Parið gekk eftirminnilega í það heilaga í Las Vegas þann 17. september og greindi Lífið ítarlega frá brúðkaupinu. Síðastliðin sunnudag var Valentínusardagurinn um heim allan og okkar maður Rich Piana var ekkert að eyða tímanum í vitleysu þann dag.
Þau skelltu sér á Outback steakhouse og fengu sér steik í matinn. Þegar þau gengu út af staðnum var glænýr bleikur Mercedes-Benz mættur fyrir utan staðinn og fékk Sara hina fullkomnu Valentínusargjöf.
Atriðið með bílinn hefst eftir 20:00 mínútur af myndbandinu.