Lífið

Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal

Birgir Olgeirsson skrifar
Jimmy Page.
Jimmy Page. Vísir/EPA
Gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Led ZeppelinJimmy Page, uppljóstraði nýrri vitneskju um hvernig lagið Stairway to Heaven varð til sem kollvarpar fyrri hugmyndum sem voru uppi um tilurð þess.

Nú standa yfir réttarhöld þar sem þeir Jimmy Page og Robert Plant, söngvari Led Zeppelin, eru sakaðir um að hafa stolið úr lagi bandarísku hljómsveitarinnar SpiritTaurus, þegar þeir sömdu Stairway To Heaven.

Page gaf skýrslu í dómsal á öðrum degi réttarhaldanna í gær en fjölmiðlar ytra segja ekkert hafa komið fram í máli hans sem styður kröfu hljómsveitarinnar Spirit.

Hins vegar sagði Page frá tilurð Stairway To Heaven en í 45 ár hefur sú saga verið sögð að lagið hafi verið samið við arineld í sveitabænum Bron-Yr-Aur í velsku fjöllunum þar sem fjölskylda Plants fór oft í frí þegar hann var drengur. 

Hefur þessi saga gert Bron-Yr-Aur að vinsælum áfangastað fyrir aðdáendur sveitarinnar.

Við réttarhöldin var spilað gamalt viðtal við Page þar sem hann sagði þessa sögu svona en þegar gengið var á hann sagði hann þetta ekki vera rétt.

Sagðist hann hafa samið byrjunina einn og að hann hefði leyft félögum sínum í bandinu að heyra það í fyrsta skiptið í Headley Grange-hljóðverinu í Hampshire

Hægt er að bera þessi tvö lög saman sem um er deilt hér fyrir neðan: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×