Lífið

Prince átti að hitta lækni vegna verkjalyfjafíknar daginn eftir að hann lést

Bjarki Ármannsson skrifar
Prince var aðeins 57 ára gamall þegar hann lést.
Prince var aðeins 57 ára gamall þegar hann lést. vísir/getty
Tónlistarmaðurinn Prince, sem lést óvænt á sumardaginn fyrsta 57 ára að aldri, átti að hitta lækni daginn eftir að hann lést vegna verkjalyfjafíknar. Frá þessu greinir blaðið Star Tribune í Minneapolis, heimaborg Prince, í dag.

Lögmaður læknisins Howard Kornfeld, sem rekur meðferðarheimili í Kalíforníu og þykir sérfræðingur í meðferð við ópíatafíkn, segir að fulltrúar Prince hafi haft samband við Kornfeld nóttina áður en tónlistarmaðurinn lést og sagt að hann þyrfti bráðnauðsynlega á læknisaðstoð að halda.

Kornfeld gat ekki flogið til Minnesota-ríkis strax daginn eftir til að hitta Prince sökum anna. Hann sendi son sinn í sinn stað en til stóð að Kornfeld færi degi síðar. Aldrei varð þó úr því.

Andrew Kornfeld, sonur Howard, var einn þriggja sem fundu lík Prince í lyftu í Paisley Park, upptökuveri og húsnæði Prince, og var sá sem hringdi fyrst í neyðarlínuna.

Ekki er vitað að svo stöddu hvað dró Prince til dauða. Til stendur að birta niðurstöður krufningar hans á næstu vikum.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.