Dacia afhendir 4 milljónasta bílinn 7. júlí 2016 11:06 Dacia Duster. Sá áfangi náðist hjá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia að afhenda bíl númer 4.000.000 í vikunni frá yfirtöku Renault á fyrirtækinu árið 1999. Sá bíll var af gerðinni Dacia Duster og hefur sá bíll einmitt selst ágætlega hér á landi. Bíllinn var afhentur í Frakklandi, en þar seljast bílar Dacia einnig vel. Það á einnig við í Bretlandi og er þar talsverð eftirspurn eftir bílgerðunum Sandero, Logan MCV og Duster. Í Bretlandi hafa alls selst 78.000 Dacia bílar síðan sala þeirra hófst í apríl árið 2013. Það þýðir að af meðaltali seljast yfir tvö þúsund Dacia bílar í hverjum mánuði í landinu og slær Dacia þar við mörgum þekktari og eldri bílamerkjum sem þar eru seld. Sala Dacia á Íslandi hefur vaxið mjög að undanförnu og seldust til að mynda 178 Dacia bílar í síðasta mánuði samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Alls hafa verið seldir 454 Dacia bílar hér á landi í ár og um að ræða mikla aukningu frá árinu í fyrra. Markaðshlutdeild Dacia í nýjum seldum bílum á Íslandi í ár er yfir 3% og má rúmenski bílaframleiðandinn mjög vel við una. Dacia hefur verið í eigu Renault frá árinu 1999. Dacia var stofnað árið 1966 og er því 50 ára í ár. Alls hefur Dacia framleitt yfir 6 milljónir bíla frá stofnun fyrirtækisins. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Sá áfangi náðist hjá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia að afhenda bíl númer 4.000.000 í vikunni frá yfirtöku Renault á fyrirtækinu árið 1999. Sá bíll var af gerðinni Dacia Duster og hefur sá bíll einmitt selst ágætlega hér á landi. Bíllinn var afhentur í Frakklandi, en þar seljast bílar Dacia einnig vel. Það á einnig við í Bretlandi og er þar talsverð eftirspurn eftir bílgerðunum Sandero, Logan MCV og Duster. Í Bretlandi hafa alls selst 78.000 Dacia bílar síðan sala þeirra hófst í apríl árið 2013. Það þýðir að af meðaltali seljast yfir tvö þúsund Dacia bílar í hverjum mánuði í landinu og slær Dacia þar við mörgum þekktari og eldri bílamerkjum sem þar eru seld. Sala Dacia á Íslandi hefur vaxið mjög að undanförnu og seldust til að mynda 178 Dacia bílar í síðasta mánuði samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Alls hafa verið seldir 454 Dacia bílar hér á landi í ár og um að ræða mikla aukningu frá árinu í fyrra. Markaðshlutdeild Dacia í nýjum seldum bílum á Íslandi í ár er yfir 3% og má rúmenski bílaframleiðandinn mjög vel við una. Dacia hefur verið í eigu Renault frá árinu 1999. Dacia var stofnað árið 1966 og er því 50 ára í ár. Alls hefur Dacia framleitt yfir 6 milljónir bíla frá stofnun fyrirtækisins.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent