Biggi á Airwaves: Leiðinlegur listapoppari, fallegasta bumba í heimi og frumraun Aron Can á Airwaves Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. nóvember 2016 16:00 Greinahöfundur í miðjum Airwaves-frumskógi. Vísir/Andri Marinó Líf sálfræðinema og rithöfundar er ekki stanslaust partí. Helsti félagsskapurinn eru bækur og tölvuskjárinn. Þannig að komast út og fá að anda að sér þeim ferska mann-blæ sem er Iceland Airwaves hátíðin er unaðslegt. Kaótískt og frelsandi. Maður veit aldrei hvað maður er að fara upplifa, hvern maður hittir eða í hvaða aðstæðum maður lendir. Þetta er svolítið eins og 17. júní. Þar sem einangraðir fara loksins út og sjá kunningja með berum augun sem maður sér helst bara á tölvuskjá sínum á samfélagsmiðlum. Það er alltaf smá upplifun að sjá að þetta fólk er enn þá til í raunveruleikanum. „Við vorum að sjá... ööö... hvernig segir maður þetta?“ spyr Sóley Kristjánsdóttir mig í Listasafni Reykjavíkur og bendir á stafina JFDR í dagskrá hátíðarinnar. Ég kem algjörlega af fjöllum. Það gerir Þórunn Antonía líka en leiðir okkur þó nær leyndardómnum. „Æi, þetta er þarna söngkonan úr Samaris,” segir hún. „Jófríður?” spyr ég. „Já! Gátan leyst!” segir Sóley. „Þetta er nafnið hennar án sérhljóða!” Þá átta ég mig á því að ég hefði vel viljað sjá þetta atriði. Nafnabreytingin hennar hafði valdið því að ég missti af henni. Þegar ég hafði séð JFDR á dagskránni hafði það litið skuggalega líkt einhverju sem Jakob Frímann Magnússon myndi kokka upp. „En bíddu... þá vantar eitt R er það ekki?” bendir Sóley réttilega á. Það er eins og tónlistarfólk (og ég er þar meðtalinn) sé haldið einhverri undarlegri feimni við að koma fram undir eigin nafni. Hvað er það? Ég sættist við að hafa misst af Jófríði Ákadóttur um það leyti sem Robbi Chronic kemur af salerninu. „Jæja, stelpur,” segir hann eitursvalur. „Það er hip hop á Nasa.” Stelpurnar veifa til mín á leiðinni út.Julia Holter með saxófónleikarann sér við hlið.Vísir/Andri MarinóJulia Holter Ég er kominn á Listasafnið til þess að sjá amerísku söngkonuna Juliu Holter. Hún er í miklu uppáhaldi hjá blaðamönnum Pitchfork.com sem er stafræn miðstöð tónlistargrúskrara um allan heim. Julia gaf nýverið út plötuna Have You In My Wilderness sem fékk prýðisdóma víðs vegar. Á sviði Listasafnsins stendur hún við hljómborðið með trommara, kontrabassaleikara, fiðluleikara og saxófónleikara sér til halds og trausts. Ég finn félaga mína úr Maus og set mig í stellingar fyrir listapoppið. Julia spilar út helsta slagaranum sínum, Feel You, nánast strax. Fínasta lag en viðkvæmur hljóðheimur Juliu hentar staðnum illa. Það er alltaf mikill endurómur þarna í steypukassanum og þar af leiðandi virðast tónlistarmenn sem keyra ekki á fullum styrk alltaf njóta sín frekar illa. Á fjórða lagi man ég skyndilega hversu slæm hugmynd það er að hafa saxófónleikara með sér í hljómsveit. Allt í lagi að bjóða því hljóðfæri í heimsókn í eitt, kannski tvö lög. En aldrei meira en það. Ekki bætir úr sök að tónlist Juliu kallar á hengirúm og kertaljós en mig langar í eitthvað meira stuð. Segjum bara eins og er; Julia Holter er drepleiðinleg. Algjört snooze-fest.Kött Grá Pje var með stærðarinnar lók teiknaðan á bakið.Vísir/Andri MarinóMögnuð bumba á Nasa „Þetta er mögnuð bumba,” segi ég við Skarphéðinn Guðmundsson við mixerinn á Nasa. Við erum að horfa á vin minn Kött Grá Pjé sem er sigra staðinn ber að ofan með stærðarinnar lók teiknaðan á bakið. Eða ég ætla að vona að þetta sé ekki nýja tattúið hans. „Já, þetta er svona listamannabumba,” svarar Skarpi. „Hann er algjörlega mjór alls staðar annars staðar. Það er eins og hann sé fallega óléttur.” „Enda skapandi maður,” segi ég. Með Atla Sigþórssyni (eða Kött Grá Pjé) á sviðinu er Heimir Björnsson rappari. Við dáumst af því hvað Akureyrarappið hefur náð að standast tímans tönn. Erum báðir sammála um að Illgresið, sem Skytturnar gáfu út árið 2001 og inniheldur lög með báðum þessum drengjum, sé enn með betri rappplötum Íslandssögunnar. Gaman að sjá Atla ná blóma á fertugsaldri eftir að hafa haldið sínu striki í rúman áratug. Vá, hvað er gott að koma aftur inn á Nasa eftir þessa fáránlegu lokun, hugsa ég. Þetta er eins og að koma aftur á æskuheimilið sitt eftir að hafa flutt burt. Án efa einn besti tónleikastaður landsins.Aron Can hefur einkennandi stíl og dettur vel inn í tónlistina á sviðinu.Vísir/Andri MarinóAron Can Rétt áður en Aron Can (borið fram Aron Tsjan) byrjar mætir Dr. Páll Ragnar Pálsson félagi minn úr Maus á svæðið. Við erum báðir spenntir að sjá þessa Airwaves-frumraun ungstirnisins. Sjaldan eða aldrei hefur jafn efnilegur rappari skotist inn á sjónarsviðið með jafn miklu hraði. Fyrir hálfu ári vissi enginn hver hann var. Í dag er varla að finna 7-40 ára einstakling sem kannast ekki við lagið Engan mórall. Hann náði beint til breiðs hóps tónlistaráhugamanna. Eitthvað sem hefði ekki verið hægt að gera fyrir tíma internetsins. Hinn 16 ára rappari er yngri en sjálf Airwaves hátíðin en þegar hann stígur á svið er eins og hann hafi aldrei átt heima neins staðar annars staðar. Það er því þónokkur bömmer fyrir hann og gesti staðarins þegar hljóðveitan hans ákveður skyndilega í miðju fyrsta lagi að gefa frá sér háværa skruðninga sem yfirgnæfa bæði hann og undirspilið. „Hvað í fokkanum er í gangi,” hrópar Aron Can í hljóðnemann áður en hann rýkur af sviðinu. Í fjarveru hans mæta hljóðmennirnir upp á svið og hjálpa DJ-inum hans að skipta um snúru. Svo er allt keyrt í gang aftur. Það er augljóst að Aron Can ætlar hér að „sigra mótið” eins og hann orðar það. Hann mætir á svæðið með fyrirtaks vídjóskreytingar í bakgrunni og það verður að viðurkennast að það vantar ekkert upp á sviðsframkomu piltsins. Hann hefur mjög einkennandi stíl sem rappari og dettur það vel inn í tónlistina á sviðinu að það er eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Það fer ekki á milli mála að hér er gífurlegur efniviður á ferð. Gallinn er hins vegar sá að Aron er nýgræðingur og það verður deginum ljósara á þessu 30 mínútna setti. Lögin eru einsleit og slagarana vantar. Það sést vel á áhorfendum sem eru frekar rólegir yfir allt giggið, eða þar til hann tekur eina slagarann sinn í lokinn. Hann er auðvitað það ungur að hann þekkir eflaust ekki hugtakið „Cher-effektinn” sem er notað yfir auto-tune raddblendilinn sem Drake ofnotar í lögum sínum og lætur hann hljóma eins og vélmenni. Aron hefur því engar minningar um þann tíma þegar það blæbrigði komst í tísku og hvarf jafn skyndilega og það birtist fyrir