Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2016 19:15 Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira