Fíkn er leið til að takast á við sársauka Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2016 10:00 Dr Gabor Maté Ég ætla að tala um fíkn. Þegar fólk talar um fíkn þá nálgast það viðfangsefnið oftast á tvo vegu; annars vegar að þetta sé val sem fólk hafi, að fólk taki vondar ákvarðanir og fyrir það eigi að refsa. Þannig að fólk er sett í fangelsi fyrir það eitt að vera fíklar. Hin nálgunin er að fíkn sé arfgengur sjúkdómur. Að pabbi þinn sé alkóhólisti og þess vegna sért þú alkóhólisti. Sú nálgun er hreinlega ekki byggð á vísindum. Hún er ekki rétt,“ segir Dr. Gabor Maté, ungverskur læknir sem sérhæfir sig í fíkn og fíknihegðun. Hann er nú staddur á Íslandi og heldur þrjá fyrirlestra í Hörpu á sunnudag. Gabor hefur einnig getið sér gott orð fyrir rannsóknir á athyglisbresti og streitu. Þá hafa skoðanir hans á beinum tengslum sálrænnar og líkamlegrar heilsu vakið athygli. Á sunnudaginn verður viðfangsefnið fíkn.Ekki umdeilt vísindalega Gabor, sem hefur búið og starfað í Kanada frá þrettán ára aldri, hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim sem fyrirlesari, leiðbeinandi, læknir og frumkvöðull á sínu sviði. Hann hefur mætt andstöðu á ferlinum og aðferðir hans sumar umdeildar, m.a. í heimalandinu. En nýlegar rannsóknir, meðal annarra hin stóra ACE-rannsókn, styðja málflutning Gabors. „Þegar ég lít á fíkla, og það skiptir engu máli hvað þeir heita, hvort þeir vilja áfengi, heróín, kókaín, hvort þeir eru spilafíklar, skuldarar, matar- eða kaupfíklar, þeir eiga eitt sameiginlegt. Þeir eru að reyna að flýja sársauka. Fíkn er leið fólks til að takast á við sársauka. Spurningin er nefnilega ekki af hverju viðkomandi er fíkill, heldur af hverju viðkomandi er í svona miklum sársauka. Ef við lítum á líf þessa fólks, þá hefur eitthvað gerst sem hefur valdið þessum sársauka sem fólk svo reynir með ýmsum ráðum að koma sér undan. Það er það sem ég á við, þegar mér verður svona tíðrætt um áföll. Allir fíklar sem ég hef unnið með hafa orðið fyrir áföllum í æsku. Kynferðislegt ofbeldi er ágætis dæmi. Kynferðislegt ofbeldi hefur víðtækar afleiðingar fyrir börn og veldur gríðarlegum sársauka. Og fólk sem hefur orðið fyrir slíku á kannski við fíknivanda að stríða og hefur verið í margs konar meðferðum og hitt heilan helling af fagfólki en engum hefur dottið í hug að spyrja þau hvað kom fyrir. Áhrifin af því sem við verðum fyrir í æsku eru stórkostleg og skipta öllu máli.“ Gabor hefur eins og áður segir í gegnum tíðina mætt mótstöðu fyrir sjónarmið sín í þessum efnum, sem hann segir ekki koma á óvart. „Það er ekki vegna þess að rannsóknir styðji ekki það sem ég hef að segja, og undanfarin ár í sífellt meiri mæli. Ég gæti sýnt þér 200 rannsóknir í dag sem myndu allar styðja það sem ég er að segja. Mín sýn á fíkn er ekki umdeild vísindalega. En fólk á í erfiðleikum með að horfast í augu við áföll, af þeirri einföldu ástæðu að það er vont. Ef þú ætlar að skoða áföll þarf að líta lengra en á manneskjuna, það þarf að skoða heilu samfélögin. Hvað er það við samfélögin okkar sem veldur svona miklum sársauka? Hvað er það við samfélögin sem verður til þess að börn eru særð? Hvað er það í samfélagsgerðinni sem verður til þess að svona margir lifa erfiðu lífi?”Mikill sársauki Hann tekur dæmi um Sjálfstætt fólk, eftir Nóbelsskáld Íslendinga, sem Gabor er að lesa um þessar mundir. „Ég veit ekki mikið um Ísland. Ég vissi til að mynda ekki að þið ættuð Nóbelsskáld. En ég er að lesa Sjálfstætt fólk. Frábær bók. Lífið sem þar er lýst er samt rosalega erfitt. Það er mikill sársauki. Barátta við náttúruna og svo sú staðreynd að þið voruð ekki sjálfstætt land í svo langan tíma. Það sem hefur sennilega gerst á Íslandi, sem hefur gerst svo víða í vestrænum samfélögum, er að með tímanum varð lífið auðveldara líkamlega, en á sama tíma á fólk erfiðara með að finna sinn tilgang. Með tækniframförum á fólk líka erfiðara með að mynda eðlileg og náin sambönd við annað fólk. Það sem hjálpar fólki að takast á við mótlæti og erfiðleika eru sambönd við annað fólk og þig sjálfan, að eiga samfélag við aðra og að hafa tilgang. Í bókinni er fólk mjög sjálfstætt og þrjóskt en þegar eitthvað kemur upp standa þau saman. Í Kanada hefur sú þróun orðið að samfélög fólks hafa veikst á einhvern hátt og ég er viss um að það sama á við um Ísland. Þá siturðu uppi með sjálfan þig.“ Hann segir viðhorf sín þó að verða viðteknari en áður, fólk sé farið að tala meira um áföll og tengsl þeirra við andlega og líkamlega heilsu. „Það er eitthvað að breytast. En það tekur tíma. Það er innbyggð íhaldssemi í kerfinu okkar. En það er verið að ræða áhrif áfalla út um allt. Það er ótrúlegt fyrir mig að sjá hvað umræðan er að opnast og nú er verið að birta rannsóknir um efnið sem skipta höfuðmáli. Ég get alveg sagt þér af hverju stofnanir vilja ekki tala um áföll og tengsl þeirra við fíkn, til að mynda. Það er mjög vont og erfitt að stíga fram og segja, ég gæti verið að gera miklu betur við sjúklingana mína og ég verð að fara og endurmennta mig. Ef þú ert sérfræðingur og lítur á sjálfan þig sem sérfræðing er erfitt að taka skref aftur á bak og segja, það eru hlutir á þessu sviði sem ég hreinlega skil ekki. Svo er hin hliðin á peningnum. Ef stofnanir okkar ætla að fara að takast á við áföll í lífi fólks þá þarf að eyða með fólki tíma. Það kostar peninga og til þess þarf fleira fagfólk. Peningar og fagfólk eru ekki á hverju strái.“ Gabor starfaði í tólf ár á heilsugæslustöð, þar sem hann sinnti fíklum, fólki sem haldið er alvarlegum geðsjúkdómum og öðrum. Hann var einn þeirra sem störfuðu við Insite í Kanada, neysluafdrep fyrir sprautufíkla, þar sem fíklum var úthlutað hreinum sprautunálum og þeir fengu þjónustu heilbrigðisstarfsfólks. Þáverandi heilbrigðisráðherra, Tony Clement, sagði starfsemina ósiðlega. Þeir tókust á í fjölmiðlum. Gabor stendur fast á sínu og er fylgjandi svokölluðum skaðaminnkunarúrræðum. Hann er nú læknir á Portland Hotel, fyrir utangarðsfólk í miðborg Vancouver.Ekki svarið við fíkn Gabor hefur einnig rannsakað náttúrulyfið ayahuasca, suður-amerískt jurtaseyði með mikil ofskynjunaráhrif. Það hefur verið sagt um ayahuasca að lyfið geti hjálpað til við að vinna bug á fíknitengdri hegðun. Tilraunir undir vísindalegu eftirliti hafa gengið ágætlega – en það eru ekki allir sammála um gagnsemi lyfsins. „Ayahuasca er ekki svarið við fíkn. Það er ekkert eitt svar. En í réttum höndum getur það hjálpað og með tilsögn. Ég er ekki að segja að þið eigið að fara heim og prófa ayahuasca, alls ekki. Málið með ayahuasca er að það er ofskynjunarlyf. Margt af því sem er í gangi í hausnum á okkur er ómeðvitað. Á réttum stað og á réttum tíma getur ayahuasca hjálpað þér að sjá ýmislegt við líf þitt sem þú varst ekki meðvituð um áður. Sumir uppgötva á þessum stundum frá hverju þeir hafa verið að flýja öll þessi ár.“Ayahuasca getur hjálpað tilEndurupplifir maður þá áföllin sín?„Nei, þú endurupplifir ekki áföllin þín, en sérð þau kannski í skýrari ljósi. Svo getur ayahuasca hjálpað til við að ná djúpri tengingu við sjálfan þig líka, sem er kannski það mikilvægasta af öllu saman. Að sama hvað kom fyrir, sama hver við erum, eða hvernig við hegðum okkur og hvernig okkur líður, þá getur lyfið sýnt okkur hver við erum í raun og veru og þá finnur fólk gjarnan einhverja ró. Eins og það þurfi ekki að flýja lengur, því undir niðri sé allt í lagi. En þetta er mikil einföldun.“ Hann segir dýpstu og mikilvægustu tenginguna sem við eigum vera við okkur sjálf. „Og það sem gerist þegar við verðum fyrir áföllum er að við missum þessa tengingu. Batinn hefur að gera með tengingar við okkur sjálf og við annað fólk. Það er auðvelt að segja það og það er einföld pæling – en það er ekkert einfalt við að láta það verða að veruleika. Það er svo margt sem er fyrir. En á meðan við lítum á fíkn sem eitthvert líffræðilegt vandamál þá mun aldrei neitt gerast. Við getum stöðvað skaðlegu hegðunina í einhvern tíma, en þú ert ekki að lækna neitt. Það er enginn bati.“ Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Sjá meira
Ég ætla að tala um fíkn. Þegar fólk talar um fíkn þá nálgast það viðfangsefnið oftast á tvo vegu; annars vegar að þetta sé val sem fólk hafi, að fólk taki vondar ákvarðanir og fyrir það eigi að refsa. Þannig að fólk er sett í fangelsi fyrir það eitt að vera fíklar. Hin nálgunin er að fíkn sé arfgengur sjúkdómur. Að pabbi þinn sé alkóhólisti og þess vegna sért þú alkóhólisti. Sú nálgun er hreinlega ekki byggð á vísindum. Hún er ekki rétt,“ segir Dr. Gabor Maté, ungverskur læknir sem sérhæfir sig í fíkn og fíknihegðun. Hann er nú staddur á Íslandi og heldur þrjá fyrirlestra í Hörpu á sunnudag. Gabor hefur einnig getið sér gott orð fyrir rannsóknir á athyglisbresti og streitu. Þá hafa skoðanir hans á beinum tengslum sálrænnar og líkamlegrar heilsu vakið athygli. Á sunnudaginn verður viðfangsefnið fíkn.Ekki umdeilt vísindalega Gabor, sem hefur búið og starfað í Kanada frá þrettán ára aldri, hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim sem fyrirlesari, leiðbeinandi, læknir og frumkvöðull á sínu sviði. Hann hefur mætt andstöðu á ferlinum og aðferðir hans sumar umdeildar, m.a. í heimalandinu. En nýlegar rannsóknir, meðal annarra hin stóra ACE-rannsókn, styðja málflutning Gabors. „Þegar ég lít á fíkla, og það skiptir engu máli hvað þeir heita, hvort þeir vilja áfengi, heróín, kókaín, hvort þeir eru spilafíklar, skuldarar, matar- eða kaupfíklar, þeir eiga eitt sameiginlegt. Þeir eru að reyna að flýja sársauka. Fíkn er leið fólks til að takast á við sársauka. Spurningin er nefnilega ekki af hverju viðkomandi er fíkill, heldur af hverju viðkomandi er í svona miklum sársauka. Ef við lítum á líf þessa fólks, þá hefur eitthvað gerst sem hefur valdið þessum sársauka sem fólk svo reynir með ýmsum ráðum að koma sér undan. Það er það sem ég á við, þegar mér verður svona tíðrætt um áföll. Allir fíklar sem ég hef unnið með hafa orðið fyrir áföllum í æsku. Kynferðislegt ofbeldi er ágætis dæmi. Kynferðislegt ofbeldi hefur víðtækar afleiðingar fyrir börn og veldur gríðarlegum sársauka. Og fólk sem hefur orðið fyrir slíku á kannski við fíknivanda að stríða og hefur verið í margs konar meðferðum og hitt heilan helling af fagfólki en engum hefur dottið í hug að spyrja þau hvað kom fyrir. Áhrifin af því sem við verðum fyrir í æsku eru stórkostleg og skipta öllu máli.“ Gabor hefur eins og áður segir í gegnum tíðina mætt mótstöðu fyrir sjónarmið sín í þessum efnum, sem hann segir ekki koma á óvart. „Það er ekki vegna þess að rannsóknir styðji ekki það sem ég hef að segja, og undanfarin ár í sífellt meiri mæli. Ég gæti sýnt þér 200 rannsóknir í dag sem myndu allar styðja það sem ég er að segja. Mín sýn á fíkn er ekki umdeild vísindalega. En fólk á í erfiðleikum með að horfast í augu við áföll, af þeirri einföldu ástæðu að það er vont. Ef þú ætlar að skoða áföll þarf að líta lengra en á manneskjuna, það þarf að skoða heilu samfélögin. Hvað er það við samfélögin okkar sem veldur svona miklum sársauka? Hvað er það við samfélögin sem verður til þess að börn eru særð? Hvað er það í samfélagsgerðinni sem verður til þess að svona margir lifa erfiðu lífi?”Mikill sársauki Hann tekur dæmi um Sjálfstætt fólk, eftir Nóbelsskáld Íslendinga, sem Gabor er að lesa um þessar mundir. „Ég veit ekki mikið um Ísland. Ég vissi til að mynda ekki að þið ættuð Nóbelsskáld. En ég er að lesa Sjálfstætt fólk. Frábær bók. Lífið sem þar er lýst er samt rosalega erfitt. Það er mikill sársauki. Barátta við náttúruna og svo sú staðreynd að þið voruð ekki sjálfstætt land í svo langan tíma. Það sem hefur sennilega gerst á Íslandi, sem hefur gerst svo víða í vestrænum samfélögum, er að með tímanum varð lífið auðveldara líkamlega, en á sama tíma á fólk erfiðara með að finna sinn tilgang. Með tækniframförum á fólk líka erfiðara með að mynda eðlileg og náin sambönd við annað fólk. Það sem hjálpar fólki að takast á við mótlæti og erfiðleika eru sambönd við annað fólk og þig sjálfan, að eiga samfélag við aðra og að hafa tilgang. Í bókinni er fólk mjög sjálfstætt og þrjóskt en þegar eitthvað kemur upp standa þau saman. Í Kanada hefur sú þróun orðið að samfélög fólks hafa veikst á einhvern hátt og ég er viss um að það sama á við um Ísland. Þá siturðu uppi með sjálfan þig.“ Hann segir viðhorf sín þó að verða viðteknari en áður, fólk sé farið að tala meira um áföll og tengsl þeirra við andlega og líkamlega heilsu. „Það er eitthvað að breytast. En það tekur tíma. Það er innbyggð íhaldssemi í kerfinu okkar. En það er verið að ræða áhrif áfalla út um allt. Það er ótrúlegt fyrir mig að sjá hvað umræðan er að opnast og nú er verið að birta rannsóknir um efnið sem skipta höfuðmáli. Ég get alveg sagt þér af hverju stofnanir vilja ekki tala um áföll og tengsl þeirra við fíkn, til að mynda. Það er mjög vont og erfitt að stíga fram og segja, ég gæti verið að gera miklu betur við sjúklingana mína og ég verð að fara og endurmennta mig. Ef þú ert sérfræðingur og lítur á sjálfan þig sem sérfræðing er erfitt að taka skref aftur á bak og segja, það eru hlutir á þessu sviði sem ég hreinlega skil ekki. Svo er hin hliðin á peningnum. Ef stofnanir okkar ætla að fara að takast á við áföll í lífi fólks þá þarf að eyða með fólki tíma. Það kostar peninga og til þess þarf fleira fagfólk. Peningar og fagfólk eru ekki á hverju strái.“ Gabor starfaði í tólf ár á heilsugæslustöð, þar sem hann sinnti fíklum, fólki sem haldið er alvarlegum geðsjúkdómum og öðrum. Hann var einn þeirra sem störfuðu við Insite í Kanada, neysluafdrep fyrir sprautufíkla, þar sem fíklum var úthlutað hreinum sprautunálum og þeir fengu þjónustu heilbrigðisstarfsfólks. Þáverandi heilbrigðisráðherra, Tony Clement, sagði starfsemina ósiðlega. Þeir tókust á í fjölmiðlum. Gabor stendur fast á sínu og er fylgjandi svokölluðum skaðaminnkunarúrræðum. Hann er nú læknir á Portland Hotel, fyrir utangarðsfólk í miðborg Vancouver.Ekki svarið við fíkn Gabor hefur einnig rannsakað náttúrulyfið ayahuasca, suður-amerískt jurtaseyði með mikil ofskynjunaráhrif. Það hefur verið sagt um ayahuasca að lyfið geti hjálpað til við að vinna bug á fíknitengdri hegðun. Tilraunir undir vísindalegu eftirliti hafa gengið ágætlega – en það eru ekki allir sammála um gagnsemi lyfsins. „Ayahuasca er ekki svarið við fíkn. Það er ekkert eitt svar. En í réttum höndum getur það hjálpað og með tilsögn. Ég er ekki að segja að þið eigið að fara heim og prófa ayahuasca, alls ekki. Málið með ayahuasca er að það er ofskynjunarlyf. Margt af því sem er í gangi í hausnum á okkur er ómeðvitað. Á réttum stað og á réttum tíma getur ayahuasca hjálpað þér að sjá ýmislegt við líf þitt sem þú varst ekki meðvituð um áður. Sumir uppgötva á þessum stundum frá hverju þeir hafa verið að flýja öll þessi ár.“Ayahuasca getur hjálpað tilEndurupplifir maður þá áföllin sín?„Nei, þú endurupplifir ekki áföllin þín, en sérð þau kannski í skýrari ljósi. Svo getur ayahuasca hjálpað til við að ná djúpri tengingu við sjálfan þig líka, sem er kannski það mikilvægasta af öllu saman. Að sama hvað kom fyrir, sama hver við erum, eða hvernig við hegðum okkur og hvernig okkur líður, þá getur lyfið sýnt okkur hver við erum í raun og veru og þá finnur fólk gjarnan einhverja ró. Eins og það þurfi ekki að flýja lengur, því undir niðri sé allt í lagi. En þetta er mikil einföldun.“ Hann segir dýpstu og mikilvægustu tenginguna sem við eigum vera við okkur sjálf. „Og það sem gerist þegar við verðum fyrir áföllum er að við missum þessa tengingu. Batinn hefur að gera með tengingar við okkur sjálf og við annað fólk. Það er auðvelt að segja það og það er einföld pæling – en það er ekkert einfalt við að láta það verða að veruleika. Það er svo margt sem er fyrir. En á meðan við lítum á fíkn sem eitthvert líffræðilegt vandamál þá mun aldrei neitt gerast. Við getum stöðvað skaðlegu hegðunina í einhvern tíma, en þú ert ekki að lækna neitt. Það er enginn bati.“
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Sjá meira