Allt að helmingur nýrra lána Íslandslán Ingvar Haraldsson skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Nærri helmingur nýrra íbúðalána Landsbankans voru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán á fyrstu 6 mánuðum ársins, svokölluð Íslandslán. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði við RÚV á sunnudaginn að til skoðunar væri að banna slík lán. Vinnan byggði meðal annars á tillögum verðtryggingarnefndar sem lagði til að stytta hámarkslánstíma slíkra lána í 25 ár. Íslandsbanki segir 73 prósent allra húsnæðislána hjá bankanum hafa verið verðtryggð á fyrstu þremur mánuðum ársins, og um 31 prósent af lánasafni bankans séu 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Ekki fengust upplýsingar um skiptingu útlána hjá Arion banka.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir nærtækustu skýringuna á vinsældum Íslandslánanna vera að afborganirnar af þeim séu lægri en af öðrum lánum. Þá gæti stundum ákveðins misskilnings um lánaformið, ekki sé einvörðungu við verðtryggingu að sakast því lánin séu yfirleitt jafngreiðslulán. „Með jafngreiðsluláni er greiðslum dreift yfir mjög langan tíma og menn greiða ekki fulla greiðslu af láninu í hvert sinn þannig að hluti af greiðslubyrðinni flyst yfir á höfuðstólinn. Þess vegna eru menn að tala um að þeir borgi og borgi og borgi og sjái samt höfuðstólinn hækka.“ Verðtryggingarnefndin sagði Íslandslánin versta birtingarform verðtryggingar þar sem hætta væri á yfirveðsetningu á fyrri hluta lánstímans og hærri vaxtakostnaði þar sem verðbótum væri velt yfir á höfuðstól. Breki segir hins vegar að ef greitt sé jafn mikið af verðtryggðum jafngreiðslulánum og óverðtryggðum lækki höfuðstóllinn jafn mikið í báðum tilfellum. Þá séu afborganir af óverðtryggðu jafngreiðsluláni nú allt að 50 prósent hærri en af verðtryggðu jafngreiðsluláni. Breki segist mótfallinn því að banna ákveðna lánaflokka. Frekar ætti að fræða almenning um mismunandi tegundir lána og tryggja að fólk skilji hvað felist í að taka lán. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það geta breytt áformum fólks um kaup á húsnæði verði hámarkslánstími verðtryggðra jafngreiðslulána styttur í 25 ár vegna þess hve mikið afborganir af lánum hækki. Sigurður Ingi benti á í samtali við RÚV um helgina að skoða mætti mótvægisaðgerðir fyrir þann hóp sem stytting á hámarkslánstíma kæmi illa við. Ásgeir nefnir að það geti verið skynsamlegt að leyfa ungu fólki sem sé að kaupa litlar íbúðir að taka hin löngu Íslandslán. „Það er allt annað þegar fólk á miðjum aldri er að fjármagna einbýlishús með þeim. Vegna þess að hættan við þessi lán er sú að þú sért ekki að greiða neitt af höfuðstól fyrstu 20 árin, og ef það kemur verðbólga færist það á höfuðstólinn, þannig að höfuðstóllinn belgist út við verðbólgu.“ Hluti Framsóknarflokksins, meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins, hefur talað fyrir því að verðtrygging verði alfarið bönnuð á neytendalánum. „Ég skil ekki hvaða vandamál það leysir og hverjum það á eiginlega að hjálpa,“ segir Ásgeir um bann við öllum verðtryggðum lánum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nærri helmingur nýrra íbúðalána Landsbankans voru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán á fyrstu 6 mánuðum ársins, svokölluð Íslandslán. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði við RÚV á sunnudaginn að til skoðunar væri að banna slík lán. Vinnan byggði meðal annars á tillögum verðtryggingarnefndar sem lagði til að stytta hámarkslánstíma slíkra lána í 25 ár. Íslandsbanki segir 73 prósent allra húsnæðislána hjá bankanum hafa verið verðtryggð á fyrstu þremur mánuðum ársins, og um 31 prósent af lánasafni bankans séu 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Ekki fengust upplýsingar um skiptingu útlána hjá Arion banka.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir nærtækustu skýringuna á vinsældum Íslandslánanna vera að afborganirnar af þeim séu lægri en af öðrum lánum. Þá gæti stundum ákveðins misskilnings um lánaformið, ekki sé einvörðungu við verðtryggingu að sakast því lánin séu yfirleitt jafngreiðslulán. „Með jafngreiðsluláni er greiðslum dreift yfir mjög langan tíma og menn greiða ekki fulla greiðslu af láninu í hvert sinn þannig að hluti af greiðslubyrðinni flyst yfir á höfuðstólinn. Þess vegna eru menn að tala um að þeir borgi og borgi og borgi og sjái samt höfuðstólinn hækka.“ Verðtryggingarnefndin sagði Íslandslánin versta birtingarform verðtryggingar þar sem hætta væri á yfirveðsetningu á fyrri hluta lánstímans og hærri vaxtakostnaði þar sem verðbótum væri velt yfir á höfuðstól. Breki segir hins vegar að ef greitt sé jafn mikið af verðtryggðum jafngreiðslulánum og óverðtryggðum lækki höfuðstóllinn jafn mikið í báðum tilfellum. Þá séu afborganir af óverðtryggðu jafngreiðsluláni nú allt að 50 prósent hærri en af verðtryggðu jafngreiðsluláni. Breki segist mótfallinn því að banna ákveðna lánaflokka. Frekar ætti að fræða almenning um mismunandi tegundir lána og tryggja að fólk skilji hvað felist í að taka lán. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það geta breytt áformum fólks um kaup á húsnæði verði hámarkslánstími verðtryggðra jafngreiðslulána styttur í 25 ár vegna þess hve mikið afborganir af lánum hækki. Sigurður Ingi benti á í samtali við RÚV um helgina að skoða mætti mótvægisaðgerðir fyrir þann hóp sem stytting á hámarkslánstíma kæmi illa við. Ásgeir nefnir að það geti verið skynsamlegt að leyfa ungu fólki sem sé að kaupa litlar íbúðir að taka hin löngu Íslandslán. „Það er allt annað þegar fólk á miðjum aldri er að fjármagna einbýlishús með þeim. Vegna þess að hættan við þessi lán er sú að þú sért ekki að greiða neitt af höfuðstól fyrstu 20 árin, og ef það kemur verðbólga færist það á höfuðstólinn, þannig að höfuðstóllinn belgist út við verðbólgu.“ Hluti Framsóknarflokksins, meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins, hefur talað fyrir því að verðtrygging verði alfarið bönnuð á neytendalánum. „Ég skil ekki hvaða vandamál það leysir og hverjum það á eiginlega að hjálpa,“ segir Ásgeir um bann við öllum verðtryggðum lánum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira