Drónar nýttir til margra verka 4. maí 2016 17:00 Arnar Þór Þórsson, framkvæmdastjóri Dronefly.is, með úrval dróna á bak við sig. MYNDIR/ANTON BRINK Dronefly.is hefur um fjögurra ára skeið flogið drónum innanlands og selt þá í ýmsum stærðum og gerðum í tæplega tvö ár. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir dróna frá DJI og því leiðandi í sölu dróna hér á landi auk þess sem það býður upp á útselda þjónustu vegna ýmissa verkefna. Arnar Þór Þórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir vinsældir dróna hafa vaxið mikið hér á landi undanfarin ár og skiptir þá engu hvort um einstaklinga eða fagfólk sé að ræða. „DJI er stærsti drónaframleiðandi í heiminum í dag og er með yfir 80 prósent af heimsmarkaðinum. Fyrirtækið framleiðir ýmsar stærðir af drónum sem henta fyrir ólík tilefni, t.d. fyrir einstaklinga sem eru að taka upp náttúrumyndbönd, myndbönd kringum sumarbústaðinn, íþróttaleiki eða bara til að leita að rollum. Síðan hefur notkun dróna aukist mjög undanfarin ár við gerð auglýsinga og við upptökur einstakra atriða í bíómyndum.“Freefly Alta dróni.Fjölmörg verkefni Dronefly.is sérhæfir sig einnig í gerð ýmissa sérverkefna fyrir innlenda og erlenda aðila enda hefur fyrirtækið í þjónustu sinni einn tæknilegasta drónann sem DJI framleiðir. „Þetta eru fjölbreytt verkefni af ýmsum stærðargráðum. Þannig höfum við komið að gerð fjölmargra auglýsinga og tónlistarmyndbanda undanfarin ár og tekið þátt í upptökum stuttra myndskeiða fyrir margar kvikmyndir. Nú síðast unnum við að gerð kvikmyndarinnar Kung Fun Yoga, sem er nýjasta mynd Jackie Chan. Í þessi verkefni notum við yfirleitt þrjá aðaldróna en ráðum þó yfir fimm slíkum þegar við sinnum þeim.“DJI Iinspire Pro dróni.Góð þjónusta Það tekur smá tíma að læra inn á notkunarmöguleika drónans og starfsmenn Dronefly.is aðstoða viðskiptavini með fyrstu skrefin. „Sé þess óskað tökum við viðskiptavini í einkakennslu og förum yfir helstu þættina svo notkunin verði árangursríkari.“ Dronefly.is sér þar að auki um alla viðgerðarþjónustu og sölu aukahluta fyrir drónana sína að Krókhálsi 6. „Svo var DJI að setja nýjan dróna á markað, DJI Phantom 4, sem er rosalegur.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.dronefly.is. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Dronefly.is hefur um fjögurra ára skeið flogið drónum innanlands og selt þá í ýmsum stærðum og gerðum í tæplega tvö ár. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir dróna frá DJI og því leiðandi í sölu dróna hér á landi auk þess sem það býður upp á útselda þjónustu vegna ýmissa verkefna. Arnar Þór Þórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir vinsældir dróna hafa vaxið mikið hér á landi undanfarin ár og skiptir þá engu hvort um einstaklinga eða fagfólk sé að ræða. „DJI er stærsti drónaframleiðandi í heiminum í dag og er með yfir 80 prósent af heimsmarkaðinum. Fyrirtækið framleiðir ýmsar stærðir af drónum sem henta fyrir ólík tilefni, t.d. fyrir einstaklinga sem eru að taka upp náttúrumyndbönd, myndbönd kringum sumarbústaðinn, íþróttaleiki eða bara til að leita að rollum. Síðan hefur notkun dróna aukist mjög undanfarin ár við gerð auglýsinga og við upptökur einstakra atriða í bíómyndum.“Freefly Alta dróni.Fjölmörg verkefni Dronefly.is sérhæfir sig einnig í gerð ýmissa sérverkefna fyrir innlenda og erlenda aðila enda hefur fyrirtækið í þjónustu sinni einn tæknilegasta drónann sem DJI framleiðir. „Þetta eru fjölbreytt verkefni af ýmsum stærðargráðum. Þannig höfum við komið að gerð fjölmargra auglýsinga og tónlistarmyndbanda undanfarin ár og tekið þátt í upptökum stuttra myndskeiða fyrir margar kvikmyndir. Nú síðast unnum við að gerð kvikmyndarinnar Kung Fun Yoga, sem er nýjasta mynd Jackie Chan. Í þessi verkefni notum við yfirleitt þrjá aðaldróna en ráðum þó yfir fimm slíkum þegar við sinnum þeim.“DJI Iinspire Pro dróni.Góð þjónusta Það tekur smá tíma að læra inn á notkunarmöguleika drónans og starfsmenn Dronefly.is aðstoða viðskiptavini með fyrstu skrefin. „Sé þess óskað tökum við viðskiptavini í einkakennslu og förum yfir helstu þættina svo notkunin verði árangursríkari.“ Dronefly.is sér þar að auki um alla viðgerðarþjónustu og sölu aukahluta fyrir drónana sína að Krókhálsi 6. „Svo var DJI að setja nýjan dróna á markað, DJI Phantom 4, sem er rosalegur.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.dronefly.is.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira