Kalifornía setur milliakreinaakstur í lög Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 11:22 Nú er þetta löglegt fyrir mótorhjólamenn. Kalifornía er fyrsta fylkið í Bandaríkjunum til að lögleiða milliakreinaakstur en í gær samþykkti fylkisþing Kaliforníu lagatillögu sem felur þjóðvegaeftirlitinu að útfæra hvernig best megi bera sig að við akstur mótorhjóla milli akreina. Hingað til hefur milliaksreinaakstur verið á gráu svæði í Bandaríkjunum, hvorki löglegur né ólöglegur og lögregluyfirvöld hafa látið hann óátalinn. Þjóðvegaeftirlitið gaf út ráðleggingar í fyrra um milliakreinaakstur en borgari mótmælti þeim og sagði þær í trássi við vinnubrögð eftirlitsins hingað til. Það leiddi því til þess að þingmaður Kaliforníufylkis, Bill Quirk lagði fram lagatillöguna og studdi með þeim rökum að lögleiðing myndi minnka mengun og auka öryggi mótorhjólafólks. Upphaflega tillagan miðaðist við að mótorhjól megi aðeins aka 20 km hraðar en ökutækin sem það er að taka framúr og ekki á meiri hraða en 80 km á klst. Tillagan breyttist svo þannig að þjóðvegaeftirlitið myndi sjá um að koma með viðmiðunarreglugerð. Frá þessari breyttu löggjöf var greint á bifhjol.is. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Kalifornía er fyrsta fylkið í Bandaríkjunum til að lögleiða milliakreinaakstur en í gær samþykkti fylkisþing Kaliforníu lagatillögu sem felur þjóðvegaeftirlitinu að útfæra hvernig best megi bera sig að við akstur mótorhjóla milli akreina. Hingað til hefur milliaksreinaakstur verið á gráu svæði í Bandaríkjunum, hvorki löglegur né ólöglegur og lögregluyfirvöld hafa látið hann óátalinn. Þjóðvegaeftirlitið gaf út ráðleggingar í fyrra um milliakreinaakstur en borgari mótmælti þeim og sagði þær í trássi við vinnubrögð eftirlitsins hingað til. Það leiddi því til þess að þingmaður Kaliforníufylkis, Bill Quirk lagði fram lagatillöguna og studdi með þeim rökum að lögleiðing myndi minnka mengun og auka öryggi mótorhjólafólks. Upphaflega tillagan miðaðist við að mótorhjól megi aðeins aka 20 km hraðar en ökutækin sem það er að taka framúr og ekki á meiri hraða en 80 km á klst. Tillagan breyttist svo þannig að þjóðvegaeftirlitið myndi sjá um að koma með viðmiðunarreglugerð. Frá þessari breyttu löggjöf var greint á bifhjol.is.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent