Hyundai Ionic í þremur útgáfum í Genf Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2016 13:14 Hyundai Ionic þríeykið. Hyundai ætlar að kynna glænýjan bíl á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar og það í þremur útfærslum. Í fyrsta lagi er um að ræða hreinræktaðan rafmagnsbíl, en hann verður einnig sýndur sem tvinnbíll og tengiltvinnbíll. Þessi Ionic bíll markar tímamót hjá Hyundai þar sem þar fer fyrsti bíllinn sem sérstaklega er hannaður fyrir þessar umhverfisvænu útfærslur en fram að þessu hefur Hyundai aðeins boðið slíka bíla sem útfærslur annarra bíla fyrirtækisins sem eru upprunanlega með brunavélar, svo sem eins og Santa Fe Hybrid. Ionic Hybrid kemur með 1,6 lítra bensínvél, 105 hestafla auk 44 hestafla rafmótor og þannig útbúinn mengar hann aðeins 79 grömm af CO2 á hvern kílómetra. Ionic Plug-In-Hybrid, eða tengitvinnbíllinn, kemst 50 kílómetra á rafmagninu eingöngu og í honum er 61 hestafla rafmótor sem vinnur með sömu 1,6 lítra bensínvél og uppgefin mengun hans er 32 g/km. Ionic rafmagnsbíllinn kemst 250 kílómetra á fullri hleðslu rafmagns og rafmótorar hans eru 120 hestöfl. Allir bílarnir eru með vindmótsstuðulinn Cd 0,24 og kljúfa þeir því loftið vel. Þá má fá með margháttuðum öryggisbúnaði, svo sem sjálfvirkri hemlum við aðsteðjandi hættu, blindpunktsviðvörun, akgreinaskiptaviðvörun og hraðabreytanlega skriðstýringu. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent
Hyundai ætlar að kynna glænýjan bíl á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar og það í þremur útfærslum. Í fyrsta lagi er um að ræða hreinræktaðan rafmagnsbíl, en hann verður einnig sýndur sem tvinnbíll og tengiltvinnbíll. Þessi Ionic bíll markar tímamót hjá Hyundai þar sem þar fer fyrsti bíllinn sem sérstaklega er hannaður fyrir þessar umhverfisvænu útfærslur en fram að þessu hefur Hyundai aðeins boðið slíka bíla sem útfærslur annarra bíla fyrirtækisins sem eru upprunanlega með brunavélar, svo sem eins og Santa Fe Hybrid. Ionic Hybrid kemur með 1,6 lítra bensínvél, 105 hestafla auk 44 hestafla rafmótor og þannig útbúinn mengar hann aðeins 79 grömm af CO2 á hvern kílómetra. Ionic Plug-In-Hybrid, eða tengitvinnbíllinn, kemst 50 kílómetra á rafmagninu eingöngu og í honum er 61 hestafla rafmótor sem vinnur með sömu 1,6 lítra bensínvél og uppgefin mengun hans er 32 g/km. Ionic rafmagnsbíllinn kemst 250 kílómetra á fullri hleðslu rafmagns og rafmótorar hans eru 120 hestöfl. Allir bílarnir eru með vindmótsstuðulinn Cd 0,24 og kljúfa þeir því loftið vel. Þá má fá með margháttuðum öryggisbúnaði, svo sem sjálfvirkri hemlum við aðsteðjandi hættu, blindpunktsviðvörun, akgreinaskiptaviðvörun og hraðabreytanlega skriðstýringu.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent