Forsetaáskorun Vísis: Handtekin á þjóðhátíðardaginn vegna þess að það vantaði dúk Nanna Elísa Jakobsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 23. júní 2016 14:00 Elísabet Kristín Jökulsdóttir býður sig fram til forseta. Hún tók Forsetaáskorun Vísis. Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, var handtekin daginn sem hún hitti fyrstu ástina sína. Hún kýs ketti fram yfir hunda, kemst í gírinn með Billy Idol og langar til Hawaii. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Elísabetar við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Elísabet Jökulsdóttir er næsti frambjóðandi til forseta Íslands sem tekur áskorunina. Aðalvík á Hornströndum er einn fallegasti staðurinn á Íslandi að mati Elísabetar.Vísir/VilhelmHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Aðalvík á Hornströndum og Seljanes.Hundar eða kettir? Kettir. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar ég var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt.Hvernig bíl ekur þú? Á ekki bíl.Besta minningin? Þegar ég eignaðist strákana mína.Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Ég var tekin af löggunni 17. júní 1978. Þá tók ég niður íslenskan fána því mig vantaði dúk á borðið.Hverju sérðu mest eftir?Ég sé mest eftir því að hafa ekki stigið á stokk á útifundi á Austurvelli þegar sökkva átti Jöklu daginn eftir. Ég hefði átt að stinga upp á því að við færum öll austur til að koma í veg fyrir það.Aðalhetjan í Pirates of the Carribean myndunum var hann Jack Sparrow sem leikinn var af Johnny Depp.Vísir/EPAReykir þú? Nei. Ég hætti fyrir átta árum og missti svo heilsuna.Uppáhalds drykkur(áfengur)? Ég drekk ekki heldur. Hætti að drekka 24 fyrir árum.Uppáhalds bíómynd? Pirates of the Caribbean. Númer 2, þar sem talað er um að markaðsöflin drepi ævintýrið.Uppáhalds tónlistarmaður? Það eru þau Björk, Mozart, Páll Óskar, Megas. og Beethoven.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sweet 16 með Billy Idol. Ég er líka hrifin af Elvis Presley og svona rökklögum sem er gaman að dansa við og kveikja á líkamanum.Draumaferðalagið? Mig langar til Hawaii. Þar er ein eyja sem kölluð er Garðurinn og mig langar sérstaklega þangað. Mig langar líka til Grænlands og til Suður-Ameríku.Listamaðurinn Elísabet ásamt listamanninum Ragnari Kjartanssyni.Vísir/ElísabetHefur þú migið í saltan sjó? Já, ég hef gert það.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ætli það hefi ekki verið þegar ég var að reyna að fá mömmu til að faðma mig. Það tók mig fimmtán ár. Þegar hún svo faðmaði mig vissi ég ekkert hvað hún var að gera.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, ég hélt einu sinni sýningu á mistökum mínum. Mistakasýningu. Það var eftir að ég leikstýrði sýningu í Borgarleikhúsinu. Það var í fyrsta sinn sem ég gerði slíkt og ég gerði slatta af mistökum. Það er alltaf erfitt að gera mistök og viðurkenna þau, við búum í þannig kúltúr. Við ættum samt að taka mistökum fagnandi þar sem við lærum mest af mistökum okkar. Ég skrifaði öll mín mistök við sýninguna á dúk. Seinna meir dúkalagði ég og leyfði öllum að sjá mistökin.Hverju ertu stoltust af? Það er nú til dæmis að hafa þorað að fara í þetta forsetaframboð, með allar mínar efasemdir. Ég er samsett eins og annað fólk og með efasemdir um sjálfa mig. Ég hitti konu á dögunum sem sagði að henni þætti frábært að ég og Sturla værum í framboði sem venjulegt fólki. Ég er ekki með neina peninga eða slíkt á bakvið mig. Mig langaði að sjá hvað kæmi út úr þessu.Þetta er Jeremy Irons og sársaukadrættirnir í andliti hans.Vísir/EPARómantískasta augnablik í lífinu? Ætli það sé ekki kossinn í Alþingishúsgarðinum þann 17. júní 1978. Sama dag og ég tók niður fánann. Ég hitti fyrstu ástina mína í fyrsta sinn. Hann var með hatt, sem ég stal og hann elti mig inn í garðinn.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi allavega á hið dulræna. Ég er berdreymin og hef fundið fyrir handleiðslu og vernd í mínu lífi. Ég hef lent í háskalegum atburðum þar sem mér fannst ég vera vernduð. Ég átti stjúpbróðir sem dó í bílslysi. Morguninn eftir fannst mér hann standa við rúmið mitt. Ég vissi ekki af slysinu þá.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Ég myndi segja Jeremy Irons. Hann er með þessa dramatísku sársaukadrætti í andlitinu. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, var handtekin daginn sem hún hitti fyrstu ástina sína. Hún kýs ketti fram yfir hunda, kemst í gírinn með Billy Idol og langar til Hawaii. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Elísabetar við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Elísabet Jökulsdóttir er næsti frambjóðandi til forseta Íslands sem tekur áskorunina. Aðalvík á Hornströndum er einn fallegasti staðurinn á Íslandi að mati Elísabetar.Vísir/VilhelmHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Aðalvík á Hornströndum og Seljanes.Hundar eða kettir? Kettir. Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar ég var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt.Hvernig bíl ekur þú? Á ekki bíl.Besta minningin? Þegar ég eignaðist strákana mína.Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Ég var tekin af löggunni 17. júní 1978. Þá tók ég niður íslenskan fána því mig vantaði dúk á borðið.Hverju sérðu mest eftir?Ég sé mest eftir því að hafa ekki stigið á stokk á útifundi á Austurvelli þegar sökkva átti Jöklu daginn eftir. Ég hefði átt að stinga upp á því að við færum öll austur til að koma í veg fyrir það.Aðalhetjan í Pirates of the Carribean myndunum var hann Jack Sparrow sem leikinn var af Johnny Depp.Vísir/EPAReykir þú? Nei. Ég hætti fyrir átta árum og missti svo heilsuna.Uppáhalds drykkur(áfengur)? Ég drekk ekki heldur. Hætti að drekka 24 fyrir árum.Uppáhalds bíómynd? Pirates of the Caribbean. Númer 2, þar sem talað er um að markaðsöflin drepi ævintýrið.Uppáhalds tónlistarmaður? Það eru þau Björk, Mozart, Páll Óskar, Megas. og Beethoven.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sweet 16 með Billy Idol. Ég er líka hrifin af Elvis Presley og svona rökklögum sem er gaman að dansa við og kveikja á líkamanum.Draumaferðalagið? Mig langar til Hawaii. Þar er ein eyja sem kölluð er Garðurinn og mig langar sérstaklega þangað. Mig langar líka til Grænlands og til Suður-Ameríku.Listamaðurinn Elísabet ásamt listamanninum Ragnari Kjartanssyni.Vísir/ElísabetHefur þú migið í saltan sjó? Já, ég hef gert það.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ætli það hefi ekki verið þegar ég var að reyna að fá mömmu til að faðma mig. Það tók mig fimmtán ár. Þegar hún svo faðmaði mig vissi ég ekkert hvað hún var að gera.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, ég hélt einu sinni sýningu á mistökum mínum. Mistakasýningu. Það var eftir að ég leikstýrði sýningu í Borgarleikhúsinu. Það var í fyrsta sinn sem ég gerði slíkt og ég gerði slatta af mistökum. Það er alltaf erfitt að gera mistök og viðurkenna þau, við búum í þannig kúltúr. Við ættum samt að taka mistökum fagnandi þar sem við lærum mest af mistökum okkar. Ég skrifaði öll mín mistök við sýninguna á dúk. Seinna meir dúkalagði ég og leyfði öllum að sjá mistökin.Hverju ertu stoltust af? Það er nú til dæmis að hafa þorað að fara í þetta forsetaframboð, með allar mínar efasemdir. Ég er samsett eins og annað fólk og með efasemdir um sjálfa mig. Ég hitti konu á dögunum sem sagði að henni þætti frábært að ég og Sturla værum í framboði sem venjulegt fólki. Ég er ekki með neina peninga eða slíkt á bakvið mig. Mig langaði að sjá hvað kæmi út úr þessu.Þetta er Jeremy Irons og sársaukadrættirnir í andliti hans.Vísir/EPARómantískasta augnablik í lífinu? Ætli það sé ekki kossinn í Alþingishúsgarðinum þann 17. júní 1978. Sama dag og ég tók niður fánann. Ég hitti fyrstu ástina mína í fyrsta sinn. Hann var með hatt, sem ég stal og hann elti mig inn í garðinn.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi allavega á hið dulræna. Ég er berdreymin og hef fundið fyrir handleiðslu og vernd í mínu lífi. Ég hef lent í háskalegum atburðum þar sem mér fannst ég vera vernduð. Ég átti stjúpbróðir sem dó í bílslysi. Morguninn eftir fannst mér hann standa við rúmið mitt. Ég vissi ekki af slysinu þá.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Ég myndi segja Jeremy Irons. Hann er með þessa dramatísku sársaukadrætti í andlitinu.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira