Kanye West tók yfir og lét heiminn og Zuckerberg heyra það Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2016 10:30 Kanye fór á kostum hjá Ellen. vísir Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum. Ellen spurði Kanye hvort hann ætti ekki að vera með einhvern sem færi t.d. yfir tístin sem hann sendir frá sér en rapparinn hefur oft vakið mikla athygli fyrir misgáfuleg tíst. „Alls ekki, ég vil ekki að neinn hafi afskipti af því sem ég tísti,“ segir Kanye við Ellen sem spurði hann í framhaldinu hvort hann sæi eftir einhverjum tístum. „Ég sé ekki eftir neinu. Til hvers að hugsa sig eitthvað um áður en maður tístir einhverju.“ Kanye West tísti á dögunum til Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, og bað hann um að fjárfesta í tískufyrirtæki sínu fyrir 53 milljónir dollara. Mörgum fannst það skjóta skökku við að hann hafi notað Twitter til að ná til Zuckerberg. „Ég hefði líklega átt að reyna að ná til hans á Facebook. Núna skil ég af hverju hann svaraði mér ekki. Ég hef samt borðað með honum og eiginkonu hans og átt gott samtal við hann um að ég hefði áhuga á því að breyta heiminum. Hann sagðist ætla aðstoða mig við það og bla bla bla.“ Kanye segir að ef hann hefði yfir meiri fjármunum að ráða, þá gæti hann hjálpað fleira fólki. „Ég er með ákveðnar hugmyndir sem gætu hjálpað næstu kynslóðum í því að láta heiminn vera betri, punktur. Sama hvað fólk heldur um mig og hvernig papparazzi ljósmyndarar láta mig líta út.“ Hann segist geta breytt heiminum og hans tilvera hér á jörðinni eigi eftir að skipta máli. „Picasso er dauður, Steve Jobs er dauður og Walt Disney er dauður. Tölum um fólk sem er á lífi og fólk sem getur haft áhrif. Ég er listamaður og allt sem ég geri er eitt stórt málverk,“ segir West sem hreinlega tók yfir þáttinn og hélt einskonar einræðu. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum. Ellen spurði Kanye hvort hann ætti ekki að vera með einhvern sem færi t.d. yfir tístin sem hann sendir frá sér en rapparinn hefur oft vakið mikla athygli fyrir misgáfuleg tíst. „Alls ekki, ég vil ekki að neinn hafi afskipti af því sem ég tísti,“ segir Kanye við Ellen sem spurði hann í framhaldinu hvort hann sæi eftir einhverjum tístum. „Ég sé ekki eftir neinu. Til hvers að hugsa sig eitthvað um áður en maður tístir einhverju.“ Kanye West tísti á dögunum til Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, og bað hann um að fjárfesta í tískufyrirtæki sínu fyrir 53 milljónir dollara. Mörgum fannst það skjóta skökku við að hann hafi notað Twitter til að ná til Zuckerberg. „Ég hefði líklega átt að reyna að ná til hans á Facebook. Núna skil ég af hverju hann svaraði mér ekki. Ég hef samt borðað með honum og eiginkonu hans og átt gott samtal við hann um að ég hefði áhuga á því að breyta heiminum. Hann sagðist ætla aðstoða mig við það og bla bla bla.“ Kanye segir að ef hann hefði yfir meiri fjármunum að ráða, þá gæti hann hjálpað fleira fólki. „Ég er með ákveðnar hugmyndir sem gætu hjálpað næstu kynslóðum í því að láta heiminn vera betri, punktur. Sama hvað fólk heldur um mig og hvernig papparazzi ljósmyndarar láta mig líta út.“ Hann segist geta breytt heiminum og hans tilvera hér á jörðinni eigi eftir að skipta máli. „Picasso er dauður, Steve Jobs er dauður og Walt Disney er dauður. Tölum um fólk sem er á lífi og fólk sem getur haft áhrif. Ég er listamaður og allt sem ég geri er eitt stórt málverk,“ segir West sem hreinlega tók yfir þáttinn og hélt einskonar einræðu.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira