Börnin sem lifa í skugganum Hafliði Helgason skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. Hvar sem fólk stendur á litrófi stjórnmálanna erum við flest þeirrar skoðunar að gott samfélag feli í sér tækifæri til þess að þroska hæfileika sína, sjálfum sér og samfélagi til góðs. Því miður er svo að ýmsir þættir hindra það að hver og einn búi við þær aðstæður að geta fetað góða braut í lífinu. Ástæðurnar eru mismunandi og liggja ekki alltaf í efnislegum gæðum, þótt þau hafi veruleg áhrif. Rauði krossinn gaf út skýrsluna Fólkið í skugganum sem er skýrsla um stöðu þeirra lakast settu. Skýrslan er þarft innlegg í að vekja athygli á stöðu hóps sem ekki á sér háværa málsvara. Samkvæmt skýrslunni búa tvö prósent þjóðarinnar við alvarlegan skort. Þeir helstu sem standa höllum fæti eru einstæðar mæður með litla menntun, innflytjendur og fólk sem býr við geðraskanir og/eða fíknivanda. Það sem er alvarlegast við þennan vanda er að verði ekkert að gert, þá erfist hann. Fram kemur í skýrslunni að börn sem búa við fátækt einangrast, eru ekki í leikskóla eða tómstundum. Það er þessi einangrun sem gerir það að verkum að allar fyrirmyndir skortir og því erfist félagsleg staða milli kynslóða. Þó vissulega sé aðkallandi að bæta úr húsnæðisskorti þeirra hópa sem veikast standa og skapa þeim betra lífsviðurværi er enn mikilvægara að grípa til úrræða sem geta rofið vítahring félagslegrar fátæktar. Stöðu margra sem eru til umfjöllunar í skýrslunni er hægt að breyta með réttum stuðningi og leiðsögn. Rjúfa vítahring félagslegrar einangrunar og atvinnuleysis. Kostnaður við að ná til slíks hóps og veita honum stuðning til eigin uppbyggingar þarf ekki að vera mikill og fullyrða má að framlög til slíks skili sér margfalt. Víða er unnið gott starf bæði á vegum félagasamtaka og opinberra aðila. Reykjavík tekur á sig mestan þungann af vandamálinu og kostnað af því. Það er auðvitað ósanngjarnt að sveitarfélög geti í raun ýtt frá sér félagslegum vanda yfir á önnur. Þarna þarf ríkið að koma til og jafna stöðuna. Augljóst er af lestri skýrslunnar hversu mikilvægt er að grípa inn í snemma á mannsævinni og skapa börnum sem búa við erfiðar aðstæður tækifæri til að vaxa og dafna. Slíkt ætti ætíð að vera keppikefli samfélagsins og á ábyrgð okkar allra. Að opna barni sýn á aðra möguleika í lífinu og skapa skilyrði til að opna dyr fyrir þeim sem komnir eru í öngstræti í lífinu, þarf hvorki að vera dýrt né erfitt. Þetta snýst ekki bara um peninga, heldur hugarfar og samstilltar aðgerðir ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. Hvar sem fólk stendur á litrófi stjórnmálanna erum við flest þeirrar skoðunar að gott samfélag feli í sér tækifæri til þess að þroska hæfileika sína, sjálfum sér og samfélagi til góðs. Því miður er svo að ýmsir þættir hindra það að hver og einn búi við þær aðstæður að geta fetað góða braut í lífinu. Ástæðurnar eru mismunandi og liggja ekki alltaf í efnislegum gæðum, þótt þau hafi veruleg áhrif. Rauði krossinn gaf út skýrsluna Fólkið í skugganum sem er skýrsla um stöðu þeirra lakast settu. Skýrslan er þarft innlegg í að vekja athygli á stöðu hóps sem ekki á sér háværa málsvara. Samkvæmt skýrslunni búa tvö prósent þjóðarinnar við alvarlegan skort. Þeir helstu sem standa höllum fæti eru einstæðar mæður með litla menntun, innflytjendur og fólk sem býr við geðraskanir og/eða fíknivanda. Það sem er alvarlegast við þennan vanda er að verði ekkert að gert, þá erfist hann. Fram kemur í skýrslunni að börn sem búa við fátækt einangrast, eru ekki í leikskóla eða tómstundum. Það er þessi einangrun sem gerir það að verkum að allar fyrirmyndir skortir og því erfist félagsleg staða milli kynslóða. Þó vissulega sé aðkallandi að bæta úr húsnæðisskorti þeirra hópa sem veikast standa og skapa þeim betra lífsviðurværi er enn mikilvægara að grípa til úrræða sem geta rofið vítahring félagslegrar fátæktar. Stöðu margra sem eru til umfjöllunar í skýrslunni er hægt að breyta með réttum stuðningi og leiðsögn. Rjúfa vítahring félagslegrar einangrunar og atvinnuleysis. Kostnaður við að ná til slíks hóps og veita honum stuðning til eigin uppbyggingar þarf ekki að vera mikill og fullyrða má að framlög til slíks skili sér margfalt. Víða er unnið gott starf bæði á vegum félagasamtaka og opinberra aðila. Reykjavík tekur á sig mestan þungann af vandamálinu og kostnað af því. Það er auðvitað ósanngjarnt að sveitarfélög geti í raun ýtt frá sér félagslegum vanda yfir á önnur. Þarna þarf ríkið að koma til og jafna stöðuna. Augljóst er af lestri skýrslunnar hversu mikilvægt er að grípa inn í snemma á mannsævinni og skapa börnum sem búa við erfiðar aðstæður tækifæri til að vaxa og dafna. Slíkt ætti ætíð að vera keppikefli samfélagsins og á ábyrgð okkar allra. Að opna barni sýn á aðra möguleika í lífinu og skapa skilyrði til að opna dyr fyrir þeim sem komnir eru í öngstræti í lífinu, þarf hvorki að vera dýrt né erfitt. Þetta snýst ekki bara um peninga, heldur hugarfar og samstilltar aðgerðir ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu