood Walk of Fame árið 2005.
Rogers fékk stjörnu tileinkaða sér á Hollywood Walk of Fame árið 2005. Vísir/AFP
Bandaríski leikarinn Wayne Rogers, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem Dr. John „Trapper“ McIntyre í sjónvarpsþáttunum M*A*S*H, er látinn, 82 ára að aldri.

Leikarinn lést á gamlársdag eftir að hafa glímt við lungnabólgu um nokkurt skeið.

Rogers lék í þáttunum M*A*S*H á árunum 1972 til 1975 en þar sagði frá herlæknum að störfum í Kóreustríðinu. Alls urðu þáttaraðirnar tíu talsins.

Rogers fékk stjörnu tileinkaða sér á Hollywood Walk of Fame árið 2005.

Hann fæddist í Alabama-ríki árið 1933, og starfaði í bandaríska sjóhernum áður en hann gerðist leikari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×