aldarmótin. Í fyrstu lögunum notar hann það óspart sem veldur því að ég fer að velta því fyrir mér hvort hann haldi yfir höfuð tóni. Til allrar lukku, þegar hann slekkur loksins á effektnum er augljóst að svo sé. Aron Can bæði flæðir vel og heldur góðum tóni. Með auknum þroska, þegar textarnir verða innihaldsríkari og orðaskil verða greinilegri, mun hann hafa allt sem þarf til þess að verða stjarna. Fyrst þarf hann að brjótast sig lausan frá einsleitum moll-lagasmíðum sínum og safna í slagarabankann. Ef Aron heldur áfram á þessari braut gæti hann einn góðan veðurdag jafnvel hirt rapp-krúnuna af höfði Emmsjé Gauta en höfum það á hreinu að hann á enn 2-3 ára vinnu eftir í það.Belgíski rapparinn Baloji spilaði skemmtilega blöndu af afrískum tónum og hiphoppi.Vísir/Andri MarinóÞakklætisvottur og belgískt afríkans-rapp Eftir að Aron Can lýkur sér af rekst ég á Sigtrygg Baldursson Sykurmola. Ég þakka þeim góða manni fyrir leik sinn og störf í gegnum árin með því að splæsa á hann bjór um það leyti sem belgíski rapparinn Baloji fer á svið. Sá leikur skemmtilega blöndu af afrískum tónum og hiphoppi. Það lifnar yfir tónleikagestum sem fá loksins að stíga danssporin. Lífið er ljúft. Gleðilega hátíð. Airwaves Tengdar fréttir Biggi á Airwaves: „Pabbi, er Emmsjé Gauti mannæta?“ Við dóttir mín erum á þeytingi í gegnum rigninguna í Vesturbænum. Það er þegar orðið dimmt enda klukkan er að verða sex. Uppáhaldið okkar, Emmsjé Gauti, er við það að hefja fyrstu off venue tónleika sína á þessari Airwaveshátíð á Kaffi Vest. 3. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Líf sálfræðinema og rithöfundar er ekki stanslaust partí. Helsti félagsskapurinn eru bækur og tölvuskjárinn. Þannig að komast út og fá að anda að sér þeim ferska mann-blæ sem er Iceland Airwaves hátíðin er unaðslegt. Kaótískt og frelsandi. Maður veit aldrei hvað maður er að fara upplifa, hvern maður hittir eða í hvaða aðstæðum maður lendir. Þetta er svolítið eins og 17. júní. Þar sem einangraðir fara loksins út og sjá kunningja með berum augun sem maður sér helst bara á tölvuskjá sínum á samfélagsmiðlum. Það er alltaf smá upplifun að sjá að þetta fólk er enn þá til í raunveruleikanum. „Við vorum að sjá... ööö... hvernig segir maður þetta?“ spyr Sóley Kristjánsdóttir mig í Listasafni Reykjavíkur og bendir á stafina JFDR í dagskrá hátíðarinnar. Ég kem algjörlega af fjöllum. Það gerir Þórunn Antonía líka en leiðir okkur þó nær leyndardómnum. „Æi, þetta er þarna söngkonan úr Samaris,” segir hún. „Jófríður?” spyr ég. „Já! Gátan leyst!” segir Sóley. „Þetta er nafnið hennar án sérhljóða!” Þá átta ég mig á því að ég hefði vel viljað sjá þetta atriði. Nafnabreytingin hennar hafði valdið því að ég missti af henni. Þegar ég hafði séð JFDR á dagskránni hafði það litið skuggalega líkt einhverju sem Jakob Frímann Magnússon myndi kokka upp. „En bíddu... þá vantar eitt R er það ekki?” bendir Sóley réttilega á. Það er eins og tónlistarfólk (og ég er þar meðtalinn) sé haldið einhverri undarlegri feimni við að koma fram undir eigin nafni. Hvað er það? Ég sættist við að hafa misst af Jófríði Ákadóttur um það leyti sem Robbi Chronic kemur af salerninu. „Jæja, stelpur,” segir hann eitursvalur. „Það er hip hop á Nasa.” Stelpurnar veifa til mín á leiðinni út.Julia Holter með saxófónleikarann sér við hlið.Vísir/Andri MarinóJulia Holter Ég er kominn á Listasafnið til þess að sjá amerísku söngkonuna Juliu Holter. Hún er í miklu uppáhaldi hjá blaðamönnum Pitchfork.com sem er stafræn miðstöð tónlistargrúskrara um allan heim. Julia gaf nýverið út plötuna Have You In My Wilderness sem fékk prýðisdóma víðs vegar. Á sviði Listasafnsins stendur hún við hljómborðið með trommara, kontrabassaleikara, fiðluleikara og saxófónleikara sér til halds og trausts. Ég finn félaga mína úr Maus og set mig í stellingar fyrir listapoppið. Julia spilar út helsta slagaranum sínum, Feel You, nánast strax. Fínasta lag en viðkvæmur hljóðheimur Juliu hentar staðnum illa. Það er alltaf mikill endurómur þarna í steypukassanum og þar af leiðandi virðast tónlistarmenn sem keyra ekki á fullum styrk alltaf njóta sín frekar illa. Á fjórða lagi man ég skyndilega hversu slæm hugmynd það er að hafa saxófónleikara með sér í hljómsveit. Allt í lagi að bjóða því hljóðfæri í heimsókn í eitt, kannski tvö lög. En aldrei meira en það. Ekki bætir úr sök að tónlist Juliu kallar á hengirúm og kertaljós en mig langar í eitthvað meira stuð. Segjum bara eins og er; Julia Holter er drepleiðinleg. Algjört snooze-fest.Kött Grá Pje var með stærðarinnar lók teiknaðan á bakið.Vísir/Andri MarinóMögnuð bumba á Nasa „Þetta er mögnuð bumba,” segi ég við Skarphéðinn Guðmundsson við mixerinn á Nasa. Við erum að horfa á vin minn Kött Grá Pjé sem er sigra staðinn ber að ofan með stærðarinnar lók teiknaðan á bakið. Eða ég ætla að vona að þetta sé ekki nýja tattúið hans. „Já, þetta er svona listamannabumba,” svarar Skarpi. „Hann er algjörlega mjór alls staðar annars staðar. Það er eins og hann sé fallega óléttur.” „Enda skapandi maður,” segi ég. Með Atla Sigþórssyni (eða Kött Grá Pjé) á sviðinu er Heimir Björnsson rappari. Við dáumst af því hvað Akureyrarappið hefur náð að standast tímans tönn. Erum báðir sammála um að Illgresið, sem Skytturnar gáfu út árið 2001 og inniheldur lög með báðum þessum drengjum, sé enn með betri rappplötum Íslandssögunnar. Gaman að sjá Atla ná blóma á fertugsaldri eftir að hafa haldið sínu striki í rúman áratug. Vá, hvað er gott að koma aftur inn á Nasa eftir þessa fáránlegu lokun, hugsa ég. Þetta er eins og að koma aftur á æskuheimilið sitt eftir að hafa flutt burt. Án efa einn besti tónleikastaður landsins.Aron Can hefur einkennandi stíl og dettur vel inn í tónlistina á sviðinu.Vísir/Andri MarinóAron Can Rétt áður en Aron Can (borið fram Aron Tsjan) byrjar mætir Dr. Páll Ragnar Pálsson félagi minn úr Maus á svæðið. Við erum báðir spenntir að sjá þessa Airwaves-frumraun ungstirnisins. Sjaldan eða aldrei hefur jafn efnilegur rappari skotist inn á sjónarsviðið með jafn miklu hraði. Fyrir hálfu ári vissi enginn hver hann var. Í dag er varla að finna 7-40 ára einstakling sem kannast ekki við lagið Engan mórall. Hann náði beint til breiðs hóps tónlistaráhugamanna. Eitthvað sem hefði ekki verið hægt að gera fyrir tíma internetsins. Hinn 16 ára rappari er yngri en sjálf Airwaves hátíðin en þegar hann stígur á svið er eins og hann hafi aldrei átt heima neins staðar annars staðar. Það er því þónokkur bömmer fyrir hann og gesti staðarins þegar hljóðveitan hans ákveður skyndilega