Þýskaland hótar að banna sölu bíla Fiat Chrysler vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 10:16 Er Fiat Chrysler í djúpum skít líkt og Volkswagen vegna dísilvélasvindls? Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent