Átta leikarar sem sjást bæði í Harry Potter og Game of Thrones Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2016 15:45 Ciaran Hinds er nánast óþekkjanlegur. mynd/warner bros/hbo Ævintýraheimar J.K. Rowling og G.R.R. Martin hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár. Rowling skapaði sjöleikinn um galdrastrákinn Harry Potter og ævintýr hans og Martin stefnir að því að gefa út jafnmargar bækur um valdatafl höfuðætta í Westeros. Spilliviðvörun: Áður en lengra er haldið þykir til siðs að spilla ekki söguþræði fyrir báðum sem hvorki hafa fylgst með Harry Potter eða Game of Thrones. Því fylgir hér, til öryggis, lauflétt viðvörun um að það sem á eftir fylgir gæti flokkast sem spilliefni. Höskuldar-viðvörun númer tvö.Þeir sem óvart hafa smellt á greinina og hafa ekki í hyggju að halda áfram að lesa geta hætt við núna en að öðrum kosti haldið áfram. Fyrstan ber að nefna til sögunnar Ciaran Hinds sem kemur fram í síðustu Harry Potter myndinni en þar bregður hann sér í hlutverk Aberforth Dumbledore, bróður skólameistarans sáluga. Í Game of Thrones leikur hann hins vegar Mance Rayder, kongunginn fyrir norðan veggjarins. Hinds hefur að auki komið við í kvikmyndum á borð við Tinker Tailor Soldier Spy, Munichn, Road to Perdition og Frozen en í síðastnefndu myndinni ljáir hann afanum rödd sína.Julian Glover.mynd/warner bros/hboÞað er ekki gerð krafa um að fólk átti sig á þessu enda er aðeins rödd Julian Glover að finna í Harry Potter myndunum. Þar talar Glover fyrir Aragog, hina tröllvöxnu gælukönguló Hagrids, í annarri myndinni um Leyniklefann. Í þáttaröð HBO um Krúnuleikana er hann hinsvegar Grandmaester Pycelle. Glover er gamalreyndur leikari og hefur brugðið fyrir í mörgum stórvirkjum í gegnum tíðina. Má þar nefna Indiana Jones and the Last Crusade og fimmtu Star Wars myndinni (eða annarri, eftir því hvernig á málið er litið). Þá lék hann einnig í Troy og aðdáendur Taggar gætur hafa séð hann í nokkrum þáttum.David Bradley hefur tekist að afla sér óvinsælda í báðum hlutverkum.mynd/warner bros/hboDavid Bradley verður seint sakaður um að vera í vinsældakeppni þegar kemur að vali á hlutverkum. Í Harry Potter tók hann að sér hlutverk hins önuga húsvarðar Argus Filch sem þreytist ekki á að gera Harry Potter lífið leitt. Sömu sögu er eflaust hægt að segja um Harry sem nánast lifði fyrir að koma sér í vandræði innan veggja skólans. Ekki nóg með að hafa ákveðið að vera Filch þá sagði hann einnig já við því að leika hinn aldna Walder Frey. Frey stundar það að lifa of lengi og taka sér nýjar eiginkonur sem ala honum alltof mörg börn. Lengi hafði Tully-ættin efast um hollustu hans og ekki dró úr því þegar hann mætti alltof seint í bardagann við Trident á meðan byltingu Robert Baratheon stóð. Það litla traust sem fólk bar til hans hvarf svo líkt og dögg fyrir sólu í hinu rauða brúðkaupi þar sem Robb Stark og fylgjendur hans voru gerðir höfðinu styttri. Bradley hefur einnig brugðið fyrir í öðrum myndum. Meðal þeirra þekktustu má nefna Hot Fuzz og Captain America: The First Avenger.Ralph Inesonmynd/warner bros/hboRalph Ineson fékk ekki stórt hlutverk í Harry Potter og sömu sögu er að segja með Game of Thrones. Þó verður að viðurkennast að báðar persónurnar eru talsvert fyrirferðarmeiri í bókunum. Í Harry Potter leikur Ineson annan helming Carrow-systkina, dráparann Amycus. Honum bregður fyrir í lokamyndinni en þá hafa systkinin verið ráðin sem kennarar við Hogwarts-skóla. Í heimi Martin tekst Ineson á við hlutverk Dagmer Cleftjaw en honum bregður fyrir þegar Theon Greyjoy ræðst á norðrið. Dagmer má meðal annars sjá bregða fyrir þegar hann banar Maester Luywen. Að endingu hlýtur hann ömurleg örlög þegar Ramsay Snow flær hann lifandi í kjölfar uppgjafar hinna Járnbornu. Einnig er unnt að rekast á Ineson í myndum á borð við The Witch, Kingsmen: The Secret Service og Guardians of the Galaxy.Natalie Tena.mynd/warner bros/hboNatalia Tena bregður fyrst fyrir í Harry Potter bókunum, og myndunum, í þeirri fimmtu um Fönixregluna. Þar leikur hún Nymphadora Tonks en krefst þess að hún sé kölluð Tonks. Síðar meir giftist hún varúlfinum Remus Lupin en bæði falla þau í bardaganum um Hogwarts að lokum. Í Game of Thrones leikur hún villingin Oshu sem meðal annars bjargar Bran og Rickon úr klóm hinna Járnbornu þegar Winterfell féll. Hún tekst á við það hlutverk að halda Rickon óhultum og tekst það í nokkrar þáttaraðir þar til Umbers selja þau í hendur Ramsay Bolton, áður kenndur við Snow. Hún er einn fjölmargra karaktera sem fellur fyrir hendi Ramsay.Ian Whyte í hlutverkum sínum.mynd/warner bros/hboIan Whyte leikur iðulega risa hvar sem hann kemur sökum þess að hann er 2,16 metrar á hæð. Sú er einmitt raunin í Harry Potter og Game of Thrones. Í kvikmyndinni um Eldbikarinn bregður hann sér í líki Madame Olympe Maxime þegar sýna þarf hve hávaxin hún er. Hann er að vísu óþekkjanlegur í þau skipti. Whyte hefur komið víða við í Game of Thrones. Í fyrstu þáttaröðunum leikur hann White Walker og hann lék Gregor „Fjallið“ Clegane áður en okkar ástkæri Hafþór Júlíus Björnsson var ráðinn í það hlutverk. Að undanförnu hefur hann brugðið sér í líki risans Wun-Wun. Það gerði hann í síðasta skipti í Bardaga bastarðanna. Michelle Fairley í hlutverkum sínum.mynd/warner bros/hboMichelle Fairley bregður fyrir í örskamma stund í fyrri hluta Harry Potter og Dauðadjásnanna. Þar leikur hún Monicu Granger, móður Hermoine, en hún sést þar sem Hermoine eyðir minningum foreldra sinna um sig áður en hún slæst í för með Harry Potter að leita að helkrossum Voldemort. Hlutverk hennar í Game of Thrones er miklu, miklu stærra en þar leikur hún Catelyn Stark, eiginkonu Ned Stark og móður barna hans (að Jon Snow undanskildum). Catelyn er ein þeirra sem er felld í rauða brúðkaupinu. Aðdáendur bíða nú spenntir eftir því að sjá hvort hún snúi aftur sem Lady Stoneheart. Meðal annarra verka Fairlay má nefna hlutverk í Philomena, The Others og þáttum á borð við Misfits og Taggart.Bronson Webb bregður fyrir í báðum heimum.mynd/warner bros/hboÞið verðið að kallast mannglögg ef þið hafið tekið eftir Bronson Webb á báðum vígstöðvum. Í þriðju Harry Potter myndinni, fanginn frá Azkaban, leikur hann nafnlausan Slytherin nemanda sem stendur að baki Draco Malfoy. Að öðru leiti bregður honum ekki fyrir. Svipaða sögu er að segja af Game of Thrones. Í fyrsta þættinum leikur hann Will, meðlim Nights Watch, og hann sést aðeins á fyrstu mínútunum. Í upphafi eltir hann Ser Waymar Royce inn í norðrið þar sem þeir leita að villingaþorpi sem lagt hafði verið í eyði. Þeir áttuðu sig of seint á því að hinir dauðu voru í kringum þá og féllu flestir fyrir þeirra hendi. Will komst undan, flúði suður og var að endingu hálshöggvin af Eddard Stark fyrir að yfirgefa bræður sína. Fyrir þá sem vilja leita að Webb í fleiri myndum þá sést hann í Pusher, Batman: The Dark Knight, Pirates of the Caribbean: On Strangers Tides og RocknRolla svo fáeinar myndir séu nefndar. Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Hvernig fóru þeir eiginlega að þessu? 21. júní 2016 11:00 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Ævintýraheimar J.K. Rowling og G.R.R. Martin hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár. Rowling skapaði sjöleikinn um galdrastrákinn Harry Potter og ævintýr hans og Martin stefnir að því að gefa út jafnmargar bækur um valdatafl höfuðætta í Westeros. Spilliviðvörun: Áður en lengra er haldið þykir til siðs að spilla ekki söguþræði fyrir báðum sem hvorki hafa fylgst með Harry Potter eða Game of Thrones. Því fylgir hér, til öryggis, lauflétt viðvörun um að það sem á eftir fylgir gæti flokkast sem spilliefni. Höskuldar-viðvörun númer tvö.Þeir sem óvart hafa smellt á greinina og hafa ekki í hyggju að halda áfram að lesa geta hætt við núna en að öðrum kosti haldið áfram. Fyrstan ber að nefna til sögunnar Ciaran Hinds sem kemur fram í síðustu Harry Potter myndinni en þar bregður hann sér í hlutverk Aberforth Dumbledore, bróður skólameistarans sáluga. Í Game of Thrones leikur hann hins vegar Mance Rayder, kongunginn fyrir norðan veggjarins. Hinds hefur að auki komið við í kvikmyndum á borð við Tinker Tailor Soldier Spy, Munichn, Road to Perdition og Frozen en í síðastnefndu myndinni ljáir hann afanum rödd sína.Julian Glover.mynd/warner bros/hboÞað er ekki gerð krafa um að fólk átti sig á þessu enda er aðeins rödd Julian Glover að finna í Harry Potter myndunum. Þar talar Glover fyrir Aragog, hina tröllvöxnu gælukönguló Hagrids, í annarri myndinni um Leyniklefann. Í þáttaröð HBO um Krúnuleikana er hann hinsvegar Grandmaester Pycelle. Glover er gamalreyndur leikari og hefur brugðið fyrir í mörgum stórvirkjum í gegnum tíðina. Má þar nefna Indiana Jones and the Last Crusade og fimmtu Star Wars myndinni (eða annarri, eftir því hvernig á málið er litið). Þá lék hann einnig í Troy og aðdáendur Taggar gætur hafa séð hann í nokkrum þáttum.David Bradley hefur tekist að afla sér óvinsælda í báðum hlutverkum.mynd/warner bros/hboDavid Bradley verður seint sakaður um að vera í vinsældakeppni þegar kemur að vali á hlutverkum. Í Harry Potter tók hann að sér hlutverk hins önuga húsvarðar Argus Filch sem þreytist ekki á að gera Harry Potter lífið leitt. Sömu sögu er eflaust hægt að segja um Harry sem nánast lifði fyrir að koma sér í vandræði innan veggja skólans. Ekki nóg með að hafa ákveðið að vera Filch þá sagði hann einnig já við því að leika hinn aldna Walder Frey. Frey stundar það að lifa of lengi og taka sér nýjar eiginkonur sem ala honum alltof mörg börn. Lengi hafði Tully-ættin efast um hollustu hans og ekki dró úr því þegar hann mætti alltof seint í bardagann við Trident á meðan byltingu Robert Baratheon stóð. Það litla traust sem fólk bar til hans hvarf svo líkt og dögg fyrir sólu í hinu rauða brúðkaupi þar sem Robb Stark og fylgjendur hans voru gerðir höfðinu styttri. Bradley hefur einnig brugðið fyrir í öðrum myndum. Meðal þeirra þekktustu má nefna Hot Fuzz og Captain America: The First Avenger.Ralph Inesonmynd/warner bros/hboRalph Ineson fékk ekki stórt hlutverk í Harry Potter og sömu sögu er að segja með Game of Thrones. Þó verður að viðurkennast að báðar persónurnar eru talsvert fyrirferðarmeiri í bókunum. Í Harry Potter leikur Ineson annan helming Carrow-systkina, dráparann Amycus. Honum bregður fyrir í lokamyndinni en þá hafa systkinin verið ráðin sem kennarar við Hogwarts-skóla. Í heimi Martin tekst Ineson á við hlutverk Dagmer Cleftjaw en honum bregður fyrir þegar Theon Greyjoy ræðst á norðrið. Dagmer má meðal annars sjá bregða fyrir þegar hann banar Maester Luywen. Að endingu hlýtur hann ömurleg örlög þegar Ramsay Snow flær hann lifandi í kjölfar uppgjafar hinna Járnbornu. Einnig er unnt að rekast á Ineson í myndum á borð við The Witch, Kingsmen: The Secret Service og Guardians of the Galaxy.Natalie Tena.mynd/warner bros/hboNatalia Tena bregður fyrst fyrir í Harry Potter bókunum, og myndunum, í þeirri fimmtu um Fönixregluna. Þar leikur hún Nymphadora Tonks en krefst þess að hún sé kölluð Tonks. Síðar meir giftist hún varúlfinum Remus Lupin en bæði falla þau í bardaganum um Hogwarts að lokum. Í Game of Thrones leikur hún villingin Oshu sem meðal annars bjargar Bran og Rickon úr klóm hinna Járnbornu þegar Winterfell féll. Hún tekst á við það hlutverk að halda Rickon óhultum og tekst það í nokkrar þáttaraðir þar til Umbers selja þau í hendur Ramsay Bolton, áður kenndur við Snow. Hún er einn fjölmargra karaktera sem fellur fyrir hendi Ramsay.Ian Whyte í hlutverkum sínum.mynd/warner bros/hboIan Whyte leikur iðulega risa hvar sem hann kemur sökum þess að hann er 2,16 metrar á hæð. Sú er einmitt raunin í Harry Potter og Game of Thrones. Í kvikmyndinni um Eldbikarinn bregður hann sér í líki Madame Olympe Maxime þegar sýna þarf hve hávaxin hún er. Hann er að vísu óþekkjanlegur í þau skipti. Whyte hefur komið víða við í Game of Thrones. Í fyrstu þáttaröðunum leikur hann White Walker og hann lék Gregor „Fjallið“ Clegane áður en okkar ástkæri Hafþór Júlíus Björnsson var ráðinn í það hlutverk. Að undanförnu hefur hann brugðið sér í líki risans Wun-Wun. Það gerði hann í síðasta skipti í Bardaga bastarðanna. Michelle Fairley í hlutverkum sínum.mynd/warner bros/hboMichelle Fairley bregður fyrir í örskamma stund í fyrri hluta Harry Potter og Dauðadjásnanna. Þar leikur hún Monicu Granger, móður Hermoine, en hún sést þar sem Hermoine eyðir minningum foreldra sinna um sig áður en hún slæst í för með Harry Potter að leita að helkrossum Voldemort. Hlutverk hennar í Game of Thrones er miklu, miklu stærra en þar leikur hún Catelyn Stark, eiginkonu Ned Stark og móður barna hans (að Jon Snow undanskildum). Catelyn er ein þeirra sem er felld í rauða brúðkaupinu. Aðdáendur bíða nú spenntir eftir því að sjá hvort hún snúi aftur sem Lady Stoneheart. Meðal annarra verka Fairlay má nefna hlutverk í Philomena, The Others og þáttum á borð við Misfits og Taggart.Bronson Webb bregður fyrir í báðum heimum.mynd/warner bros/hboÞið verðið að kallast mannglögg ef þið hafið tekið eftir Bronson Webb á báðum vígstöðvum. Í þriðju Harry Potter myndinni, fanginn frá Azkaban, leikur hann nafnlausan Slytherin nemanda sem stendur að baki Draco Malfoy. Að öðru leiti bregður honum ekki fyrir. Svipaða sögu er að segja af Game of Thrones. Í fyrsta þættinum leikur hann Will, meðlim Nights Watch, og hann sést aðeins á fyrstu mínútunum. Í upphafi eltir hann Ser Waymar Royce inn í norðrið þar sem þeir leita að villingaþorpi sem lagt hafði verið í eyði. Þeir áttuðu sig of seint á því að hinir dauðu voru í kringum þá og féllu flestir fyrir þeirra hendi. Will komst undan, flúði suður og var að endingu hálshöggvin af Eddard Stark fyrir að yfirgefa bræður sína. Fyrir þá sem vilja leita að Webb í fleiri myndum þá sést hann í Pusher, Batman: The Dark Knight, Pirates of the Caribbean: On Strangers Tides og RocknRolla svo fáeinar myndir séu nefndar.
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Hvernig fóru þeir eiginlega að þessu? 21. júní 2016 11:00 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00
Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15
Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15
Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Hvernig fóru þeir eiginlega að þessu? 21. júní 2016 11:00