í miðju fyrsta lagi að gefa frá sér háværa skruðninga sem yfirgnæfa bæði hann og undirspilið. „Hvað í fokkanum er í gangi,” hrópar Aron Can í hljóðnemann áður en hann rýkur af sviðinu. Í fjarveru hans mæta hljóðmennirnir upp á svið og hjálpa DJ-inum hans að skipta um snúru. Svo er allt keyrt í gang aftur. Það er augljóst að Aron Can ætlar hér að „sigra mótið” eins og hann orðar það. Hann mætir á svæðið með fyrirtaks vídjóskreytingar í bakgrunni og það verður að viðurkennast að það vantar ekkert upp á sviðsframkomu piltsins. Hann hefur mjög einkennandi stíl sem rappari og dettur það vel inn í tónlistina á sviðinu að það er eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Það fer ekki á milli mála að hér er gífurlegur efniviður á ferð. Gallinn er hins vegar sá að Aron er nýgræðingur og það verður deginum ljósara á þessu 30 mínútna setti. Lögin eru einsleit og slagarana vantar. Það sést vel á áhorfendum sem eru frekar rólegir yfir allt giggið, eða þar til hann tekur eina slagarann sinn í lokinn. Hann er auðvitað það ungur að hann þekkir eflaust ekki hugtakið „Cher-effektinn” sem er notað yfir auto-tune raddblendilinn sem Drake ofnotar í lögum sínum og lætur hann hljóma eins og vélmenni. Aron hefur því engar minningar um þann tíma þegar það blæbrigði komst í tísku og hvarf jafn skyndilega og það birtist fyrir aldarmótin. Í fyrstu lögunum notar hann það óspart sem veldur því að ég fer að velta því fyrir mér hvort hann haldi yfir höfuð tóni. Til allrar lukku, þegar hann slekkur loksins á effektnum er augljóst að svo sé. Aron Can bæði flæðir vel og heldur góðum tóni. Með auknum þroska, þegar textarnir verða innihaldsríkari og orðaskil verða greinilegri, mun hann hafa allt sem þarf til þess að verða stjarna. Fyrst þarf hann að brjótast sig lausan frá einsleitum moll-lagasmíðum sínum og safna í slagarabankann. Ef Aron heldur áfram á þessari braut gæti hann einn góðan veðurdag jafnvel hirt rapp-krúnuna af höfði Emmsjé Gauta en höfum það á hreinu að hann á enn 2-3 ára vinnu eftir í það.Belgíski rapparinn Baloji spilaði skemmtilega blöndu af afrískum tónum og hiphoppi.Vísir/Andri MarinóÞakklætisvottur og belgískt afríkans-rapp Eftir að Aron Can lýkur sér af rekst ég á Sigtrygg Baldursson Sykurmola. Ég þakka þeim góða manni fyrir leik sinn og störf í gegnum árin með því að splæsa á hann bjór um það leyti sem belgíski rapparinn Baloji fer á svið. Sá leikur skemmtilega blöndu af afrískum tónum og hiphoppi. Það lifnar yfir tónleikagestum sem fá loksins að stíga danssporin. Lífið er ljúft. Gleðilega hátíð.
Airwaves Tengdar fréttir Biggi á Airwaves: „Pabbi, er Emmsjé Gauti mannæta?“ Við dóttir mín erum á þeytingi í gegnum rigninguna í Vesturbænum. Það er þegar orðið dimmt enda klukkan er að verða sex. Uppáhaldið okkar, Emmsjé Gauti, er við það að hefja fyrstu off venue tónleika sína á þessari Airwaveshátíð á Kaffi Vest. 3. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Biggi á Airwaves: „Pabbi, er Emmsjé Gauti mannæta?“ Við dóttir mín erum á þeytingi í gegnum rigninguna í Vesturbænum. Það er þegar orðið dimmt enda klukkan er að verða sex. Uppáhaldið okkar, Emmsjé Gauti, er við það að hefja fyrstu off venue tónleika sína á þessari Airwaveshátíð á Kaffi Vest. 3. nóvember 2016 13:45