Sómakennd samfélags Hildur Björnsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Það er ekki til mikils mælst að þið skipuleggið ykkur betur,“ mælti foreldrið við leikskólakennarann. Aðrir foreldrar tóku undir. ,,Svo mættuð þið taka fleiri myndir af börnunum okkar,“ hnýtti argur aftan við. Það var augljós óánægja á foreldrafundinum. Skilaboðin skýr. Kennarar undirmannaðs leikskóla skyldu gyrða sig í brók. Verðmætamat samfélagsins er undarlegt. Fáar starfsstéttir eru samfélaginu mikilvægari en heilbrigðisstarfsfólk og kennarar. Við gerum miklar kröfur um frammistöðu og árangur – en greiðum endurgjald í mótsögn við kröfurnar – og ósamræmi við mikilvægið. Daglega felum við leik- og grunnskólakennurum umsjá okkar helstu verðmæta – barnanna okkar. Við felum þeim uppeldi þeirra, umönnun og fræðslu. Felum þeim að skapa undirstöður fyrir framtíðina alla. Fyrir þjónustuna greiðist smálegt endurgjald. Daglega felum við bankastarfsmönnum umsjá peninganna okkar. Við felum þeim að varðveita þá, kannski fjárfesta og ávaxta. Fyrir þjónustuna greiðist veglegt endurgjald. Við höldum því fram að börnin okkar verði ekki metin til fjár. Ekkert sé þeim verðmætara né verðmeira. Samt viljum við lítið greiða fyrir varðveislu þeirra – og setjum hærri verðmiða á peningagæslu en barnagæslu. Ég skammast mín fyrir það litla gjald sem ég greiði fyrir gæslu barnanna minna. Ég skammast mín fyrir laun kennara þeirra. Ég skammast mín fyrir þá foreldra sem skammast í kennurum á undirmönnuðum leikskólum – gera kröfur til fólks sem fær dónalegt endurgjald fyrir vinnu sína. Ég skammast mín fyrir verðmætamat samfélagsins, sem ég vona að okkur lánist sómakennd til að breyta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun
Það er ekki til mikils mælst að þið skipuleggið ykkur betur,“ mælti foreldrið við leikskólakennarann. Aðrir foreldrar tóku undir. ,,Svo mættuð þið taka fleiri myndir af börnunum okkar,“ hnýtti argur aftan við. Það var augljós óánægja á foreldrafundinum. Skilaboðin skýr. Kennarar undirmannaðs leikskóla skyldu gyrða sig í brók. Verðmætamat samfélagsins er undarlegt. Fáar starfsstéttir eru samfélaginu mikilvægari en heilbrigðisstarfsfólk og kennarar. Við gerum miklar kröfur um frammistöðu og árangur – en greiðum endurgjald í mótsögn við kröfurnar – og ósamræmi við mikilvægið. Daglega felum við leik- og grunnskólakennurum umsjá okkar helstu verðmæta – barnanna okkar. Við felum þeim uppeldi þeirra, umönnun og fræðslu. Felum þeim að skapa undirstöður fyrir framtíðina alla. Fyrir þjónustuna greiðist smálegt endurgjald. Daglega felum við bankastarfsmönnum umsjá peninganna okkar. Við felum þeim að varðveita þá, kannski fjárfesta og ávaxta. Fyrir þjónustuna greiðist veglegt endurgjald. Við höldum því fram að börnin okkar verði ekki metin til fjár. Ekkert sé þeim verðmætara né verðmeira. Samt viljum við lítið greiða fyrir varðveislu þeirra – og setjum hærri verðmiða á peningagæslu en barnagæslu. Ég skammast mín fyrir það litla gjald sem ég greiði fyrir gæslu barnanna minna. Ég skammast mín fyrir laun kennara þeirra. Ég skammast mín fyrir þá foreldra sem skammast í kennurum á undirmönnuðum leikskólum – gera kröfur til fólks sem fær dónalegt endurgjald fyrir vinnu sína. Ég skammast mín fyrir verðmætamat samfélagsins, sem ég vona að okkur lánist sómakennd til að breyta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun